,

1. Stjórnarfundur ÍRA 2013

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Kolbeinsmýri 14, 15. janúar 2013.

Fundur hófst kl. 16:00 og var slitið kl. 21:30.

Stjórn: ?

Mættir: TF3JB, TF3BJ, TF3UA og TF3EE

Fundarritari: TF3UA

Dagskrá

1. Dagskrá samþykkt samhljóða
2. Fundargerð seinasta fundar samþykkt samhljóða
3. Innkomin/útsend erindi

a) Jákvæð umsögn hefur verið send PFS um úthlutun kallmerkisins TF3OZ til Óskars
Þórðarsonar .

b) Myndrit af reglum um „Radíó-leyfi áhugamanna“ frá 7. febrúar 1947 hefur borist frá PFS.
Stjórn ÍRA þakkar PFS þá sendingu enda gagnlegt að hafa aðgang að reglunum eins og
þær hafa verið í fortíðinni.

c) Erindi hefur verið sent til PFS með ítrekun um úthlutun á 630 metrum ásamt uppfærðri
samantekt um úthlutanir í sviðinu.

d) Frá PFS hafa borist spurningar um óskir félagsins um tegundir útgeislunar á 630 metra
bandinu.

4. Yfirferð verkefna

Farið yfir töfluna sem birt er við enda fundargerðar og hún uppfærð.

5. Yfirferð verkefna í ljósi starfsáætlunar 2012/2013

Farið yfir starfsáætlun stjórnar og starfsemin skoðuð í ljósi hennar. Menn töldu að vel hafi
tekist til við að halda starfsáætlun.

6. Tillaga að viðveruáætlun stjórnarmanna í Skeljanesi 24. janúar til 2.

maí n.k.
Samþykkt.

7. Sérstakur fimmtudagsfundur þann 24. janúar n.k.

VHF-fundur 24.1. TF3AM setur fund og TF3BJ verður fundarstjóri. TF3GL ætlar að afhenda
verðlaunin fyrir VHF leikana 2012. Jafnframt verður rætt um VHF og UHF málefni.

8. Námskeið til amatörprófs

18 þátttakendur eru staðfestir. Enn er vonast til að fá húsnæði í HR.

9. 630 metra bandið

630 m bandið. Ekki er vitað hver bandbreiddin er sem leyfð verður.
10. Félagsstöðin
Umræður urðu um félagsstöðina. Ástand hennar er að mestu leyti í góðu horfi en bæta þyrfti
tölvuna sem notuð er til skráningar sambanda ásamt fleiru.

11. CQ TF

Vænst er þess að blaðið komi út eftir næstu helgi.

12. Önnur mál

Álit orðanefndar rafmagnsverkfræðinga frá 10. janúar um notkun orðsins „radíó“ hefur borist
til eyrna stjórnarmanna. Álitið er á þá lund að orðanefndin er nú samþykk notkun orðsins í
íslensku. Stjórn ÍRA fagnar þessu, enda kemur orðið fyrir í nafni félagsins og má líta svo á að
félagið hafi ávallt óskað þessara málaloka.
Ljósmyndir af stjórn ÍRA 2012-2013 hafa nú verið afhentar formanni og kann stjórn Jóni
Svavarssyni, TF3LMN bestu þakkir fyrir. Jón hefur verið ötull við að mæta með myndavélina á
viðburði félagsins og þar með unnið gott og mikilvægt starf.

13. Fundarslit

Fundi var slitið um kl. 21:30.
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA

Óunnin verkefni sem ákveðin voru á fundinum og fyrri fundum:

 

Verkefni Dags. Ábyrgð Verkefnislok
Ljúka við eignaskrá TF3G, TF3EE,TF3SG
Fundargerðir í Google Docs 30.5.2012 TF3UA
Finna umsjónarmann námskeiðs 6.11.2012 TF3JB 15.1.2013
Hringja í félaga sem ekki hafa netfang 27.12.2012 JB, AM,UA, BJ 15.1.2013
Finna keppnisstjóra ÍRA 27.12.2012 Allir
Vinna að námsefnismálum 27.12.2012 JB, UA, BJ
Finna nýjan ritstjóra CQTF 27.12.2012 Allir

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × four =