Alþjóðafjarskiptasambandið (ITU) fagnar 160 ára afmæli á þessu ári. Það var upphaflega stofnað 1865 sem alþjóða ritsímasambandið, en breyttist í sérstaka stofnun Sameinuðu þjóðanna árið 1947. Í tilefni afmælis ITU var kallmerkið 4U1ØØOQO sett í loftið í vikunni og verður það virkt frá útibúi Sameinuðu þjóðanna í Austurríki út árið.

Í dag, 16. maí hafði Elín Sigurðardóttir, TF2EQ samband við 4U1ØØOQO um gervihnöttinn QO-100 frá QTH Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF1A í Reykjavík.

Það skemmtilega er, að á hljóðnemanum í Austurríki var Doreen T. Bogdan-Martin, KD2JTX aðalritari ITU. En Doreen varð fyrsta konan sem var valin til að gegna þessu æðsta embætti Alþjóðafjarskiptasambandsins og tók við embætti 1. janúar 2023.

Doreen bað fyrir góðar kveður til radíóamatöra á Íslandi sem hér með er komið á framfæri.

Sérstakar þakkir til Elínar Sigurðardóttur, TF2EQ og til Ara Þórólfs Jóhannssonar, TF1A.

Stjórn ÍRA.

Tim Ellam VE6SH forseti International Amateur Union (IARU), Doreen T. Bogdan-Martin KD2JTX aðalritari ITU og Jonathan V. Siverling WB3ERA fulltrúi ARRL. Ljósmynd: ITU.

Stórvirki var unnið á vettvangi áhugamáls okkar fyrir 7 árum þegar tveir nýir radíóvitar voru settir í loftið 12. maí 2018. Þeir vinna á 50.457 MHz á 6 metrum og  70.057 MHz á 4 metrum. QTH er Álftanes á Mýrum. Til hagræðis er notað sama kallmerki, TF1VHF. Merki heyrast vel í Reykjavík, um Suðurnes, austur fyrir fjall, um Snæfellsnes og um Vesturland og til útlanda.

Mikill áhugi varð strax á vitunum bæði innanlands sem utan. Verkefnið var í raun eitthvað sem hafði verið beðið eftir lengi enda í fyrsta skipti í langa hríð sem í boði voru stöðug merki á 6 metrum og 4 metrum (allan sólarhringinn) – þegar menn gera tilraunir í þessum tíðnisviðum.

Það var Ólafur B. Ólafsson, TF3ML (SK) sem annaðist uppsetningu búnaðar, fjármagnaði verkefnið og stóð straum af öllum kostnaði.

Stjórn ÍRA.

Loftnetsturninn í Álftanesi á Mýrum sem hýsir loftnetin fyrir TF1VHF. Loftnetið fyrir 50 MHz er í 26 metra hæð og fyrir 70 MHz er í 16 metra hæð. TF3ML, TF3SUT, TF1A og TF3-Ø33 önnuðust frágang búnaðar ásamt TF3ML. Ef vel er að gáð má sjá Samúel, TF3SUT, uppi í turninum. Ljósmynd: Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A.

Vordagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudag 15. maí í Skeljanesi. Húsið opnar kl. 20:00 og flutningur erindis hefst stundvíslega kl. 20:30.

Það er Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL sem mætir með erindið „Með stöð og búnað umhverfis jörðina á 75 dögum“ en Ólafur og XYL lögðu upp ævintýraferðalag 15. janúar og komu aftur heim 1. apríl.

Þau heimsóttu m.a. Singapore, Ástralíu, Nýja sjáland, Tahiti, Hawaii og Bandaríkin. Ólafur var QRV á alls 12 stöðum frá 5 DXCC einingum og hafði nær 8 þúsund QSO um allan heim, þ.á.m. til Íslands.

Ólafur mun segja okkur ferðasöguna, m.a. muninn á að vera í loftinu í þessum fjarlægu löndum samanborið við Ísland og hefur til sýnis búnaðinn sem hann notaði í ferðalaginu. Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

TF1OL í sól og hita á Thaiti. Ljósmynd: TF1OL.

UN DX CONTEST
Keppnin er haldin á laugardag 17. maí frá kl. 06:00 til kl. 21:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Kazakhstan: RS(T) + kóði fyrir fylki (e. district code).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://undxc.kz/rules-eng

HIS MAJ. KING OF SPAIN CONTEST, CW.
Keppnin er haldin á laugardag 17. maí kl. 12:00 til sunnudags 18. maí kl. 12:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð spænskra stöðva: RST + hérað (e. province).
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://concursos.ure.es/en/s-m-el-rey-de-espana-cw/bases

EU PSK DX CONTEST.
Keppnin er haldin á laugardag 17. maí kl. 12:00 til sunnudags 18. maí kl. 12:00.
Keppnin fer fram á BPSK63 á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð stöðva í Evrópu: RST + svæði (e. EU area) sjá reglur.
Skilaboð annarra: RS(T) + raðnúmer.
https://eupsk.club/eupskdx/eupskdxrules.pdf

