11. Stjórnarfundur ÍRA 2018
Skeljanesi, 8. ágúst 2018.
Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:50.
Stjórn: Formaður TF3JB, varaformaður TF3DC, ritari TF2LL, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF3UA og varamaður TF3EQ.
Mættir: TF3JB, TF3DC, TF3EK, TF2LL og TF3UA.
Fundarritari: TF3LL
Dagskrá
1. Fundarsetning og dagskrá.
Formaður, TF3JB, setti fund kl. 20:00 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.
- Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
- Fundargerð 3. fundar stjórnar frá 11.6.2018 lögð fram.
- Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi:
Mótt. 29.6. / Sent 29.6.; til PFS; meðmæli með úthlutun TF3SK til Hauks Guðmundssonar
Mótt. 05.7. / Sent 05.7.; til Steve B. Petersen, OZ1BTQ, sem óskar eftir úthlutun íslensks kallmerkis
Mótt. 17.7. / Sent 17.5.; til PFS; Meðmæli með úthlutun TF8RO í stað TF8RON til Reidars J. Óskarssonar
Sent 17.7. / Erindi til PFS; sendar vefslóðir á CQ TF og að stjórn ÍRA verði í sambandi þegar haustar
- Skýrsla gjaldkera til stjórnar; staða innheimtu o.fl.
- VHF/UHF leikar 2018.
- TF útileikar.
a. TF útileikar 2018.
b.TF útileikar; minnisblað og tillaga til stjórnar dags. 8.8.2018. - CQ TF, 2. tbl. 2018.
- Tíðnimál, 4, 6 og 60 metra böndin.
a. Minnisblað og tillögur til stjórnar dags. 8.8.
b. IARU Region 1 VHF-UHF-µW Newsletter; 16. júlí 2018. - Tillaga um kaup á aukahlutum fyrir TF3IRA.
- Önnur mál.
a. IARU HF Championship 2018 og TF3HQ.
b. Kallmerkið TF18FWC; 14.6. til 15.7.2018.
c. DXCC og WAS viðurkenningarskjöl afhent félaginu.
d. Heimasíða ÍRA.
e. Setning aðstoðarmanna skv. 9. gr. félagslaga. - Næsti fundur stjórnar.
- Fundarslit.
2. Fundargerð 3. fundar frá 11.06.2018 lögð fram.
Fundargerð 3. fundar lögð fram og samþykkt.
3. Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.
Formaður skýrði frá innkomnum og útsendum erindum sem hlutu afgreiðslu á milli stjórnarfunda.
3.a Send meðmæli til PFS með úthlutun TF3SK til Hauks Guðmundssonar.
3.b Sent erindi til Steve B. Petersen, OZ1BTQ, sem óskar eftir úthlutun íslensks kallmerkis. Steve var
bent á að hafa samband við HRH hjá PFS. Hann uppfyllir skilyrði um lágmarksdvöl til þess að fá
íslenskt leyfisbréf.
3.c Send meðmæli til PFS með úthlutun kallmerkis TF8RO í stað TF8RON til Reidars J. Óskarssonar.
3.d Send erindi til PFS með vefslóðum á CQ TF og að stjórn ÍRA muni verði nánar í sambandi.
4. Skýrsla gjaldkera til stjórnar, staða innheimtu o.fl.
Fram kom hjá gjaldkera, TF3EK, að í sjóði væru um 1,8 m.kr. Gjaldkeri lagði fram lista yfir félags-menn sem ekki hafa greitt félagsgjöld, annars vegar fyrir 1 ár og hins vegar fyrir 2 ár. Samþykkt að fela gjaldkera að senda erindi til þeirra félagsmanna sem eiga vangreidd félagsgjöld í samræmi við ákvæði í 8. gr. félagslaga.
