UBA DX CONTEST, SSB.
Keppnin stendur yfir frá laugardegi 31. janúar kl. 13:00 til sunnudags 1. febrúar kl. 13:00.
Hún fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð belgískra stöðva: RST + raðnúmer + 2 bókstafir fyrir landsvæði.
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/uba-dx-contest

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 29. janúar. Húsið verður opið frá kl. 20:00-22.00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID annast kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ gerðu góða ferð í gær (sunnudag) og settu upp nýtt WEB-888 SDR VHF viðtæki í eigu Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A fyrir AM, FM, SSB o.fl. viðtöku.

Tækið er  sem staðsett er í nágrenni Perlunar við Bústaðaveg í Reykjavík. Viðtækið þekur tíðnisviðið frá 118 til 148 MHz. Loftnet er ¼ λ húsloftnet. Vefslóð:

http://hamradio.is

Bestu þakkir til Ara og Georgs fyrir verðmætt framlag. Um er ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í VHF tíðnisviðinu, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Bestu þakkir til Ara og Georgs fyrir verðmætt framlag. Um er ræða mikilvæga viðbót fyrir radíóamatöra sem gera tilraunir í VHF tíðnisviðinu, auk hlustara og allra sem hafa áhuga á útbreiðslu radíóbylgna.

Stjórn ÍRA.

Georg Kulp, TF3GZ gerði góða ferð í Skeljanesi sunnudag 25. janúar þegar veður lægði og rétti neðsta rörið á New-Tronics Hustler 6BTV stangarloftneti TF3IRA. Stög voru einnig endurnýjuð að hluta og lítur netið nú ótrúlega vel út eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, fyrir og eftir viðgerð. Loftnetið vinnur á 80, 40, 30, 20, 15 og 10 m.  og var upphaflega sett upp nýtt 24. ágúst 2023.

Georg sagði, að það sem hafi gefið sig hafi verið strekkjarinn á stögunum tveimur [sem voru bundin saman] –  þ.e. stögin sem snúa ca. í norðaustur. Líklegast sé, að festingarnar hafi „víbrað“ og með tímanum hafi rærnar [á strekkjaranum] smám saman losnað, því töluverður titringur er á loftnetinu þegar eitthvað hreyfir vind. Stögin sem gáfu sig voru endurnýjuð að hluta og bundin beint án strekkjara.

Þakfesting sem Georg Magnússon, TF2LL smíðaði árið 2019 var í góðu lagi. Eins og Georg tók til orða eftir verkið: „Þetta ætti a.m.k. að duga fram á vorið…“. Innilegar þakkir til Georgs Kulp, TF3GZ fyrir dýrmæta aðstoð!

Stjórn ÍRA.

Ljósmyndir af loftnetinu fyrir og eftir lagfæringu. Myndir: TF3GZ.

Undirrituðum er ánægja að tilkynna félagsmönnum um að nýtt tölublað CQ TF, 1. tbl. 2026 er komið út.

Vefslóð: https://www.ira.is/wp-content/uploads/2026/01/CQTF-2026-1.pdf

Þakkir til allra sem komu að útgáfunni.

Félagskveðjur og 73,

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
ritstjóri

Ágæti félagsmaður!

Með tilvísan til 17. gr. félagslaga, er hér með boðað til aðalfundar ÍRA sunnudaginn 15. febrúar 2026.

Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00.

Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga.

Reykjavík 25. janúar 2026,

f.h. stjórnar ÍRA,

Jónas Bjarnason, TF3JB
formaður

Þann 13. febrúar n.k. fá bandarískir leyfishafar (General Class og hærri) heimild til fjarskipta í tíðnisviðinu 5351.5 til 5366.5 kHz. Mest leyfilegt sendiafl er 9.15 W ERP (e. Effective Radiated Power).
Vefslóð: https://www.arrl.org/news/new-60-meter-frequencies-available-as-of-february-13

Fyrir hafa þeir heimild til að nota [föstu] tíðnirnar 5332, 5348, 5373 og 5405 kHz þar sem mest leyfilegt afl er 100 W ERP.

Hamingjuóskir til þeirra!

Stjórn ÍRA.

