Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. janúar sem var fyrsti opnunardagur á nýju ári 2026.
Margt var til umræðu, m.a. góð skilyrði á HF að undanförnu. Fram kom, að menn hafa verið að bæta við nýjum DXCC einingum á böndunum. Einnig var rætt um loftnet, m.a. mismunandi bílloftnet fyrir VHF/UHF tíðnisviðin. Voru nefnd í því sambandi loftnet frá Bingfu sem eru aðeins 15 cm. há og skila ótrúlega góðum árangri.
Einar Sandoz, TF3ES mætti með nýja bílstöð frá HamGeek, gerð PMR 171 sem er 20W SDR stöð og vinnur á HF/VHF/UHF. Stöðin hefur m.a. innbyggða loftnetsaðlögunarrás og m.fl. Áhugaverð stöð á hagstæðu verði. Einnig mætti Jón Atli Magnússon, TF2AC með 100W RF magnara sem hann ætlar að nota við 10W FlexRadio HF stöð sem hann á.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins raðaði innkomnum kortum, en töluvert hefur borist af kortasendingum frá QSL stofum hinna ýmsu landsfélaga að undanförnu. Þetta kvöld var síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2025/26 og barst þó nokkuð af kortum til útsendingar.
Þakkir góðar til „NN“ fyrir Skálatertuna sem líkaði vel og kláraðist. Þakkir einnig til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir og til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga frábært kaffi.
Alls mættu 20 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Jónas Bjarnason, TF3JB hefur fengið í hendur DXCC Trident viðurkenningu frá ARRL. Viðurkenningin var gefin út 1. október 2025.
Til að geta sótt um viðurkenninguna þarf að hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar á morsi (CW), tali (Phone) og Digital (FTx, RTTY, PSK, o.fl.). Sambönd þurfa öll að vera staðfest á Logbook of The World (LoTW).
ARRL DXCC Trident Award er vandaður viðurkenningaplatti úr viði með ágrafinni málmplötu. Í boði eru „uppfærsluplötur“ þegar náðst hafa staðfest sambönd við 200 og 300 DXCC einingar á morsi, tali og Digital.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 8. janúar 2026 kl. 20-22.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID annast kaffiveitingar.
Bent er á, að þetta er síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2025/26. Þau kort sem berast í QSL kassann þetta kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar. Gjaldskrá er óbreytt, 14 krónur á kort, sama hvert sem er í heiminum.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
Í tilefni nýs árs, 2026 verður m.a. í boði með kaffinu hin vinsæla rjómaterta sem er kennd við Hressingarskálann í Reykjavík, svokölluð „Skálaterta“ frá Reyni bakara.
YB DX CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardaginn 10. janúar; hefst kl. 00:00 og lýkur kl. 23:59. Keppnin fer fram á á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS + raðnúmer. http://ybdxcontest.com/
OLD NEW YEAR CONTEST. Keppnin stendur yfir laugardaginn 10. janúar; hefst kl. 05:00 og lýkur kl. 08:59. Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RS(T) + samanlagður fjöldi ára sem þátttakandi hefur haft amatörleyfi. http://www.contest.ru/old-new-year-contest
SKCC WEEKEND SPRINTATHON. Keppnin hefst á laugardag 10. janúar kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 11. janúar kl. 24:00. Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 80, 20, 15, 10 og 6 metrum. Skilaboð: RST + (Ríki í USA, fylki í Kanada eða DXCC eining) + nafn + (SKCC númer eða „NONE“). https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
UBA PSK63 PREFIX CONTEST. Keppnin hefst á laugardag 10. janúar kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 11. janúar kl. 12:00. Keppnin fer fram á BPSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð belgískra stöðva: RSQ + deild í UBA Skilaboð annarra: RSQ + raðnúmer. https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/uba-psk63-prefix-contest
Í dag, 30. desember 2025 bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar á HF tíðnum yfir netið. Það er staðsett við Bústaðaveg í Reykjavík. Loftnet er 60 m. langur vír (LW) með 1:49 unun.
Um er að ræða KiwiSDR 2 viðtæki í eigu Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og forritaði hann tækið. Ari Þórólfur og Georg Kulp, TF3GZ settu upp viðtæki og loftnet í morgun, þriðjudaginn 30. desember.
KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis.
Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara Þórólfi og Georg verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) dagana 14.-22. desember 2025.
