Blog from December, 2016

Hörður Harðarson hjá PFS staðfesti í vikunni í símtali að sérleyfið á 60 metrunum gildir áfram óbreytt þar til annað verður ákveðið. sjá: Sérheimild á 60 metrum.

f.h. stjórnar ÍRA

73 de TF3JA

Stjórn ÍRA óskar félagsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi einfalda og fallega mynd er fengin að láni hjá VFÍ. Tæknifræðingar og verkfræðingar tóku nýlega þá löngu tímabæru ákvörðun að sameinast frá næstu áramótum í einu félagi undir nafni VFÍ, til hamingju tækni- og verkfræðingar.

Eitt aðalsmerki radíóamatöra er alheimssamvinna á öllum sviðum, við tölum öll sama málið.

Opið verður í Skeljanesi frá kl. 20 - 22 báða fimmtudagana sem eftir eru á þessu ári og boðið uppá kaffi og piparkökur.

Fyrsta fimmtudaginn á nýju ári, 5. janúar 2017 höldum við radíóáhugamenn uppskeruhátíð þar sem ýmislegt verður til umfjöllunar.

Gleðileg jól f.h. stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

Eins og fram kom í tölvupósti sem við sendum á irapóstinn í gær verða þeir sem ætla að nota áfram 4 metra bandið að endurnýja sín leyfi frá næstu áramótum. Tólf íslenskir radíóamatörar hafa haft leyfi til að nota 4 metra bandið samkvæmt upplýsingum PFS.

Um áramótin rennur líka út sérleyfið fyrir sextíu metra bandið og allar líkur á að þá taki gildi ákvörðum WRC-15 frá því í fyrra:

Radíóamatörar óskuðu eftir nokkuð víðtækri heimild til tíðnibands og afls á 60 metrunum en niðurstaðan varð málamiðlun sem tekur gildi um næstu áramót að öllu óbreyttu.

Radíóamatörar fá leyfi til að nota bandið 5351,5 - 5366,5 kHz eða í allt 15 kHz og mega mest senda út 15 wött e.i.r.p. með þeirri undantekningu að í Mexíkó mega radíóamatörar senda út 20 wött og 25 wött í suður- og mið-Ameríku.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um leyfi til að nota 60 metra bandið frá áramótum ef þetta verður niðurstaðan. Rétt er að benda á að innan alheimssamtaka radíóamatöra fer fram umræða um hvernig bandið verður best nýtt og sterkar óskir hafa komið upp um að nota bandið fyrst og fremst fyrir stafræna mjóbandshætti. Rétt er líka að benda á að radíóamatörar fá leyfið á "secondary basis" sem þýðir að radíóamatörar verða að víkja fyrir umferð af annnarri tegund og mikilvægt að tryggja að útgeislað afl fari ekki yfir 15 wött.

Hér fyrir ofan er mynd af afriti úr tilmælum IARU R1 um hvernig radíóamatörar noti 60 m bandið. Eins og sjá má leggur IARU ríka áherslu á að radíóamatörar noti, 15 kHz bandskákina sem WRC-15 úthlutaði radíóamatörum, ekki nema ef radíóamatörar í viðkomandi landi hafa ekki leyfi fyrir víðara bandi á 60 metrum eins og við hér á landi höfum haft undanfarin ár leyfi fyrir tíðnisviðinu 5260 til 5410 kHz.

Óskir um að halda áður útgefnum leyfum á 60 metrum hafa komið fram hjá amatörum í öðrum löndum og við munum fylgjast með hver þróunin verður hjá okkar nágrönnum.

f.h. stjórnar

73 de TF3JA

 

Stew Perry Topband Challenge

Krækja á reglur keppninnar.

Keppnin er Morse-keppni og hefst á laugardag kl. 15:00. Keppninni  lýklur á sunnudag kl. 15:00.

 

Myndin sýnir sendiloftnet TF4M á 160 metrum í Otradal. Myndin er úr fyrirlestri sem TF3DX hélt í ÍRA á árinu 2011.

Kaffi og piparkökur í Skeljanesi í kvöld.

fh. stjórnar ÍRA

73 de TF3JA

Næsta IARU svæðis 1 ráðstefna verður haldin í Landshut Þýskalandi dagana 16. - 23. september á næsta ári.