Undir dagskrárliðnum barst félagatal ÍRA til umræðu, þ.e. hverjir væru með tölvupóstfang og hverjir ekki. Ritari, TF2LL, skýrði frá því að fyrir síðasta aðalfund hafi hann spurt þáverandi formann sérstaklega að því hvort til fundarins hefði verið rétt boðað og þeim félögum sem ekki væru með tölvupóstfang sent skriflegt fundarboð í pósti. Fullyrt var í svörum þáverandi formanns að allir skráðir félagar væru með tölvupóstfang. Í umræðum kom glögglega í ljós að það mun ekki hafa verið rétt. Gjaldkeri, TF3EK og ritari TF2LL, munu ganga í þetta mál og kynna niðurstöðu á næsta stjórnarfundi.
5. VHF leikar ÍRA 2018.
Úrslit í VHF/UHF leikunum 2018 voru kynnt í Skeljanesi 12. júlí. Varaformaður, TF3DC, stýrði viðburðinum í forföllum formanns. Hann afhenti verðlaun og flutti ávarp þar sem hann þakkaði TF8KY, umsjónarmanni leikanna vel unnin störf. Ennfremur þakkaði Óskar TF3ML, sem var bakjarl leikanna og gaf verðlaun fyrir efstu 3 sætin.
6. TF útileikar ÍRA.
a. TF útileikar 2018.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að TF3EK, umsjónamaður TF útileikanna, hafi haldið vel heppnaða kynningu á leikunum í Skeljanesi 27. júlí. Einar fór m.a. yfir reglur leikanna og fleira sem þá varðar. Fram kom hjá formanni, að félagsstöðin, TF3IRA, hafi verið QRV í leikunum alla dagana um verslunarmannahelgina, 4.-6. ágúst.
b. TF útileikar; minnisblað og tillaga til stjórnar dags. 8.8.2018.
Formaður kynnti framlagt minnisblað þar sem hann skýrði frá því að vakin hafi verið athygli hans á, að það kunni að hafa láðst að veita viðurkenningar fyrir TF útileikana einhver síðustu ár. Sérstaklega hafi verið bent á að a.m.k. hafi ekki verið afhendir verðlaunaskildir fyrir 1. sætið eins og hefð var fyrir frá árinu 2007.
Hann kvaðst hafa kannað málið með aðstoða þeirra TF3GB sem var umsjónarmaður leikanna 2011-2014 og TF3EK sem er núverandi umsjónarmaður, þ.e. frá árinu 2015. Jafnframt hafi hann leitað upplýsinga á heimasíðu, í CQ TF (til þess tíma sem það kom út árið 2013), í fundargerðum á heimasíðu svo og á póstlista félagsins. Niðurstöður hafi verið eftirfarandi.
2007-2013. Í lagi. Viðurkenningarskjöl og viðurkenningaplattar afhent.
- Óvíst með afhendingu. TF3GB á engin gögn.
- Óvíst með afhendingu. TF3EK á gögn og TF5B gerði skjöl. Verðlaunaplatti ekki framleiddur.
- Óvíst með afhendingu. TF3EK á gögn og TF5B gerði skjöl. Verðlaunaplatti ekki framleiddur.
- Óvíst með athendingu. TF3EK á gögn. TF5B gerði ekki skjöl. Verðlaunaplatti ekki framleiddur.
Tillögur TF3JB eru eftirfarandi: - Nauðsynlegt er að afla upplýsinga fyrir árið 2014.
- Framleiða þurfi verðlaunaplatta fyrir árin 2014-2017.
- Semja þurfi við TF5B um gerð verðlaunaskjala fyrir árið 2017 (og 2014, hafi láðst að gera það).
Gjaldkeri, TF3EK, gerði athugasemd við minnisblað formanns þess efnis að viðurkenningarskjöl hafi ekki verið útbúin fyrir útileikana 2017. Þau hafi verið útbúin, framleidd af fyrirtækinu Samskipti og afhent. Formaður, TF3JB, þakkaði upplýsingarnar. Þær hafi ekki legið fyrir þegar minnisblaðið var útbúið. Samkvæmt þessu standi aðrar upplýsingar í framlögðu minnisblaði óbreyttar.
Stjórn ÍRA samþykkir að láta útbúa áletraða veggplatta og viðurkenningarskjöl fyrir þá útileika sem standa út af frá og með árinu 2014-2017. Byrjað verði á ný að afhenda áletraða veggplatta fyrir 1. sætið í leikunum – auk viðurkenningarskjala. Formaður mun leita allra leiða við að afla upplýsinga um niðurstöður leikanna 2014 og óskaði aðstoðar annarra stjórnarmanna við þá vinnu.