Alls fengu 17 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT4 og FT8) en einnig á morsi (CW), tali (SSB) og RTTY. Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40 og 80 metrar.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/
Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
TF1A FT8 á 40 og 80 metrum. TF1FT FT8 á 12 metrum. TF2CT FT8 á 30 metrum. TF3AK FT8 á 30 metrum. TF3AO RTTY á 15 og 40 metrum. TF3EO CW á 10, 30 og 40 metrum. TF3JB CW og FT8 á 15 metrum og SSB á 20 metrum. TF3PPN FT8 á 20 metrum. TF3SG SSB á 10 metrum. TF3SP SSB á 12 metrum. TF3VE FT8 á 10 metrum. TF3W CW á 10 metrum. TF5B FT8 á 10 metrum. TF5NN RTTY á 40 metrum. TF6MK FT8 á 17 metrum. TF8KW FT8 á 40 og 80 metrum. TF8SM FT4 á 15 metrum.
Mynd úr fjarskiptaaðstöðu ÍRA í Skeljanesi, en félagsstöðin TF3W var QRV á morsi á 10 metrum vikuna 14.-21. desember.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-12-22 13:42:462025-12-22 13:45:26VÍSBENDING UM VIRKNI.
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 18. desember.
Fimmtudagsfundurinn fór fram með miklum ágætum. Hann var vel sóttur eða um 25 manns á staðnum. Hrafnkell Eiríksson, TF3HR hóf leikinn með því að kynna til sögunnar þá sem leystu jólaþrautina á VHF af hendi, sem var afkóðun á SSTV sendingu, alls 3 skeyti.
Þessi tækniþraut var vel útbúin af hálfu Hrafnkels og auðleyst þeim sem lögðu á sig að grípa tæknina. Verðlaun voru í boði, og var dregið úr nöfnum þátttakenda. Vinningshafar voru Hermann Karl Björnsson, TF3KHB og Jón Atli Magnússon, TF2AC sem hlutu verðlaun fyrir aðra og þriðju þraut. Bjarni Freyr Þórðarson, TF4IR hafði fengið verðlaun fyrir fyrstu þraut sem voru afhent 4. desember. Var gerður góður rómur að þessari kynningu Hrafnkels.
Þá mætti Óskar Ólafur Hauksson, TF3OH í félagsaðstöðuna og afhenti „Signal Stilk“ loftnet https://signalstuff.com/products/st-bnc/[fyrir VHF/UHF handstöðvar] sem hann flutti inn fyrir nýliðana sem höfðu áhuga. Þessi loftnet eru mikil framför yfir litlu loftnetin sem fylgdu með handstöðvunum sem keyptar voru saman og afhentar nýlega.
Þess má geta, að 4. aðventuleikur TF3HR verður sendur út á morgun (sunnudag) á QRG 144.500 MHz kl. 20:00.
Svo var kaffi og gott spjall um heima og geima. Þökk sé Sveini Goða Sveinssyni, TF3ID fyrir að annast kaffiveitingar.
Þakkir til Hrafnkels Eiríkssonar, TF3HR fyrir að standa glæsilega að SSTV aðventuleikunum 2025. Sem þakkir og þakkir til Andrésar Þórarinssonar TF1AM og Kristjáns Benediktssonar, TF3KB fyrir ljósmyndir. Félagsaðstaðan verður næst opin fimmtudaginn 8. janúar 2026.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-12-20 17:42:182025-12-20 17:56:24OPIÐ VAR Í SKELJANESI 18. DESEMBER.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A stóð fyrir „Dótadegi“ í Skeljanesi laugardaginn 13. desember. Þetta var 6. og síðasti “dótadagurinn” á fræðsludagskrá ÍRA haustið 2025.
Icom UR-FR5000 VHF endurvarpi var hafður tengdur og voru handstöðvar notaðar til að prófa virknina í endurvarpanum. Bæði voru gerðar breytinar á stillingum stöðvanna og endurvarpans og prófuð útkoma úr hinum ýmsu stillingum.
Aflgjafi var Diaiary 30V/10A og einnig minni aflgjafi fyrir USB A og USB C. Þá var 10W DC-4GHz gerviálag frá RFdotop notað, sem hefur innbyggðum 50dB deyfilið (e. attenuator). Loks var Anritsu BTS Master MT8222A mælitæki á staðnum; sem er tíðnirófsskoðari (e. spectrum analyzer) sem vinnur frá 10 kHz til 7.5 GHz”.
