Page tree
Skip to end of metadata
Go to start of metadata

                         

               Velkomin á vef Íslenskra radíóamatöra, ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi er opin á fimmtudagskvöldum 20:00-22:00. Strætisvagn, leið 12, stansar við húsið. Hekla, ljósmynd Helgi Bjarnason.

Amatörradíó er fyrst og fremst áhugamál, bæði hér á landi sem annarsstaðar. Það hefur gjarnan verið nefnt "vísindalegt áhugamál". Sumir vilja þó halda því fram að amatörradíó sé lífsstíll eða ódrepandi bakteria og geta flestir radíóamatörar tekið undir það. Fjöldi radíóamatöra í heiminum í dag er um 4 milljónir og hér á landi hafa verið gefin út um 400 leyfisbréf frá upphafi. Til að öðlast leyfi þarf viðkomandi að gangast undir próf hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hvað er amatörradíó ?

Öllum íslenskum radíóamatörum er heimilt að nota svæðistöluna 70 í sínu kallmerki á afmælisári félagsins í stað hefðbundinnar svæðistölu. 

Ýmsar krækjur

 

Ég var að þvælast í Litháen núna fyrir stuttu og ákvað að senda línu á Amatöra þar í landi. Þeir buðu mér strax í kaffi og bjór. Ég reynda hafði ekki tíma nema fyrir kaffibolla en fór samt og heimsótti þá og smellti af þeim mynd. Spjallaði við þá í smá tíma og voru þeir allir mjög áhugasamir um ísland. Ég lofaði að koma með hákarl og brennivín fyrir þá í næstu ferð!

 

Frá vinstri til hægri: Oleg LY3UE, Rolandas LY4Q, Simonas LY2EN, Vilius LY2PX og Vygintas LY2XW.

Heimasíða LRMD: http://www.lrmd.lt/index_en.htm

 

Radíó Refir eru í Skeljanesi að taka þátt í CQ WW RTTY keppninni. Þeir voru komnir með vel yfir 400 QSO kl 14:00 í dag þegar Ritari ÍRA leit við.

Á myndinni eru þeir Svanur - TF3ABN, Bjarni - TF3GB og Halli - TF3HP. Félagsmenn eru hvattir til þess að heimsækja þá í sjakkinn.


Hluti af Refunum (RTTY keppnishópurinn) ætla að virkja félagsstöðina í CQWW RTTY keppnina um helgina. Halli HP, Svanur ABN og Bjarni GB.

Þeir bjóða mönnum sem áhuga hafa að líta við um helgina og bætast í hópinn ef svo ber undir. Heitt á könnunni og léttir sprettir eins og ávallt 

í félagsheimilinu. Nánar: http://www.cqwwrtty.com/

 

Refirnir eru magnaðir. Það hafa þeir sýnt og sannað margoft. Tólfta í Evrópu og 18 í heiminum.

Að vísu frá Georg LL. En það er sama. Frábært !

 

Stjórn ÍRA hvetur alla félagsmenn til þess að taka þátt í SAC CW 2016 sem fram fer um næstu helgi. Keppniskallmerki ÍRA, TF3W, verður virkjað og hvetjum við alla sem áhuga hafa á að taka þátt eða fylgjast með og líta við í Skeljanesinu um helgina. TF3W verður í umsjá TF3DC að þessu sinni. 

Keppt er frá kl 12:00 á hádegi laugardagsins 17. september til og með kl 11:59 á hádegi sunnudagsins 18. september. Hér er tengill á heimasíðu SAC þar sem hægt er að kynna sér reglur keppninar: http://www.sactest.net/blog/

Stjórn ÍRA auglýsir hér með eftir áhugasömum félögum til þess að taka þátt í að virkja TF3W í SAC SSB sem fram fer aðra helgina í október. Áhugasamir vinsamlega sendið póst á ira@ira.is merktu SAC SSB 2016

 

 

Stjórn ÍRA auglýsir eftir VHF/UHF umsjónaraðila fyrir félagið. Koma þarf upp Kenwoood tæki félagsins sem og netum fyrir það. Áhugasamir sendi póst á ira@ira.is merkt VHF/UHF umsjón.