7. CQ TF, 2, tbl. 2018.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að almenn ánægja ríki meðal félagsmanna um að CQ TF skuli vera gefið út á ný – eftir fimm ára hlé. Hann gat þess að góð viðbrögð hafi komið eftir útgáfu 1. tölublaðsins þann 29. apríl síðastliðinn, en eftir útgáfu 2. tölublaðs þann 15. júlí – hafi viðbrögðin verið margföld. Hann sagðist í framhaldi hafa ákveðið að setja eftirfarandi texta á heimasíðu félagsins með þakklæti til félagsmanna.
ÞAKKIR TIL FÉLAGSMANNA.
Margir hafa haft samband eftir að 2. tbl. CQ TF kom út og þakkað fyrir blaðið. Gjarnan er um leið spurt um vefslóð á 1. tbl. sem kom í apríl, og er hún birt neðar á síðunni. Næsta CQ TF (3. tbl. 2018) kemur út þann 7. október n.k. og er síðasti skiladagur efnis 22. september. Stjórn ÍRA er hvatning að finna fyrir þessum jákvæðu viðbrögðum og þakkar stuðninginn. Við munum halda áfram að gera okkar besta.
Stjórnarmenn fögnuðu þessari stöðu mála. Í framhaldi af umræðum um prentaða útgáfu, samþykkti stjórn að heimila framleiðslu á 25 eintökum af hverju tölublaði CQ TF á starfsárinu. Varaformaður, TF3DC. tekur að sér að láta prenta þessi eintök og gera tillögur um dreifingu. Áskilið er, að nokkur eintök verði látin liggja frammi í félagsaðstöðunni í Skeljanesi.
Vert er að geta þess sérstaklega að TF3DC dró upp nokkur prentuð eintök, sem hann færði félaginu að gjöf og fékk hann sérstakar þakkir og lófaklapp frá stjórnarmönnum fyrir.
8. Tíðnimál, 4, 6, og 60 m böndin.
a. Minnisblað og tillögur til stjórnar dags. 8.8.2018.
Formaður, TF3JB, kynnti framlagt minnisblað dags. 8.8.2018 þar sem staða 4 og 6 metrana er rifjuð upp frá stjórnarfundinum þann 2. maí s.l. og gerð tillaga um næstu skref stjórnar. Þar kemur m.a. fram hvað er og hefur verið að gerast í tíðnimálum á þessum böndum í nágrannalöndum okkar. Hann mun fylgjast náið með framvindu mála í því augnamiði að útbúa erindi til PFS fyrir 4 og 6 metrana. Til athugunar verði, hvort heppilegt sé að sameina beiðni um útvíkkun 5 MHz bandsins og aukningu aflheimildar þar. Endanleg tillaga verður lögð fyrir næsta fund stjórnar.
b. IARU Region 1 VHF-UHF-µW Newsletter; 16. júlí 2018.
Formaður, TF3JB, kynnti fréttabréfið. Ástæða þess að því er dreift í stjórn er einkum til kynningar, en fréttir í bréfinu eru þess efnis, að írskir radíóamatörar hafi fengið heimildir í nýjum tíðnisviðum, 30-49 MHz (á 5 metrum) og 54-69.9 MHz (á 8 metrum) – auk útvíkkunar heimildar á 4 metrum, frá 69.9 MHz til 70.5 MHz. Stjórn félagsins mun fylgjast með þróun mála á þessum vettvangi.
Formaður upplýsti jafnframt, að félagsmenn sem fylgjast vel með þróun tíðnimála hafi þegar sett sig í samband við hann með ósk um að félagið komi að málinu á þann hátt og á þeim tíma sem stjórn þykir vænlegt til árangurs. Hann sagðist hafa tjáð jákvætt viðhorf sitt í þeim efnum.