Farið var yfir stillingar á endurvarpanum, þeim breytt og niðurstaða sýnd jafnóðum á mælitækjunum. Endurvarpinn var stilltur á 10W en getur sent allt allt að 50W. Tækið er forritanlegt yfir LAN (netið) og var það sýnt og stillingum breytt. Einnig var sýnt hvernig hægt er, á einfaldan hátt, að ”sigta út” heyranlega tóninn í kallmerki endurvarpans (sem er sent á morsi) – þannig að það heyrist ekki í stöð notandans. Kallmerkið er engu að síður áfram sent út á 1 klst. fresti. Í framhaldi var töluvert rætt var um mun á ”analog” og ”switching” aflgjöfum.
Vegna mikils áhuga á mælingum á VHF/UHF stöðvum, var mætt á staðinn með Anritsu tíðnirófsskoðarann sem er mjög fullkominn og var sendihluti VHF/UHF handstöðvanna mældur. En með Anritsu tækinu er t.d. hægt að mæla merki niður í -165 dBm frá 10 Hz upp í 7.5 GHz. Menn spurðu um mun á ódýrari og dýrari mælitækjum. Fram kom m.a., að ódýr mælitæki geta verið [jafnvel] í 1-3 mínútur að sýna það sama og betri tæki gera á örfáum sekúndum, auk þess sem mæligeta þeirra dýrari er yfirleitt margfalt meiri.
Að lokum var sýnt dæmi um hvernig hægt er að staðsetja ”erfiða” bilun [nánast] á svipstundu með ódýrum ”digital multimeter” sem getur mælt hita. Sýnt var lélegt samband í öryggishöldu, sem er algengt vandamál í 12V straumsnúrum sendistöðva (og endurvarpa) og var Icom endurvarpinn látinn senda út stöðugt í 10 mínútur (á 10W í gerviálag) og voru öryggishöldurnar á straumsnúrunni skoðaðar að þeim tíma liðnum. Ekki nægði að snerta öryggin sjálf vegna þess að öryggishöldurnar halda hitanum inni þannig að öryggishúsið sjálft var kalt viðkomu. Hitamælingin var svarið (sbr. meðfylgjandi ljósmynd). Til upplýsingar ber að geta þess, að fyrir tilraunina hafði annað öryggishúsið verið hreinsað, en ekki hitt. Spennan féll um 3.5VDC yfir óhreinsaða öryggishúsið (en ekki yfir öryggið sjálft). Málmspennurnar sem halda örygginu í öryggishúsinu hitnuðu, en ekki á því sem hafði verið hreinsað áður.
Sérstakar þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir skemmtilegan, fróðlegan og vel heppnaðan laugardag. Ennfremur þakkir til Ara fyrir myndir, til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID sem lagaði frábært kaffi og tók til meðlæti og til Mathíasar Hagvaag, TF3MH húsvarðar.
Alls mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þennan ágæta vetrardag í vesturbænum í Reykjavík.
http://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.png00TF3JBhttp://ira.is/wp-content/uploads/2016/11/website_head_ira_logo_arial.pngTF3JB2025-12-16 16:50:022025-12-16 17:24:56FJÖR Í SKELJANESI Á LAUGARDEGI.
RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI.
Næsta tölublað CQ TF, 1. tbl. 2026 kemur út 25. janúar.
Allt eftir um áhugamálið er vel þegið í blaðið, svo sem frásagnir, ljósmyndir eða jafnvel aðeins punktar eða ábendingar um efni sem vinna má út.
Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.
Skilafrestur efnis rennur út 15. janúar n.k.
Netfang: ira@ira.is
Félagskveðjur og 73,
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 8. JANÚAR.
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. janúar sem var fyrsti opnunardagur á nýju ári 2026.
Margt var til umræðu, m.a. góð skilyrði á HF að undanförnu. Fram kom, að menn hafa verið að bæta við nýjum DXCC einingum á böndunum. Einnig var rætt um loftnet, m.a. mismunandi bílloftnet fyrir VHF/UHF tíðnisviðin. Voru nefnd í því sambandi loftnet frá Bingfu sem eru aðeins 15 cm. há og skila ótrúlega góðum árangri.