Upplýsingar um ráðstefnuna eru á: http://www.iaru-r1.org/index.php/general-conference/landshut-2017

Síðasti dagur til að tilkynna þáttöku er föstudagurinn 16. desember eftir viku.

f.h. stjórnar ÍRA, 73 de TF3JA

Næsta alheims ráðstefna um radíómálefni:

World Radiocommunication Conference 2019, WRC-19.

verður haldin haustið 2019, 28. október til 22. nóvember. Upplýsingar um undirbúningsvinnu radíóamatöra eru á http://www.iaru-r1.org/.

Við í stjórn ÍRA stefnum að upplýsinga- og vinnufundi félagsins um WRC-19 núna fyrir eða fljótlega uppúr áramótum. Við hvetjum alla radíóamatöra til að kynna sér hvað helst er á döfinni hjá radíóamatörum um allan heim og ekki síst hvaða hugmyndir eru meðal amatöra um framtíð áhugamálsins. Einn stór þáttur í eflingu amatörhreyfingarinnar er fræðsla og leyfisveitingar til nýrra radíóahugamanna og virk þáttaka núverandi leyfishafa í starfssemi radíóamatöra.

f.h. stjórnar ÍRA 73 de TF3JA

Á opnu húsi í Skeljanesi í gærkvöldi var TF3EK með kynningu á ýmsum gerðum radfhlaða.

Að sögn eins af nýju radíóamatörunum var kvöldið skemmtilegt og fræðandi og að loknum umræðum um rafhlöður var farið vandlega yfir hvernig auðvelt væri fyrir nýjan radíóamatör að koma sér upp loftneti til að geta hafið ferðina um loftin blá.

Sverrir Helgason, TF3FM, er látinn.

Sverrir lauk prófi frá loftskeytaskólanum 1958 og var loftskeytamaður á sjó og hjá Landhelgisgæslunni fyrstu árin. Seinna varð Sverrir rafverktaki og rak eigið fyrirtæki allt sitt líf. Sverrir var amatörleyfishafi nr. 83 og virkur radíóamatör á áttunda og níunda áratugum síðustu aldar.

Við íslenskir radíóamatörar sendum syni Sverris, Óskari TF3DC og öðrum aðstandendum okkar samúðarkveðjur.

Í opnu húsi næst komandi fimmtudagskvöld, 8 desember, ætla ég að fjalla um hleðslurafhlöður. Nú fæst fjölbreytt úrval af hleðslurafhlöðum sem hafa um margt ólíka eiginleika sem henta fyrir mismunandi þarfir. Viðhald og sérstaklega það sem þarf að varast í umgengni, er mjög mismunandi eftir tegundum af rafhlöðum.

Kaffi og með því!

ISS SSTV image 2 received by Mike Rupprecht DK3WN April 12, 2016 at 1556 UT

ISS SSTV mynd sem Mike Rupprecht DK3WN tók á móti 12. apríl, 2016 kl. 15:56.

Löturskannað sjónvarp, SSTV, er áætlað frá alþjóða geimstöðinni, ISS, dagana 8. og 9. desember.

SSTV myndirnar eru hluti af MAI-75 tilrauninni á 145.800 MHz FM og sendar út með Kenwood TM-D710 rx/tx sem er í rússneska hluta ISS.

MAI-75 virknin er áætluð 8. desember á tímabilinu 12:35 til 18:00 GMT og 9. desember á tímabilinu 12:40 til 17:40 GMT.

ISS sendir út á FM með 5 kHz mótunarfráviki á 145.800 MHz  5 kHz en ekki 2,5 kHz sem venjulega er notað í Evrópu. Ef þitt sendiviðtæki er með síuval er best að nota breiðari síuna.

Á heimasíðu ISS Fan Club http://www.issfanclub.com/ er hægt að sjá hvenær geimstöðin er innan seilingar frá þínum stað á jörðinni.

