,

100 ÁRA AFMÆLI SRAL

Systurfélag okkar í Finnlandi, Suomen Radioamatööriliitto, Ry (SRAL) fagnaði 100 ára afmæli í gær, þann 15. september.

Margar kveðjur bárust til SRAL í þessu tilefni, m.a. frá forseta Finnlands, Sauli Niinisto sem sendi afmæliskveðjur og þakkaði finnskum radíóamatörum fyrir mikilvægt hlutverk þeirra í gegnum áratugina fyrir þróun fjarskipta og tækni. Vefslóð á kveðju forsetans: https://www.sral.fi/en/2021/09/15/message-from-the-president-of-the-republic-of-finland/

Í tilefni afmælisins hafa stjórnvöld heimilað finnskum radíóamatörum að nota forskeytið “OF” frá og með 15. september til 23. desember n.k. (í 100 daga).

ÍRA sendi SRAL afmæliskveðju fyrir hönd íslenskra radíóamatöra í tilefni stórafmælisins.

Stjórn ÍRA.

Finnska landsfélagið er elst landsfélaga radíóamatöra á Norðurlöndunum, stofnað 1921. Það sænska, SSA var stofnað 1925; það danska, EDR 1927; það Norska, NRRL 1928, það íslenska, ÍRA 1946 og það færeyska, FRA 1965.

Meðfylgjandi ljósmynd er af Völu Hauksdóttur TF3VD og Merja “Memma” Koivaara, OH1EG formanni SRAL þegar hún heimsótti félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi ásamt dóttur sinni Sini Koivaara, OH1KDT 20. okótóber 2018. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × one =