KO8SCA, Adrian Ciuperca kom í heimsókn.

15 félagar og tveir gestir, mættu í Skeljanes á fimmtudagskvöld og ræddu ýmis mál, amatörpróf og amatörleyfið almennt, prófuðu fjarstýringu á ICOM-stöð eins ÍRA-félaga og veltu fyrir sér loftnetunum í Skeljanesi.

TF3DX/P á Helgafelli hafði fyrsta SOTA sambandið á Íslandi fimmtudaginn 1. september klukkan 17:01 á 14,033 MHz CW við TF3EO.

Myndin sýnir sjakkinn á Helgafelli fyrir lárétta stellingu.

Hljóðupptaka (WMA-format) af 1. SOTA QSOi á Íslandi.

TF3EO, Egill Ibsen svarar "CQ SOTA" frá Villa, TF3DX/P.

 73, Villi 3dx

SOTA ævintýrið á Íslandi hófst um helgina með glæsibrag og eigi þeir TF3EO og TF3EK miklar þakkir fyrir alla undirbúningsvinnuna. Á sunnudeginum fóru TF3GD, TF3DX, TF3EK, TF3EO, TF1INN og TF3WJ á fjöll og virkjuðu nokkra SOTA tinda. Hátt í tug radíóamatöra hafði sambönd við fjallafaranna eins og sjá má á SOTA-vefnum.

TF3EO og TF3WJ á Úlfarsfelli.


 

Í opnu húsi í Skeljanesi s.l. fimmtudag var rætt um að menn myndu mæla sér mót á SOTA tindum í nágrenni Reykjavíkur og taka sambönd með handstöðvum t.d. á 145,5 MHz. Þá var talað um tíma milli 13:00 og 15:00.

 

Ég held að það væri betra að vera með styttra tímabil því að til að fá stig, þá þarf hver stöð á tindi að ná sambandi við a.m.k. 4 aðrar. Ég efast um að allir nenni að vera tvo klukkuíma á tindinum, því legg ég til að við miðum við tímann frá 13:00 til 14:00.

Það er góð veðurspá, en það er ekki víst að það verði alveg þurrt, hér er textaspá Veðurstofunnar.

 Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:

Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en rigning öðru hverju í kvöld og á morgun. Hiti 8 til 14 stig að deginum.

Spá gerð: 03.09.2016 13:09. Gildir til: 05.09.2016 00:00.

 Sjá kort á: http://www.sotamaps.org/index.php?smt=TF/SV-041

 Meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á að virkja tinda eru TF3DX (Hengill), TF3GD (Mosfell) og TF3JA. Því fleiri sem verða QRV á jafnsléttu, því betra.

 Svo er að muna að skrá loggana á http://www.sotadata.org.uk/SOTA sunnudaginn 4. sept.

Villi TF3DX var fyrstur til þess að virkja tind samkvæmt SOTA reglunni á Íslandi. Opnað var fyrir SOTA TF 1. september. Villi fór uppá Helgafell sem ber heitið TF/SV-040 í kerfi SOTA. Fyrsta QSOið var við TF3EO kl 17:04. Nokkuð margir hafa náð sambandi við Villa og ef menn eru duglegir við að logga QSOin við hann á vef SOTA ( http://www.sotadata.org.uk/ ) að þá fær hann stig fyrir fyrirhöfnina. Hann þarf að fá 4 staðfest QSO til þess að það hafist. Ferlið við að logga í SOTA kerfið er mjög einfalt og fljótlegt.
Hér er ljósmynd sem Villi tók á tindi Helgafells á opnunardegi SOTA á Íslandi.

Mynd frá ÍRA - Íslenskir radíóamatörar
Ýmislegt var rætt á SOTA-kynningu í Skeljanesi í gærkvöldi og meðal annars hvernig hægt væri að tryggja að radíóamatörar færu eftir SOTA-reglum um ferðamáta og búnað amatörsins á fjallstindi. Svarið er einfalt hver og einn á það við sjálfan sig að fara að reglum.