Einar Sandoz, TF3ES mætti með nýja bílstöð frá HamGeek, gerð PMR 171 sem er 20W SDR stöð og vinnur á HF/VHF/UHF. Stöðin hefur m.a. innbyggða loftnetsaðlögunarrás og m.fl. Áhugaverð stöð á hagstæðu verði. Einnig mætti Jón Atli Magnússon, TF2AC með 100W RF magnara sem hann ætlar að nota við 10W FlexRadio HF stöð sem hann á.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins raðaði innkomnum kortum, en töluvert hefur borist af kortasendingum frá QSL stofum hinna ýmsu landsfélaga að undanförnu. Þetta kvöld var síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2025/26 og barst þó nokkuð af kortum til útsendingar.
Þakkir góðar til „NN“ fyrir Skálatertuna sem líkaði vel og kláraðist. Þakkir einnig til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir ljósmyndir og til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID fyrir að laga frábært kaffi.
Alls mættu 20 félagar og 1 gestur í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
.
TF3JB FÆR DXCC TRIDENT VIÐURKENNINGU.
Jónas Bjarnason, TF3JB hefur fengið í hendur DXCC Trident viðurkenningu frá ARRL. Viðurkenningin var gefin út 1. október 2025.
Til að geta sótt um viðurkenninguna þarf að hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar á morsi (CW), tali (Phone) og Digital (FTx, RTTY, PSK, o.fl.). Sambönd þurfa öll að vera staðfest á Logbook of The World (LoTW).
ARRL DXCC Trident Award er vandaður viðurkenningaplatti úr viði með ágrafinni málmplötu. Í boði eru „uppfærsluplötur“ þegar náðst hafa staðfest sambönd við 200 og 300 DXCC einingar á morsi, tali og Digital.
Nánari upplýsingar má sjá í 4. tbl. CQ TF 2025, bls. 36: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2025/10/CQTF-2025-4.pdf
Hamingjuóskir til Jónasar.
Stjórn ÍRA.
OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 8. JANÚAR.
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 8. janúar 2026 kl. 20-22.
Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi.
Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID annast kaffiveitingar.
Bent er á, að þetta er síðasti skiladagur vegna áramótaútsendingar 2025/26. Þau kort sem berast í QSL kassann þetta kvöld verða örugg með að komast í flokkun og til útsendingar. Gjaldskrá er óbreytt, 14 krónur á kort, sama hvert sem er í heiminum.
Verið velkomin í Skeljanes!
Stjórn ÍRA.
.
ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 10.-11. JANÚAR.
YB DX CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardaginn 10. janúar; hefst kl. 00:00 og lýkur kl. 23:59.
Keppnin fer fram á á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS + raðnúmer.
http://ybdxcontest.com/
OLD NEW YEAR CONTEST.
Keppnin stendur yfir laugardaginn 10. janúar; hefst kl. 05:00 og lýkur kl. 08:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + samanlagður fjöldi ára sem þátttakandi hefur haft amatörleyfi.
http://www.contest.ru/old-new-year-contest
SKCC WEEKEND SPRINTATHON.
Keppnin hefst á laugardag 10. janúar kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 11. janúar kl. 24:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 80, 20, 15, 10 og 6 metrum.
Skilaboð: RST + (Ríki í USA, fylki í Kanada eða DXCC eining) + nafn + (SKCC númer eða „NONE“).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon
UBA PSK63 PREFIX CONTEST.
Keppnin hefst á laugardag 10. janúar kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 11. janúar kl. 12:00.
Keppnin fer fram á BPSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð belgískra stöðva: RSQ + deild í UBA
Skilaboð annarra: RSQ + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/uba-psk63-prefix-contest
Með ósk um gott gengi!
Stjórn ÍRA.
RITSTJÓRI KALLAR EFTIR EFNI.
Næsta tölublað CQ TF, 1. tölublað ársins 2026, kemur út 25. janúar.
Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr.
Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu.
Ath. að skilafrestur efnis er til fimmtudags 15. janúar.
Netfang: ira@ira.is
Áramótakveðjur og 73,
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri CQ TF
ÁRAMÓTAKVEÐJA FRÁ ÍSLENSKUM RADÍÓAMATÖRUM.
Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári, 2026.
NÝTT KIWI SDR VIÐTÆKI YFIR NETIÐ.
Í dag, 30. desember 2025 bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar á HF tíðnum yfir netið. Það er staðsett við Bústaðaveg í Reykjavík. Loftnet er 60 m. langur vír (LW) með 1:49 unun.
Um er að ræða KiwiSDR 2 viðtæki í eigu Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A og forritaði hann tækið. Ari Þórólfur og Georg Kulp, TF3GZ settu upp viðtæki og loftnet í morgun, þriðjudaginn 30. desember.