9. Tillaga um kaup á búnaði fyrir TF3IRA.
Formaður, TF3JB, lagði fram tillögu um kaup á eftirtöldum aukahlutum fyrir félagsstöðina, TF3IRA:
2 stk. Diamond GSV-3000 aflgjafa, fyrir IC-7300 og IC-7610.
1 stk. Diamond X-200N VHF/UHF loftnet, fyrir FT-7900E.
1 stk. Icom SP-38 hátalara, fyrir IC-7300.
1 stk. Icom SP-41 hátalara, fyrir IC-7610.
Stjórn ÍRA samþykkir þessa tillögu og felur formanni að annast innkaup. Áætlaður kostnaður nemur um 131 þúsund krónum með öllum gjöldum.
10. Önnur mál.
a. IARU HF Championship 2018 og TF3HQ.
Formaður, TF3JB, lagði fram samantektarblað með upplýsingum um keppnina 14.-15. júlí s.l. Að þessu sinni var TF3HQ starfrækt frá heimastöð TF2LL, í Norðtungu í Borgarfirði og var hann ábyrgðamaður. Erlendir gestir voru þeir Oliver Sweningsen, W6NV, Denny Sahovic, KX7M og Albert Crespo, F5VHJ og tóku þeir þátt í keppninni þaðan. Einnig var starfrækt keppniskallmerkið TF2R. Fjöldi sambanda TF3HQ var um 3300 og fjöldi sambanda TF2R var um 250. Bæði var unnið á SSB og CW. Fram kom einnig, að keppnisdagbókum TF3HQ hefur verið skilað til QSL stjóra ÍRA.
b. Kallmerkið TF18FWC.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að óskað hafi verið eftir að félagið sækti um kallmerkið TF18FWC vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Það var gert og sótt um kallmerkið til PFS, það skráð á QRZ og LoTW, auk þess sem útbúin voru sérstök dagbókareyðublöð til notkunar í félagsstöðinni.
Þrátt fyrir kynningu á heimasíðu, á báðum Facebook síðum og endurteknar kynningar í félags-aðstöðunni á fimmtudagskvöldum, varð ekki eftirspurn eftir notkun kallmerkisins. Skemmst er frá því að segja, að aðeins 3 QSO voru skrásett. TF3AO hafði tekið að sér að láta útbúa sérstök QSL kort fyrir kallmerkið, en það tókst að afturkalla pöntunina í tíma. Heimild PFS fyrir starfrækslu TF18FWC gilti frá 14.6. til 15.7.2018.
c. DXCC og WAS viðurkenningarskjöl afhent félaginu.
Um er að ræða endurinnrömmun DXCC og WAS viðurkenningarskjala TF3IRA. Formaður tjáði stjórnarmönnum að innrömmuðu skjölin væru í hans vörslu, en hann hefði gleymt að taka þau með á fundinn – og baðst velvirðingar á því. Þau verða afhent þess í stað á næsta stjórnarfundi.
d. Heimasíða ÍRA.
Formaður, TF3JB, skýrði frá því að hann hafi unnið við uppfærslu á undirsíðum á heimasíðunni undanfarna mánuði. Þessi vinna væri allt frá því að endurskrifa allt sem þar hafi verið áður vistað (þ.e. úrelt efni) til þess að einfaldlega setja inn merki félagsins. Hann lagði fram lista yfir þær undirsíður (sérsíður) sem hann hefur gert breytinga á hingað til. Hann fór þess á leit við stjórnarmenn að hika ekki við að koma með ábendingar um það sem mætti betur fara.
e. Setning aðstoðarmanna skv. 9. gr. félagslaga
Formaður, TF3JB, kynnti framlagt minnisblað dags. 8.8.2018. Að loknum stuttum umræðum var samþykkt að fresta málinu til næsta fundar.
11. Næsti fundur stjórnar.
Samþykkt að miða við boðun næsta fundar stjórnarinnar í 3. viku september eða fyrr ef þörf krefur.
12. Fundarslit.
Formaður, TF3JB, sleit fundi kl. 21:50.