Á miðnætti birtist eftirfarandi skráning á heimasíðu SOTA.

TFIcelandEinar, TF3EK1 September 20167908

SOTA, "summits on the air" eða "fjallstindar í loftinu" hófst 2. mars 2002 eins og lesa má á heimasíðu SOTA.

 

Fimmtudaginn 1. september verður hægt að virkja tinda í Summits on the Air verkefninu á Íslandi. Verið er að leggja síðustu hönd á handbók (Association Reference Manual).  Upplýsingar um tinda, það  er að segja nafn, SOTA tilvísunarnúmer, hæð sjávarmáli og fjölda stiga, er að finna á þessu korti: klaki.net/sota/map.html

VHF SOTA um helgina

Ísland bætist við 118 aðrar þjóðir sem skilgreint hafa tinda í þeirra landi núna 1. september. Okkur hjá SOTA TF langar til þess að setja þetta af stað með stæl og ef veður leyfir þá munum við reyna að setja Ísland á SOTA kortið með því að virkja nokkra tinda í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins á sunnudaginn. Þeir tindar sem helst koma til greina eru merktir með rauðum punkti á meðfylgjandi mynd, en auðvitað eru fleiri möguleigir einnig í boði. Áætlað er að fara á þessa tinda með VHF handstöðvar og reyna að ná sambandi á milli tinda sem og við þá sem heima sitja eða eru á ferð á svæðinu. Mikilvægt er fyrir okkur að allir sem taka þátt skili loggum á síðuna: http://www.sotadata.org.uk/default.aspx nauðsynlegt er að skrá sig og er það afar einfalt og fljótlegt. Einnig styðja flest loggforrit SOTA logg á CV formi. Mikilvægt er að skila loggi sem annaðhvort "Activator" eða "Chaser". Skrá þarf tindanúmerið í logginn ásamt hefðbundnum upplýsingum. "Activator" gefur upp tindanúmerið í QSO. Það liggur fyrir að allavega tveir tindar verða í loftinu en vonandi fleiri og vonandi sjá amatörar á láglendi sér fært að svara SOTA kalli frá TF og ekki síst að skila inn loggum. Nánar verður sagt frá viðburðinum fimmtudaginn næstkomandi í Skeljanesi.

Útileikarnir 2016

ÍRA vill minna á síðasta skiladag logga vegna Útileikana 2016. Skilafrestur er 1. september 2016. Hægt er að senda logga á netfangið ira@ira.is , eik@klaki.net og tf3eo@yahoo.com

TF SOTA fréttir

Nú líður senn að því að SOTA TF verði opinberað. Stefnt er að því að allt verði klárt 1. september. Tinda listinn og punktakerfið er tilbúið og verið er að leggja loka hönd á ARM fyrir TF. Einar Kjartansson, TF3EK, hefur innt af hendi mikla vinnu fyrir SOTA TF og á hann miklar þakkir skildar fyrir. Simon Melhuish, G4TJC, hefur verið okkar aðal tengiliður og hefur unnið vel með Einari og Agli, TF3EO. Simon tjáði okkur frá því að Andy Sinclair, MM0FMF, myndi örugglega hraða sér til landsins og virkja TF tind sem allra fyrst. Andy er Assosiation Manager fyrir Skotland. Vonandi náum við Íslendingar að vera fyrstir og skorar ÍRA á amatöra að vera í startholunum. Suma tinda er auðvelt að nálgast en kort og staðsetningar verða birtar á www.sota.org.uk 1. september. Hér er tengill á YouTube myndband þar sem Andy er að virkja OE/VB-512 "The Phander" í Austurríki.

