,

12. stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 20. nóvember 2017.

Fundur hófst kl. 17:00 og var slitið kl. 18:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3WZ, TF3EO og TF3EK.

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Viðræður við Odd hjá ORG Ættfræðiþjónusta.

Rætt var við Odd hjá ORG um aðstöðu og kostnað sem henni fylgir. Oddur kom með þá tillögu að ÍRA greiddi 10 þúsund krónur á mánuði fyrir þrif og öryggiskerfi. Oddur vildi fá greiddar 30 þúsund krónur fyrir þá mánuði sem liðnir voru og svo 10 þúsund eftir það.

Einnig var aðstaðan rædd og lögð fram tillögu um að Oddur fengi “shackinn” uppi fyrir fundaraðstöðu en Oddur tók það ekki í mál. Hann gaf ÍRA leyfi til að nota helming herbergisins fyrir okkur, þ.e. sá hluti rýmis í sameign sem er í suð austur horni.

Samþykkt samhljóða.

2. VHF Manager

TF3JA tilkynnti að samkomulag hefur náðst við TF3ARI að taka að sér að vera VHF manager fyrir ÍRA.

3. Aðstaða

TF3JA leggur til að keyptir verði nýir stólar. TF3JA óskar eftir að fá að leyfi til að klára stólakaup, allt að 30 stóla en ekki fyrir meira en 100.000,- krónur. Samþykkt samhljóða.

4. Keppni næstu helgi

TF3JA og TF3EK ætla að koma upp loftneti til að nota á næstu helgi, ef veður og áhugi félagsmanna leyfir. Stöð félagsins verður einnig yfirfarin og gerð klár.

5. Lagabreytingar

TF3JA leggur til að stjórn ÍRA leggi fram á komandi aðalfundi tillögu TF3EK frá 2016 um breytingu á lögum félagsins. TF3EK lagði fram tillögu að breytingum á greinum 6, 7, 24 og 25. Stjórnarmenn munu fara yfir tillöguna hver í sínu lagi og verður tillagan tekin aftur til umræðu á stjórnarfundi síðar.

6. Félagsstöðin

TF3JA leggur til að IC-7300 stöð félagsins verði seld og í stað hennar keypt IC-7610. Stjórn tók vel í tillöguna. TF3JA mun kanna verð og leggja tillögu fyrir stjórn.

7. YOTA 2018 á Íslandi

TF3JA upplýsti að eftir samskipti við IARU kom í ljós að þar var ekki áhugi á að hafa YOTA 2018 á Íslandi en skoða betur síðar.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 4 =