,

1. Stjórnarfundur ÍRA 2018 – Samráðsfundur með Prófnefnd ÍRA

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Samráðsfundur stjórnar ÍRA og Prófnefndar ÍRA

Skeljanesi, 23. Janúar 2018.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:30.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3WZ, TF3EK, TF3EO, og TF3DC

Mættir frá Prófnefnd ÍRA: TJ3DX, TF3VS, TF3KX og TF3GW

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Bréf frá IARU

TF3JA óskar eftir öðrum fundi með Prófnefnd vegna bréfs sem borist hefur frá IARU. TF3JA sendir bréfið á alla viðkomandi. Fundur vegna þessa settur á daginn 6. febrúar klukkan 17:00.

2. Næsta námskeið

TF3JA ræðir um næsta námskeið. Ekki margir sem vilja sækja námskeið, 3 nýir og svo nokkrir sem vilja sækja próf aftur. TF3JA telur ekki ráð að halda heilt námskeið fyrir það.

3. Námsefni á hljóðbók

TF3VS: Námsefni hefur verið komið á hljóðbókasafn og eru þeir að skoða það að koma efninu á hljóðbók. Þeir eru að svo stöddu að meta hvernig sé best að koma þessu á hljóðbók.

4. Efni á vídeó

TF3VS talar um að koma inn litlum video stubbum sem taka lítið efni fyrir í einu. T.d. 3 til 5 mínútna bút sem færi yfir t.d. ohmslögmálið.

5. Munnlegt próf

Umsækjanda um amatörréttindi verður boðið að koma í munnlegt próf.

6. Skýrsla Prófnefndar ÍRA

TF3DX fór yfir.

Til umræðu er að fundum Prófnefndar ÍRA sé fjölgað. Þar yrði t.d. farið yfir gerð á vídeóum og mögulega aðferð í framleiðslu á þeim. Einnig vill Prófnefnd fara yfira að samræma betur við HAREC.

TF3DX fór yfir árangur á prófum. Á undanförnum 5 prófum hafa aldrei fallið fleiri en 1 á prófi. 3 samanlagt fyrir síðustu 5 námskeið/próf. Samtals tók 57 próf of féllu 3 eða 5,3%.

TF3DX fór yfir hvað mætti gera fyrir þá sem eiga undir högg að sækja. T.d. mætti hafa nokkra aðila sem gætu tekið að sér einstaklinga sem þurfa aukna kennslu.

TF3DX bendir á að til að geta hjálpað mönnum sé eðlilegt til að menn mætu allavega í skriflegt próf. Bendir á að það væri gott fyrir menn að taka prófið til að halda jafnræðinu við aðra. Bendir á að leyfileft er að hjálpa mönnum í prófi með aðstoð á skilningi á spurningu, þá gegni prófandi hlutverki einskonar túlks.

TF3JA telur að verkleg kennsla mætti vera meiri og mat á þátttöku í verklegu ætti að fá töluvert vægi í lokaeinkun.

TF3VS bendir á að það sé slæmt hveru margir taka próf en taka svo aldrei út leyfisskírteini og jafnvel þó svo sé fara menn ekki í loftið. Allir tóku undir þetta.

TF3DC greindi frá og dreifði til fundarmanna (fylgiskjal nr. 1) niðurstöðum nefndar ARRL um “New entry level licence”. Samkvæmt því eru helstu vandamálin: lítil nýliðun 30 ára og yngri og lítil virkni nýrra leyfishafa. Lausnirnar séu: að hvetja nemendur og yngri kynslóðina til að kynna sér amatör radíó, vanda til námskeiða og fræðslu, gæta vandlega að hagsmunum leyfishafa þannig að áhugamálið verði aðlaðandi og hvetja leyfishafa til að halda áfram að þróast og færa sig upp í næsta leyfisflokk.  (Vísun í fylgiskjal með fundargerð).

TF3DX ræðir verklega kennslu. Bendir á að verkleg kennsla þurfi mikinn aga. Búnaður þarf að virka gríðarlega vel. Skipulag þarf að vera gott. Sé jafnvel erfiðara en venjuleg kennsla. TF3EK bendir á að verkleg kennsla gæti mögulega verið hluti af entry leyfi.

7. TF3KB

Stjórn og Prófnefnd ÍRA vilja koma á framfæri sérstöku þakklæti til TF3KB fyrir gott og mikið starf fyrir Prófnefnd og félagið.

8. ELL, N og G leyfi

ELL prófið rætt. TF3DX bendir á mikilvægi þess að vanda þessi vinnubrögð. Fara yfir leyfiskerfið í heild.

TF3DX fer yfir núgildandi Evrópureglugerð frá ECC og lista sem þar er skilgreindur sem amatörar eiga að kunna.

 

 

 

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four + 17 =