,

5. Stjórnarfundur ÍRA 2015

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 15. maí 2015.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, TF3WZ og TF3DC.

Fundarritari: TF3GB

Dagskrá

1. Aðalfundur

Nú er aðalfundur félagsins 2015 að baki. Fundarsókn var betri en síðast, en 28 manns mættu á fundinn, þrátt fyrir að hann væri haldinn á óvanalegum tíma miðað við venju. TF3VS var kosinn fundarstjóri og TF3Y ritaði fundargerð. 5 voru með gild umboð til að fara með atkvæði annarra á fundinum. Dagskrá var samkvæmt 18. grein félagslaga. Fyrir fundinn höfðu borist breytingatillögur við lög félagsins frá 4 aðilum og ein var lögð fram á fundinum. Stefndi í miklar umræður um tillögurnar. TF3GB lagði þá fram dagskrártillögu um að aðalfundurinn kysi 3ja manna nefnd til að fara yfir lög félagsins og skila niðurstöðunni fyrir 15. apríl 2016. Þetta var samþykkt. Í nefndina voru kosnir TF3UA, TF3VS og TF3HM. Aðalfundurinn kaus félaginu nýja stjórn.

2. Ný stjórn

Nýkjörin stjórn hélt strax fund og skipti með sér verkum. Stjórn félagsins er þannig skipuð: TF3JA formaður, TF3FIN varaformaður, TF3DC gjaldkeri, TF3GB ritari, TF3EK meðstjórnandi, TF3SG varamaður og TF8KY varamaður. Úr stjórn gengu TF8HP formaður, TF3GW varaformaður, TF3KX meðstjórnandi og TF3TNT varamaður. Þeim eru þökkuð vel unnin störf.

3. Fundargerð

Fundargerð aðalfundarins verður birt á heimasíðu félagsins fljótlega.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 1 =