BALTIC CONTEST.
Keppnin er haldin á laugardag 17. maí kl. 21:00 til sunnudags 18. maí kl. 02:00.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 80 merum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
https://www.lrsf.lt/en

FISTS SUNDAY SPRINT CONTEST.
Keppnin er haldin á sunnudag 18. maí frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð FISTS félaga: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn + FISTS nr.
Skilaboð annarra: RS(T) + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn +“0“.
https://fistsna.org/operating.php#sprints

Með ósk um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM varaformaður ÍRA kynnir fyrirlesara kvöldsins.

Opið var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. maí. Benedikt Guðnason, TF3TNT mætti með erindi kvöldsins sem fjallaði um „Frekari uppbyggingu og framtíðarsýn endurvarpamála“. Þetta var sjöunda erindið á vordagskrá ÍRA 2025 og var mjög vel sótt. 

Erindið var nokkurskonar framhald á fyrra erindi Benedikts frá því í nóvember 2023 sem kallaðist „VHF/UHF endurvarpar; framtíðarsýn“. Þar lýsti hann sýn sinni á hvernig VHF endurvarpar radíóamatöra gætu komið að betra gagni. 

Fyrsti hluti þeirrar áætlunar hefur gengið eftir, þ.e. flutningur á endurvarpanum á Álftanesi á Mýrum upp á fjallið Strút í Borgarfirði. Benedikt sýndi okkur fjölda ljósmynda sem varpa skýru ljósi á þá erfiðleika sem fylgja því að vera með „fjallatoppafjarskiptastöðvar“ þar sem veður eru oft afleit og ísing á vetrum er afar mikið vandamál. Því getur Benedikt unnið að þessum endurvarpamálum radíóamatöra að fyrirtæki hans er með viðhaldssamning við fjöldann allan af aðilum sem eiga og kosta „fjallatoppastöðvar“. Þetta var allt afar fróðlegt. 

Sýn Benedikts er enn frekari tengingar milli endurvarpa radíóamatöra þannig hægt sé að tala frá einum endurvarpa sem útvarpast út um annan. Þá þarf að geta þess að kostnað við viðhald og uppsetningu endurvarpanna hefur Benedikt tekið á sig. Gerður var góður rómur að erindi Benedikts. Á eftir var fjöldi fyrirspurna sem hann leysti vel úr. Þetta var vel lukkuð kvöldstund.

Sérstakar þakkir til Benedikts Guðnasonar, TF3TNT fyrir afbragðsgott og áhugavert erindi. Þess má geta að erindið var tekið upp og hér er vefslóð á það: https://youtu.be/NA2RgazHvXc 

Erlendur gestur félagsins var Sergii Matlash, US5LB sem hefur verið búsettur hér á landi í nokkurn tíma. Alls mættu 31 félagi og 2 gestir þetta ágæta fimmtudagskvöld í mildu vetrarveðri í vesturbænum í Reykjavík.

Stjórn ÍRA.

(Texti: Andrés Þórarinsson, TF1AM varaformaður ÍRA).

Benedikt TF3TNT sýnir útbreiðslu frá núverandi endurvarpakerfi á VHF.
Benedikt sýndir margar afar fróðlegar myndir.
Benedikt skýrði m.a. að þar sem veður eru oft afleit og ísing á vetrum er afar mikið vandamál.
Finnur Tómasson TF1FT, Guðjón Már Gíslason TF3GMG, Einar Sandoz TF3ES, Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Pier Albert Kaspersma TF1PA, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG (standandi) og Garðar Vilberg Sveinsson TF8YY (fyrir enda borðs).
Georg Kulp TF3GZ, Eiður Kristinn Magnússon TF1EM og Guðjón Egilsson TF3WO (bak í myndavél).
Erlendur gestur félagsins þetta fimmtudagskvöld var Sergii Matlash, US5LB frá Úkraínu. Ljósmyndir: TF1AM og TF3GZ.

Flóamarkaður ÍRA að vori verður haldinn sunnudaginn 11. maí kl. 13-15 í Skeljanesi.

Umsjón verður í höndum Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mun hafa með höndum stjórn á uppboðinu sem hefst stundvíslega kl. 14:00.

Viðburðinum verður streymt yfir netið þannig að félagar sem búa úti á landi eða eiga ekki heimangengt, geta tekið þátt. Jón Björnsson, TF3PW mun annast tæknistjórn. Vefslóð:

Video call link: https://meet.google.com/vnh-wnjg-dqv

Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID mun annast kaffiveitingar.

Húsið opnar kl. 13:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp.

Stjórn ÍRA.

Flóamarkaður ÍRA að vori verður haldinn sunnudaginn 11. maí kl. 13-15 í Skeljanesi.