 

 

English

 

Stjórn ÍRA er þannig skipuð:

TF3JA, Jón Þ. Jónsson formaður

TF3DC, Óskar Sverrisson varaformaður

TF3EO, Egill Ibsen Óskarsson ritari

TF3EK, Einar Kjartansson gjaldkeri

TF3WZN, Ölvir Styrr Sveinsson meðstj.

TF8KY, S. Hrafnkell Sigurðsson varam.

TF3XX, Jóhannes Hermannsson varam.

Sendu tölvupóst til stjórnar ÍRA
Heimasíðustjóri webmaster@ira.is
Ársskýrsla ÍRA 2012-2013

Krækja á sérstök DX tækifæri.

Skilyrðin

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast á ÍRA spjallinu

Fréttir utan úr heimi

Amateur Radio Newsline Podcast
Your Independent source of Amateur Radio news for today's Radio Amateur
Amateur Radio Newsline Report 2030 September 23, 2016
 • RECORD BREAKER ON 630 METERS
 • HAWAII GETS REAL ABOUT TSUNAMI SIMULATION
 • VOICE OF AMERICA'S BETHANY RELAY STATION MARKS ANNIVERSARY
 • AIR SHOW SPECIAL EVENT PUTS TECHS ON 10 METERS
 • SILENT KEYS: PATRICK DOHERTY VE3PD AND TERRY BARNES GI3USS
 • "LAST MAN STANDING" STARTS SEASON 6
 • FALLING OUT with 100 WATTS AND A WIRE
 • DATV QSO KICKS OFF 6TH ANNUAL QSO PARTY
 • UK PREPS FOR ITS LARGEST HAMFEST
 • K2BSA ACTIVATING IN 3 MORE STATES
 • OKLAHOMA HAMS SEEK HELP WITH STORM REPAIRS

SCRIPT

AUDIO

Amateur Radio Newsline Report 2029 September 16, 2016
 • HOUSE PASSES AMATEUR RADIO PARITY ACT
 • DESPITE RAIN, OHIO STATE PARKS GET ON AIR
 • RADIO CLUB OF AMERICA HONORS HAMS
 • HAMS NEEDED FOR CHARITY RIDE
 • HAMS NEEDED FOR MARINE CORPS MARATHON
 • NO MYSTERY TO THIS ENIGMA
 • TIGNISH LIGHTHOUSE SPEAKS TO THE WORLD
 • MORE THAN BOOKS AT ARIZONA LIBRARY
 • THE WORLD OF DX
 • A SEPTEMBER 11 REMEMBRANCE

SCRIPT

AUDIO

 

Amateur Radio Newsline Report 2028 September 9, 2016
 • ELLIE VAN WINKLE, SILENT KEY
 • NAVAJO CODE TALKER DIES
 • LICENSE TO TALK AROUND THE WORLD, ALMOST
 • IN CANADA, MORE THAN JUST A DRILL
 • AUSTRALIAN FIELD DAY'S A 60-YEAR CELEBRATION
 • TROPHY HONORS AMATEURS WHO GO THE DISTANCE
 • BIG WEEKEND AHEAD FOR RADIO SCOUTING
 • GET IN THE RUNNING FOR ASHLAND HALF-MARATHON
 • THE WORLD OF DX
 • DANCING WITH THE STARS?

SCRIPT

AUDIO

 

Amateur Radio Newsline Report 2027 September 02, 2016
 • U.S. HAMS PREP FOR HOLIDAY WEEKEND'S TROPICAL STORMS
 • IN MAINE, A NEW NATIONAL MONUMENT TO ACTIVATE
 • SPECIAL EVENT STATION HIGHLIGHTS INDIANA AIR SHOW
 • AVES ISLAND DXPEDITION PUT ON HOLD
 • HAM RADIO OUTLET REOPENS FORMER AES LOCATION
 • ACTOR, ADVOCATE BRIAN RIX, G2DQU, BECOMES SILENT KEY
 • KIDS TAKE A SHINE TO LIGHTHOUSES
 • THE WORLD OF DX
 • AT 104, HE PUTS THE "O" IN OM

SCRIPT

AUDIO

 

 

 • No labels