Vefslóð: http://rvk.utvarp.com
KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að hlusta á AM, FM, SSB og CW sendingar og má velja bandbreidd sem hentar hverri mótun. Allt að átta notendur geta verið skráðir inn á viðtækið samtímis.
Stjórn ÍRA þakkar þeim Ara Þórólfi og Georg verðmætt framlag. Hér um að ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í þessum tíðnisviðum, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.
Stjórn ÍRA.
.
JÓLAKVEÐJA FRÁ ÍSLENSKUM RADÍÓAMATÖRUM.
Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári 2026.
Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður næst opin fimmtudaginn 8. janúar n.k.
Verið velkomin í Skeljanes.
Stjórn ÍRA.
.
VÍSBENDING UM VIRKNI.
Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) dagana 14.-22. desember 2025.
Alls fengu 17 TF kallmerki skráningar. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT4 og FT8) en einnig á morsi (CW), tali (SSB) og RTTY. Bönd: 10, 12, 15, 17, 20, 30, 40 og 80 metrar.
Kallmerki fær skráningu þegar leyfishafi [eða hlustari] hefur haft samband við [eða heyrt í] TF kallmerki. Svokallað „self spotting“ er ekki tekið með. Upplýsingarnar eru fengnar á http://new.dxsummit.fi/#/
Sambærilegar síður eru í boði á netinu til samanburðar. Fyrst er skráð kallmerki, þá tegund(ir) útgeislunar og band/bönd sem kallmerki fær skráningu á.
Til skoðunar er að taka reglulega saman upplýsingar af þessu tagi.
Stjórn ÍRA.
TF1A FT8 á 40 og 80 metrum.
TF1FT FT8 á 12 metrum.
TF2CT FT8 á 30 metrum.
TF3AK FT8 á 30 metrum.
TF3AO RTTY á 15 og 40 metrum.
TF3EO CW á 10, 30 og 40 metrum.
TF3JB CW og FT8 á 15 metrum og SSB á 20 metrum.
TF3PPN FT8 á 20 metrum.
TF3SG SSB á 10 metrum.
TF3SP SSB á 12 metrum.
TF3VE FT8 á 10 metrum.
TF3W CW á 10 metrum.
TF5B FT8 á 10 metrum.
TF5NN RTTY á 40 metrum.
TF6MK FT8 á 17 metrum.
TF8KW FT8 á 40 og 80 metrum.
TF8SM FT4 á 15 metrum.
OPIÐ VAR Í SKELJANESI 18. DESEMBER.
Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 18. desember.
Fimmtudagsfundurinn fór fram með miklum ágætum. Hann var vel sóttur eða um 25 manns á staðnum. Hrafnkell Eiríksson, TF3HR hóf leikinn með því að kynna til sögunnar þá sem leystu jólaþrautina á VHF af hendi, sem var afkóðun á SSTV sendingu, alls 3 skeyti.
Þessi tækniþraut var vel útbúin af hálfu Hrafnkels og auðleyst þeim sem lögðu á sig að grípa tæknina. Verðlaun voru í boði, og var dregið úr nöfnum þátttakenda. Vinningshafar voru Hermann Karl Björnsson, TF3KHB og Jón Atli Magnússon, TF2AC sem hlutu verðlaun fyrir aðra og þriðju þraut. Bjarni Freyr Þórðarson, TF4IR hafði fengið verðlaun fyrir fyrstu þraut sem voru afhent 4. desember. Var gerður góður rómur að þessari kynningu Hrafnkels.
Þá mætti Óskar Ólafur Hauksson, TF3OH í félagsaðstöðuna og afhenti „Signal Stilk“ loftnet https://signalstuff.com/products/st-bnc/ [fyrir VHF/UHF handstöðvar] sem hann flutti inn fyrir nýliðana sem höfðu áhuga. Þessi loftnet eru mikil framför yfir litlu loftnetin sem fylgdu með handstöðvunum sem keyptar voru saman og afhentar nýlega.
Þess má geta, að 4. aðventuleikur TF3HR verður sendur út á morgun (sunnudag) á QRG 144.500 MHz kl. 20:00.
Svo var kaffi og gott spjall um heima og geima. Þökk sé Sveini Goða Sveinssyni, TF3ID fyrir að annast kaffiveitingar.