Viðburðinum verður streymt yfir netið þannig að félagar sem búa úti á landi eða eiga ekki heimangengt, geta tekið þátt. Leiðbeiningar koma þegar nær dregur.

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS mun hafa með höndum stjórn á uppboðinu sem hefst stundvíslega kl. 14:00.

Húsið opnar kl. 13:00 fyrir félaga sem óska að selja/gefa/kaupa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp.

Stjórn ÍRA.

V

Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS hefur verið uppboðshaldari á flóamörkuðum ÍRA frá árinu 2010 og staðið sig með afbrigðum vel. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3JON.

Vordagskrá ÍRA heldur áfram fimmtudag 8. maí í Skeljanesi.

Þá mætir Benedikt Guðnason, TF3TNT með erindið „Frekari uppbygging og framtíðarsýn endurvarpamála“.  Húsið opnar kl. 20:00 og byrjar Benedikt stundvíslega kl. 20:30.

QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar og Sveinn Goði Sveinsson, TF3ID lagar kaffi og tekur fram meðlæti.

Félagsmönnum er bent á að láta erindið ekki framhjá sér fara.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

FISTS SATURDAY SPRINT, CW.
Keppnin er haldin laugardaginn 10. maí frá kl. 00:00 til kl. 23:59.
Keppnin fer fram á CW á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.

Skilaboð FISTS félaga: RST + FISTS nr. + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
Skilaboð annarra: RST + nafn + „0“ + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining).
FISTS Operating Activities

VOLTA WW RTTY CONTEST.
Keppnin er haldin laugardag 10. maí frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 12:00.
Keppnin fer fram á RTTY á 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RST + raðnúmer + CQ svæði.
http://www.contestvolta.it/rules.pdf

CQ-M INTERNATIONAL DX CONTEST.
Keppnin er haldin laugardag 10. maí frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 11:59.
Keppnin fer fram á CW og SSB á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð: RS(T) + raðnúmer.
http://cqm.srr.ru/rules/

SKCC WEEKEND SPRINTATHON.
Keppnin er haldin laugardag 10. maí frá kl. 12:00 til sunnudags kl. 24:00.
Keppnin fer fram á CW á 160, 80, 40, 20, 15, 10 OG 6 metrum.
Skilaboð: RST + (ríki í USA/fylki í Kanada/DXCC eining) + nafn+ (SKCC nr./”NONE”).
https://www.skccgroup.com/operating_activities/weekend_sprintathon

Vorleikar ÍRA 2025 voru haldnir 2.-4. maí. Mikil ánægja ríkti meðal félaganna, en alls voru 26 kallmerki skráð en skilað var inn gögnum fyrir 24 kallmerki.

Georg Kulp, TF3GZ er sigurvegari Vorleika ÍRA 2025. Vel útbúinn bifreið, fjöldi virkjaðra reita, þátttökutími og gott skipulag tryggði Georg 1. sætið og 254.670 heildarpunkta.

Jón Atli Magnússon, TF2AC er í 2. sæti með 164.662 heildarpunkta og Andrés Þórarinsson, TF1AM í 3. sæti með 157.760 heildarpunkta. Niðurstöðurnar kunna eitthvað að breytast eftir því sem þeir sem logguðu á pappír setja niðurstöðurnar inn á leikjavefinn í vikunni.

Hamingjuóskir til Georgs, Jóns Atla og Andrésar með glæsilegar niðurstöður!

Þakkir til félagsmanna fyrir þátttökuna. Sérstakar þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY umsjónarmanns Páskaleikanna fyrir vel heppnaðan viðburð, frábæran gagnagrunn og framúrskarandi gott utanumhald.

Stjórn ÍRA.

Georg Kulp TF3GZ náði bestum árangri í Vorleikum ÍRA 2025. Loftnet á öllum böndum. Vel útbúinn fararskjóti Georgs TF3GZ staddur á Reykjanesi. Ljósmynd:TF3GZ.

Félagsaðstaðan í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 1. maí sem er almennur frídagur á Íslandi.

Næst verður opið í Skeljanesi fimmtudaginn 8. maí. n.k.

Þá mætir Benedikt Guðnason, TF3TNT í félagsaðstöðuna með erindið: „Frekari uppbygging og framtíðarsýn endurvarpamála“.

Stjórn ÍRA.

Vorleikarnir hefjast á föstudag 2. maí kl. 18:00 og standa yfir fram á sunnudag kl. 18:00. Hægt er að skrá sig strax. Vefslóðin er: http://leikar.ira.is

Hrafnkell, TF8KY mælir með „copy-paste“ til að forðast að hann opnist innaní Facebook.

Stjórn ÍRA.

Andrés Þórarinsson TF1AM við vel útbúna bifreið sína í leikunum 2024. Mynd: TF2MSN.