ISS SSTV upplýsingar og krækjur eru á: https://amsat-uk.org/beginners/iss-sstv/

ARISS-SSTV myndir á: http://ariss-sstv.blogspot.co.uk/

Hlustaðu á ISS þegar stöðin er yfir Rússlandi á R4UAB netviðtækinu:  websdr.r4uab.ru

Hlustaðu á ISS þegar stöðin er yfir London  á SUWS netviðtækið: http://websdr.suws.org.uk/

Ef þú nærð heilli eða hlutamynd er hugsanlegt að dagblað á þínum stað vilji nota: http://www.southgatearc.org/news/2016/july/now-is-a-great-time-to-get-ham-radio-publicity.htm

Þór, TF3GW, fyllti gömlu höfuðstöðvar Skeljungs í gærkvöldi og létt var yfir íslenskum radíóamatörum. Þór sagði sögur af ýmsum opnunum á 6 metrunum og minntist sérstaklega eins sumars í upphafi aldarinnar þegar 6 metrarnir voru opnir til Evrópu á daginn í fleiri mánuði. Formóðir allra 6 metra opnana.

Rætt var um radíóvitana og einn nýju amatöranna spurði hvort ekki væri tími til kominn að koma upp sjálfvirkri vöktun á sendingar radíóvita frá Evrópu og láta tölvuna senda SMS á alla áhugasama þegar eitthvað heyrðist. Hugmyndin er fædd og og nú er bara spurning hvort einhver tekur að sér að hengja bjölluna á köttinn?

Mikið var rætt um hvað það væri í háloftunum sem réði því hvenær E-lagið jóníseraðist nægilega til að að erlendar stöðvar heyrðust hingað til okkar norður í Atlantshafinu. Eitt af því sem gerir þessar opnanir áhugaverðar er að engin þörf er á miklu afli eða stórum loftnetum, dípóll eða þriggja staka greiða og 10 wött út í loftnet er allt sem þarf.

Og E- lagið endurkastar ekki bara 50 MHz sendingum heldur líka hærri tíðnum og lægri eins og 10 metrunum. Hér á eftir eru krækjur á frekari upplýsingar.

6 m DX

Viðvörunarnet

NCXF

Viðvörun send í email

 

Chip N6CA segir svo frá formóður allra 6 metra opnana:

4. nóvember 2001 var mjög góð sex metra opnun til Suður-Kaliforníu. . . . opnun til Evrópu eins og alla sexmetra DXara dreymir um í sólblettalágmarki. Það var laugardagsmorgun í nóvember og sólarflæðið var að meðaltali 250 eða svo og á blómatíma seinna hámarks á endurfæddum 23. sóblettahring. Sólarflæðið hafði aukist jafnt og þétt mánuðunina á undan. Nánast allir voru í loftinu hér í Suður-Kaliforníu og það virtist eins og allir hefðu náð sambandi við Evrópu. Fyrir marga var það fyrsta Evrópusamband þeirra. Fyrir marga Evrópubúa var það fyrsta Californíusamband þeirra þannig að það var mikill æsingur á báðum endum. Evrópulöndum fjölgaði Frakkland, Írland, Norður-Írland, England, Skotland, Wales og Mön og ég missti sennilega nokkra.

Eftirvænting þessa dags var enn í fersku minni og vissum við ekki að við áttum áttum í vændum enn betri opnun þann 17. nóvember, 2001.. . . það var "móðir allra sex metra opnana" heyrðist einn náungi segja! rapport frá allri Ameríku virtist gefa til kynna það sama "besti dagur sem ég hef nokkurn tíma séð á sex metrum". Margar af þessum amatörum höfðu verið á sex metrunum árum-, áratugum saman.

Dagurinn byrjaði með venjulegum samböndum frá norðaustur Bandaríkjunum til Evrópu, daufar portúgalskar og spænskar myndsendingar sáust. Stöðvar í Puerto Rico, Turks & Caicos byrjuðu að heyrast í Suður-Kaliforníu. Um klukkan 1700Z heyrðum við undrandi CQ frá CT1DYX og hann hélt áfram að styrkjast. Nokkrir EHs og CTs  heyrðust í næstu tvo tímana og við fréttum að K5 hafði náð FR1GZ í Reunion Island í Indlandshafi. Við vissum að W7RV í Phoenix hafði náð í Reunion árið áður og FR5DN heyrst í W6 tveimur vikum fyrr. Nokkrir af okkur fóru á vinnutíðni FR1GZ og okkur til undrunar var hann þar að senda CQ. N6KK, WA6PEV, W6CPL, N6XQ og N6CA náðu Yvon FR1GZ þann morgun. Meðal fjarlægð frá Suður-Kaliforníu var um 11470 mílur,18455 km. Slíkar vegalengdir höfðu reyndar aldrei náðst áður frá Suður-Kaliforníu á 6 metrum.

