Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

Viðmót og samskiptasiðir radíóamatöra.

Radíóamatör - radíóáhugamaður:

  1. tekur tillit annarra og starfar aldrei vísvitandi á þann hátt að það skemmi fyrir öðrum.
  2. er dyggur, hvetur og styður aðra radíóáhugamenn, IARU-tengd félög og aðra klúbba radíóamatöra í eigin landi og um víða veröld.
  3. er framsækinn og heldur stöð sinni í góðu lagi. Stöðin hans er vel byggð og virkar vel. Hann starfrækir stöð sína á óaðfinnanlegan hátt.
  4. er vinalegur í viðmóti  þolinmóður og talar eða sendir rólega ef hann er beðinn um það, hann veitir byrjendum vinalega ráðgjöf, góða aðstoð, býður samvinnu og er tillitssamur gagnvart hagsmunum annarra. Þetta eru aðal framkomuviðmið áhugamálsins.
  5. er stefnufastur, að vera radíóamatör er áhugamál sem aldrei truflar skyldur radíóamatörsins, við fjölskyldu, vinnu, skóla eða samfélagið.
  6. er þjóðrækinn, radíóamatörinn er alltaf tilbúinn til að nýta stöð sína og færni í þágu síns lands og samfélagsins.

-       lausleg þýðing á samskiptasiðum radíóamatöra eftir Paul M. Segal, W9EEA, frá 1928.

  • No labels