,

1. Stjórnarfundur ÍRA 2016

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 20. janúar 2016.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF8KY, TF3EK og TF3SG.

Fundarritari: TF8KY

Dagskrá

1. Fundargerð

Frá fundi með PFS í haust og 10. stjórnarfundi lagðar fram og samþykktar. Fundargerðirnar eru á heimasíðu ÍRA undir „Fundargerðir stjórnar ÍRA“.

2. Fjármál

Innheimta félagsgjalda hefur staðið yfir með frjálsri aðferð og gengið rólega. Beðið hefur verið með að senda út gíróseðla þar til CQ TF komi út. Gjaldkeri var beðinn að bíða ekki lengur. Félagssjóður stendur vel.

3. Hlustarar

Nokkrir hafa sýnt áhuga á að fá úthlutað hlustaranúmeri hjá félaginu. Engin gögn eru til hjá félaginu um fyrri úthlutanir á hlustaranúmerum en eftir því sem næst verður komist virðist að allt að rúmlega 80 númerum hafi verið úthlutað á fyrri árum. Ákveðið að byrja með hreint borð og úthluta þriggja tölustafa hlustaranúmerum og fær sá fyrsti sem sótti um nýlega númerið 100 og notar kennið TF-100.

4. Gögn félagsins frá upphafi

Frekar lítið er til af gögnum í aðstöðu félagsins í Skeljanesi en vitað að um aldamótin var safnað saman því sem til var þá og komið fyrir á Borgarskjalasafni. Listi yfir þau gögn er á heimasíðu félagsins. Ákveðið að TF3JA sendi öllum lifandi formönnum félagsins bréf og kanni hvort þeir viti hvar gögn og gamlar fundargerðarbækur geti verið niðurkomnar.

5. Eignaskrá ÍRA

Eignaskrá er til og fylgir ársreikningi. Vitað er að TF3G tók myndir á sínum tíma af öllum eignum félagsins, ákveðið að kanna hvort þær myndir séu til.

6. Námskeið til amatörprófs

Námskeið félagsins til amatörprófs hefst um næstu mánaðamót og stefnt að ljúka námskeiðinu um mánaðamótin apríl – maí. Áætlað er að próf undir eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar verði haldið strax að loknu námskeiðinu. Námskeiðið er haldið í HR og verður prófið haldið á sama stað. Nú þegar hafa 10 manns sótt um námskeiðið. Allir kennarar frá seinni árum á námskeiðum félagsins hafa gefið vilyrði fyrir kennslu. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, formaður prófnefndar ÍR vinnur skipulag námskeiðsins. Umsjónarmaður eða skólastjóri er Jón Þóroddur, TF3JA. TF3SG leggur til að námskeiðið verði auglýst í dagblöðum og er það samþykkt. Rifjað er upp að PFS vill að sömu einstaklingar og hafa séð um prófin undanfarið haldi því áfram með Villhjálm Kjartansson, TF3DX í forystu fyrir því verkefni.

7. Afmælisár ÍRA

Ákveðið að TF3JA kanni vilja fyrrverandi formanna ÍRA til að taka þátt í afmælisnefnd.

Rætt um á hvern hátt skuli afmælisins minnst: Komið er leyfi fyrir að allar íslenskar amatörstöðvar geti notað 70 í sínu kallmerki í stað svæðistölunnar. TF70W og TF70IRA hafa þegar komið í loftið.

Rætt um að gefa út afmælisblað, halda afmælishátíð og sýna getu radíóamatöra til að halda uppi fjarskiptum um alla jörð óháð innviðum samfélagsins og hefðbundnum fjarskiptakerfum.

Stjórnarmenn ætla að setja fram tillögur hver fyrir sig um hverju félagið gæti staðið fyrir í tilefni afmælisársins og senda til formanns sem fyrst.

8. Viðburðir á vegum ÍRA fram að aðalfundi

Stjórn vill hitta lagabreytinganefnd, halda félagsfund, halda fræðslufundi um SDR o.fl., vísindaleiðangur til TF3LL, TF3EK ætlar að setja upp tillögu. Stjórnin hefur ennþá von um að takist að opna fyrir aðgengi félagsmanna að stöð félagsins.

9. Stöð félagsins

Loftnet, eftir er að ljúka viðgerð á SteppIR loftnetunum, yfirfara Fritzel fyrir sumarið, setja vindu á turn, ganga frá löngum vírum og setj upp 160 metra loftnet a la TF3EK.

10. Aðalfundur

Aðalfundur ÍRA 2016 verður haldinn laugardaginn xx. maí kl. 13:00 í xxx Reykjavík. Aðalfundurinn verður boðaður með tilkynningum á heimasíðu og póstlista fyrir lok mars með ábendingu til félagsmanna um að skv. 27. gr. félagslaga verða tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl. Fundarboð aðalfundar verður sent í tölvupósti til félagsmanna og birt á heimasíðu og póstlista í lok apríl. Tillögur að lagabreytingum verða sendar með fundarboði. Skýrsla stjórnar 2015-2016 og ársreikningur verða lagðar fram á síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund.

11. CQ TF

Stefnt að útgáfu fyrir félagsfund og síðan öðru blaði fyrir aðalfund.

12. Önnur mál

Engin önnur mál.

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + fourteen =