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja miðast við 20. janúar 2026. Að þessu sinni hefur staða fjögurra kallmerkja verið uppfærð frá fyrri lista, þ.e. TF1OL, TF3G, TF3JB og TF3T. Samtals er um að ræða 19 uppfærslur frá 14. desember s.l.

Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL kemur nýr inn á DXCC listann með 2 DXCC viðurkenningar, þ.e. MIXED og RTTY/DIGITAL. Glæsilegur árangur; hamingjuóskir til Ólafs!

Gísli G. Ófeigsson, TF3G kemur inn með tvær nýjar DXCC viðurkenningar. Annars vegar DXCC á 12 metrum og hins vegar á 30 metrum. Glæsilegur árangur; hann er nú handhafi alls 10 DXCC viðurkenninga; hamingjuóskir til Gísla.

20 TF kallmerki eru í dag með virka skráningu, en alls hafa [a.m.k.] 28 íslensk kallmerki sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags.

Hamingjuóskir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 22. janúar. Húsið verður opið frá kl. 20:00-22.00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID mun annast kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr félagsstarfi ÍRA. Sigurður R. Jakobsson TF3CW heilsar Kristjáni Benediktssyni TF3KB. Aðrir á mynd (frá vinstri): Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Gunnar B. Guðlaugsson TF5NN og Mathías Hagvaag, TF3MH. Ljósmynd: TF3JB.

CQ WW 160 METER CONTEST, CW.
Keppnin er haldin frá föstudegi 23. janúar kl. 22:00 til sunnudags 25. janúar kl. 22:00.
Keppnin fer fram á CW á 160 metrum.
Skilaboð W/VE stöðva: RST + ríki í USA/fylki í Kanada.
Skilaboð annarra: RST + CQ svæði.
https://cq160.com/rules/index.htm

KAWANUA DX CONTEST.
Keppnin er haldinn laugardaginn 24. janúar frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Keppnin fer fram á SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í N-Sulawesi: RS + svæðiskóði (e. district code).
Skilaboð stöðva annarsstaðar í Indónesíu: RS + ”ORARI”.
Skilaboð annarra: RS + ”DX”.
http://www.kawanuadxcontest.com/rules/outside-indonesia/

REF CONTEST, CW.
Keppnin er haldin frá laugardegi 24. janúar kl. 06:00 til sunnudags 25. janúar kl. 18:00.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva á Frakklandi: RST + sýsla í Frakklandi / forskeyti stöðva í frönskum nýlendum.
Skilaboð annarra: RST + raðnúmer.
https://concours.r-e-f.org/index.php

BARTG RTTY SPRINT.
Keppnin er haldin frá laugardegi 24. janúar kl. 12:00 til sunnudags 25. janúar kl. 12:00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer.
http://bartg.org.uk/bartg-sprint-contest/

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS hefur fengið í hendur DXCC Challenge viðurkenningu frá ARRL. Viðurkenningin var gefin út 14. ágúst 2025.

DXCC Challenge er glæsilegur viðurkenningarplatti. Þegar lágmarskfjöldi staðfestra DXCC eininga hefur náðst, eru í boði gullmerki ”medallions” til uppfærslu, þegar náðst hafa 1500, 2000 og 2500 bandpunktar.

Hafa þarf að lágmarki 1.000 DXCC bandpunkta á 160, 80, 40, 30, 20, 17, 15, 12, 10 og 6 metrum. Allar tegundir útgeislunar gilda. Sambönd mega vera frá og með 15. nóvember 1945, en DXCC einingar til grundvallar þurfa að vera svokallaðar ”gildar” einingar (e. current).

Vilhjálmur er 11. íslenski leyfishafinn sem er handhafi DXCC Challenge; aðrir eru: TF1A, TF2LL, TF3DC, TF3JB, TF3SG, TF3T, TF3Y, TF4M, TF5B og TF8GX.

Hamingjuóskir til Vilhjálms.

Stjórn ÍRA.

.

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 15. janúar. Húsið verður opið frá kl. 20:00-22.00.

Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin liggja frammi.

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins, flokka kort og raða í hólfin. Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID mun annast kaffiveitingar.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

Mynd úr fundarsal ÍRA í Skeljanesi.