A. Það helsta á milli stjórnarfunda 11.6.-7.8.2018 (til kynningar á stjórnarfundi 8.8.2018).
Formaður kynnti það helsta sem gerst hafði á milli stjórnarfundanna 11. júní og þessa fundar, 8. ágúst 2018, stjórnarmönnum til upplýsingar. Hugmyndin með þessari samantekt er að nefna til atriði sem snerta störf félagsins, en myndu ella ekki rata inn á dagskrá stjórnarfundar eða annað. Í B-hluta gefur að líta yfirlit yfir innsetningar á heimasíðu félagsins fyrir sama tímabil. Sjá næstu blaðsíðu.
1. | Sótt um kallmerkið TF18FWC til PFS og gengið frá tilkynningum til QRZ.COM og LoTW | 13.6. |
2. | Dagbókarblöð hönnuð fyrir TF18FWC og kynningarblaði dreift í Skeljanesi 14.6. og næstu fimmtudagskvöld | 14.6. |
3. | Fundur með TF5B viðurkenningastjóra ÍRA í Skeljanesi | 20.6. |
4. | Afhending veggplatta og viðurkenningaskjala í TF útileikum virðist áfátt; unnið að samantekt minnisblaðs | 27.6. |
5. | Sent erindi til PFS; meðmæli með útgáfu kallmerkisins TF3SK til Hauks Guðmundssonar, 105 Reykjavík | 29.6. |
6. | Laugardagsopnun í Skeljanesi kl. 14-16; TF1A bauð prófun á VHF handstöðvum (12 félagar mættu) | 30.6. |
7. | Fundur formanns og varaformanns með K3EST í Skeljanesi | 09.7. |
8. | Sent erindi til PFS; meðmæli með útgáfu TF8RO (í stað TF8RON) | 09.7. |
9. | Afhending verðlauna í VHF/UHF leikum ÍRA 2018 í Skeljanesi; TF8KY og TF3DC | 12.7. |
10. | Sendar vefslóðir á CQ TF, 1. og 2. Tbl. 2018 á starfsmenn PFS | 17.7. |
11. | Uppfærsla á heimasíðu; sérsíður | 19.7. |
12. | TF3EK flutti kynningu um TF útileikana í Skeljanesi | 26.7. |
13. | Sendir tölvupóstar með tilkynningu um útkomu 2. tbl. CQ TF til félagsmanna | 26.7. |
14. | Endurhönnuð dagbókareyðublöð (á pappír) fyrir TF3IRA sett í fjarskiptaherbergi | 27.7. |
15. | Laugardagsopnun í Skeljanesi kl. 14-17; TF1A bauð áframhald prófunar frá 30.6. (19 félagar mættu) | 28.7. |
16. | Lokið frágangi og merkingum á tímaritamöppum félagsins í sal | 30.7. |
17. | TF1A tengdi Yaesu FT-7900E VHF/UHF stöð félagsins. TF3IRA nú QRV á VHF/UHF eftir 3 ár | 04.8. |
18. | TF3IRA QRV í TF útileikunum 2018 um verslunarmannahelgina; laugardag, sunnudag og mánudag | 04.8. |
19. | Tekið til í QSL- og smíðaaðstöðuherbergi á 2. hæð | 06.8. |
B. Yfirlit yfir innsetningar á heimasíðu á milli stjórnarfunda, 11.6.-7.8.2018 (alls 15):
13. júní – TF18FWC QRV í tilefni HM 2018.
22. júní – Sumarið er tíminn.
29. júní – VHF Leikar 2018, kynning.
3. júlí – CQ TF nýtt tölublað framundan.
4. júlí – VHF/UHF leikar 2018.
9. júlí – Afhending verðlauna í VHF/UHF leikum 2018.
12. júlí – Úrslit kynnt í VHF/UHF leikum ÍRA 2018.
15. júlí – CQ TF – Nýtt tölublað er komið.
24. júlí – TF útileikar 2018; kynning.
27. júlí – TF útileikarnir; kynning TF3EK.
27. júlí – Laugardagur í Skeljanesi.
28. júlí – Vel heppnuð laugardagsopnun.
29. júlí – Þakkir til félagsmanna.
1. ág. – TF útileikarnir eru um helgina.
4. ág. – Tíðnir á útileikum og 60m bandið.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!