Á meðan við vorum enn að masa um þessa  morgunopnun til Evrópu, Reunion, Karíbahafs og Mið-Ameríku sveiflaðist opnunin skyndilega til KL7 og þeir voru sérstaklega sterkir. Þessu fylgdi mjög sterk opnun á Japan. Það hafði gerst áður en faldar inn á meðal Japananna voru nokkur Hong Kong stöðvar. Þær voru sjaldgæfar aðeins ein allt síðasta tímabil. Við fréttum að 9M6US Malaysian stöðin hafði náðst frá Pacific North West, PMW. Hann laumaðist upp úr suðinu og náðist af nokkrum San Francisco stöðvum og N6KK í Suður-Kaliforníu. Margir urðum við að sitja hjá og hlusta þar til hann hvarflaði frá okkur en að minnsta kosti heyrðum við 9M6. Mér líkaði aldrei kös. . . . sérstaklega þegar það eru þúsund aðrar stöðvar á tíðninni.

Enn spenntir eftir að minnsta kosti hafa heyrt 9M6US á sex metrum byrjuðum að heyra í XV3AA í Víetnam. Margir af okkur höfðu verið í Víetnam þannig að við vissum hversu langt er þangað, 12600 km, en að hafa samband á sex metrum ?. . . einsdæmi! Ég hef ekki einu sinni heyrt Víetnam á 40 metra CW. Hann var hér um S7 eða 8 bestur áður en hann hvarflaði burt eins og allur DX gerir að lokum. Fullkominn endir á fullkomnum degi á sex metra bandinu.

Það eru liðnar nokkrar nokkrar vikur og við erum öll enn í skýjunum yfir þessum degi. Við höfum haft nokkrar evrópskar opnanir síðan og ég get ekki ímyndað mér svona sex metra opnun aftur, en allt verður tilbúið ef það gerist.

73 Chip N6CA

 

Thomas L TAYLOR, W7RV, einn þeirra sem Chip talar um er fyrrverandi starfsmaður Motorola, á QRZ eru þessar upplýsingar um Thomas:

First licensed as K4RSY in Memphis, TN. Moved to Austin, TX in 1969 and received W5RUD. Moved to Scottsdale, AZ in 1972 and received W7JHO. Received current callsign W7RV about 1979. Retired from Motorola as Technical Staff Engineer in Dec 1998. Currently building cabin and antenna farm in DM35 as second home.

UPDATE: Now on LOTW, as of 9-14-2010 (only for DM43 for now) Still inputting paper logs into the computer. The 6m Beacon is back on the air from DM35.  The frequency is 50063.7  in CW mode  +/- temp drift

Bands: 160 meters, 80 meters, 40 meters, 30 meters, 20 meters, 17 meters, 15 meters, 12 meters, 10 meters, 6 meters, 2 meters, 23 cm, 33 cm, 220 MHz / 1.25m, 430/440 MHz / 70cm, HF, VHF, UHF
Activities: Emergency operations, Field day, Hamfests, Meteor scatter, Mobile operations, Moonbounce EME, Mountain topping, Portable operation, QRP, Recreational vehicles, Search & rescue, Shortwave listening, SporadicE, VHF weak signal
Operating: Amateur satellites, Contests, CW, Digital modes, DX, DXPeditioning, Grid squares, Internet, Lightning protection, Low band DXing, Microwave, Packet, PSK31, RTTY, Spread spectrum, SSB
Equipment: Antique/collector radios, Batteries, Boatanchors, Computers, Construction of equipment, Gas generators, Keyers, Linear amplifiers, Restoring equipment, Solar power, Test equipment, Transceivers
Antennas/Propagation: Antenna tuners, Balloon-supported antennas, Beam antennas, Dish antennas, Loop antennas, Meteor scatter, Propagation, Rotators, Towers, Wire antennas, Yagi antennas
Organizations you are interested in: AMSAT, ARES, ARRL, Club meetings
Current Memberships: ARRL
Awards / Certificates you are interested in: DXCC, VUCC, WAC, WAS, WAZ
Awards / Certificates you Currently Hold: DXCC, VUCC, WAC, WAS, WAZ
Publications: QST