Þakkir til Hrafnkels Eiríkssonar, TF3HR fyrir að standa glæsilega að SSTV aðventuleikunum 2025. Sem þakkir og þakkir til Andrésar Þórarinssonar TF1AM og Kristjáns Benediktssonar, TF3KB fyrir ljósmyndir. Félagsaðstaðan verður næst opin fimmtudaginn 8. janúar 2026.
Stjórn ÍRA.
(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).
.
FJÖR Í SKELJANESI Á LAUGARDEGI.
Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A stóð fyrir „Dótadegi“ í Skeljanesi laugardaginn 13. desember. Þetta var 6. og síðasti “dótadagurinn” á fræðsludagskrá ÍRA haustið 2025.
Icom UR-FR5000 VHF endurvarpi var hafður tengdur og voru handstöðvar notaðar til að prófa virknina í endurvarpanum. Bæði voru gerðar breytinar á stillingum stöðvanna og endurvarpans og prófuð útkoma úr hinum ýmsu stillingum.
Aflgjafi var Diaiary 30V/10A og einnig minni aflgjafi fyrir USB A og USB C. Þá var 10W DC-4GHz gerviálag frá RFdotop notað, sem hefur innbyggðum 50dB deyfilið (e. attenuator). Loks var Anritsu BTS Master MT8222A mælitæki á staðnum; sem er tíðnirófsskoðari (e. spectrum analyzer) sem vinnur frá 10 kHz til 7.5 GHz”.
Farið var yfir stillingar á endurvarpanum, þeim breytt og niðurstaða sýnd jafnóðum á mælitækjunum. Endurvarpinn var stilltur á 10W en getur sent allt allt að 50W. Tækið er forritanlegt yfir LAN (netið) og var það sýnt og stillingum breytt. Einnig var sýnt hvernig hægt er, á einfaldan hátt, að ”sigta út” heyranlega tóninn í kallmerki endurvarpans (sem er sent á morsi) – þannig að það heyrist ekki í stöð notandans. Kallmerkið er engu að síður áfram sent út á 1 klst. fresti. Í framhaldi var töluvert rætt var um mun á ”analog” og ”switching” aflgjöfum.
Vegna mikils áhuga á mælingum á VHF/UHF stöðvum, var mætt á staðinn með Anritsu tíðnirófsskoðarann sem er mjög fullkominn og var sendihluti VHF/UHF handstöðvanna mældur. En með Anritsu tækinu er t.d. hægt að mæla merki niður í -165 dBm frá 10 Hz upp í 7.5 GHz. Menn spurðu um mun á ódýrari og dýrari mælitækjum. Fram kom m.a., að ódýr mælitæki geta verið [jafnvel] í 1-3 mínútur að sýna það sama og betri tæki gera á örfáum sekúndum, auk þess sem mæligeta þeirra dýrari er yfirleitt margfalt meiri.
Að lokum var sýnt dæmi um hvernig hægt er að staðsetja ”erfiða” bilun [nánast] á svipstundu með ódýrum ”digital multimeter” sem getur mælt hita. Sýnt var lélegt samband í öryggishöldu, sem er algengt vandamál í 12V straumsnúrum sendistöðva (og endurvarpa) og var Icom endurvarpinn látinn senda út stöðugt í 10 mínútur (á 10W í gerviálag) og voru öryggishöldurnar á straumsnúrunni skoðaðar að þeim tíma liðnum. Ekki nægði að snerta öryggin sjálf vegna þess að öryggishöldurnar halda hitanum inni þannig að öryggishúsið sjálft var kalt viðkomu. Hitamælingin var svarið (sbr. meðfylgjandi ljósmynd). Til upplýsingar ber að geta þess, að fyrir tilraunina hafði annað öryggishúsið verið hreinsað, en ekki hitt. Spennan féll um 3.5VDC yfir óhreinsaða öryggishúsið (en ekki yfir öryggið sjálft). Málmspennurnar sem halda örygginu í öryggishúsinu hitnuðu, en ekki á því sem hafði verið hreinsað áður.
Sérstakar þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir skemmtilegan, fróðlegan og vel heppnaðan laugardag. Ennfremur þakkir til Ara fyrir myndir, til Sveins Goða Sveinssonar, TF3ID sem lagaði frábært kaffi og tók til meðlæti og til Mathíasar Hagvaag, TF3MH húsvarðar.
Alls mættu 14 félagar og 1 gestur í Skeljanes þennan ágæta vetrardag í vesturbænum í Reykjavík.
Stjórn ÍRA.
.