,

13. Stjórnarfundur ÍRA 2018

Skeljanesi, 13. nóvember 2018.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:30.

Stjórn: Formaður TF3JB, varaformaður TF3DC, ritari TF2LL, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF3UA og varamaður TF3EQ.

Mættir: TF3JB, TF3DC, TF3EK, TF2LL, TF3UA og TF2EQ.

Fundarritari: TF3LL

Dagskrá

1. Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.

Formaður, TF3JB, setti fund kl. 20:10 og lagði fram eftirfarandi tillögu að dagskrá sem var samþykkt samhljóða.

Tillaga að dagskrá:

  1. Setning fundar og samþykkt tillögu að dagskrá.
  2. Fundargerð 5. fundar frá 3.10.2018 lögð fram.
  3. Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.

Sent 05.10./ Erindi til PFS um auknar heimildir í 50 MHz sviðinu skv. samþykkt stjórnarfundar nr. 5…………………………(merkt 1)
Sent 08.10./ Erindi til PFS um auknar heimildir í 70 MHz sviðinu skv. samþykkt stjórnarfundar nr. 5………………………..(merkt 2) Mótt 08.10./ Erindi frá PFS með heimild um rýmra tíðnisvið á 70 MHz………………………………………………………………….(merkt 3)
Sent 09.10./ Erindi til PFS með þökkum fyrir jákvæða afgreiðslu á 70 MHz beiðni…………………………………………………(merkt 4)
Send 09.10./ Fréttatilkynning til systurfélaganna og samtaka í IARU Svæði I og víðar með 70 MHz fréttum……………..(merkt 5)
Sent 05.11./ Erindi til PFS með umsókn um úthlutun kallmerkisins TF3YOTA fyrir ÍRA…………………………………………..(merkt 6)
Mótt 05.11./ Erindi frá PFS með með heimild til notkunar kallmerkisins TF3OTA fyrir ÍRA……………………………………….(merkt 7)

  1. Skýrsla gjaldkera; staða innheimtu o.fl.
  2. Skýrsla varaformanns; kaup á búnaði til TF3IRA.
  3. CQ TF, 1. tbl. 2019 (merkt 8).
  4. Vetrardagskrá ÍRA, janúar-maí 2019 (merkt 9).
  5. Námskeið til amatörprófs febrúar-maí 2019 n.k. (merkt 10).
  6. Dagsetning aðalfundar 2019 (merkt 11).
  7. Lagabreytingar á aðalfundi (merkt 12).
  8. Önnur mál.
    (a) Tölvubúnaður og nettenging í félagsaðstöðunni.
    (b) IARU Svæði 1: Desember er YOTA mánuður (merkt 13).
    (c) Breytingar í stjórn: Elín Sigurðardóttir, TF2EQ kvödd (merkt 14).
  9. Næsti fundur stjórnar: 16.1.2019.
  10. Fundarslit.

Fyrir formlegan fund rakti formaður TF3JB það helsta sem fram hafði farið frá síðasta stjórnarfundi.

2. Fundargerð 5. stjórnarfundar frá 3.10.2018 lögð fram.

Umræður urðu um fundargerðina og töldu stjórnarmenn ekki rétt eftir haft og að einnig vantaði atriði í fundargerðina. Ritari, TF2LL tók niður athugasemdir og verður fundargerðin leiðrétt á milli funda og m.a. bætt inn þeim atriðum sem fundarmenn töldu vanta og væri ábótavant. Ritari mun gera það eins fljótt og tími vinnst til.

3. Erindi – innkomin og/eða send frá síðasta stjórnarfundi.

Formaður, TF3JB, fór yfir og skýrði afgreiðslu inn- og útsendra erinda. Í máli formanns, TF3JB kom m.a. fram, að á Íslandi væru þegar komnar 70 Icom IC-7300 stöðvar sem allar hefðu m.a. 70 MHz sviðið, þannig að í ljósi fjöldans og aukinna heimilda í sviðinu væru góðar líkur á aukinni notkun 4 metra bandsins framundan.

4. Skýrsla gjaldkera; staða innheimtu ofl.     

Gjaldkeri, TF3EK, skýrði frá því, að nærri 20 félagar skulduðu enn 2 ár og að 20 og 30 skulduðu 1 ár af félagsgjöldum.

5. Skýrsla varaformanns TF3DC, kaup á hlutum til TF3IRA.          

Varaformaður, TF3DC, skýrði frá því að endanlegt verð á nýjum Pro.Sis.Tel. rótor af gerðinni PST-61 hafi verið um 216.000 krónur.

6. CQ TF, 1. tbl. 2019.

Formaður, TF3JB, skýrði frá því að undirbúningur útgáfu 1. tbl. CQ TF 2019 gangi vel. Ritstjóra hafi þegar borist efni í blaðið, þátt fyrir að ekki verði formlega auglýst eftir því fyrr en í janúar n.k. Elín,  TF2EQ, spurði um lengd efnis, þ.e. hvort hámarksstærð sé á innsendum greinum. Formaður sagði svo ekki vera, en hinnsvegar leiðbeini ritstjóri félagsmönnum með texta og myndir, þ.m.t. hvað varðar lágmarksupplausn.

7. Vetrardagskrá ÍRA, janúar-maí 2019.

Formaður, TF3JB, fór yfir efnisramma og fjölda fimmtudaga í boði á fyrirhugaðri vetrardagskrá. Hann hvatti stjórnarmenn að koma með hugmyndir að efni og um fyrirlesara.

8. Námskeið til amatörprófs febrúar-maí 2019.

Formaður kynnti tillögu sína þess efnis, að næsta námskeið félagsins til amatörprófs verði haldið í HR á tímabilinu 12. febrúar til 11. maí. Jón Björnsson, TF3PW, umsjónarmaður námskeiða félagsins hefur verið upplýstur um málið og er reiðubúinn til að annast verkefnið. Formaður mun annast samskipti við prófnefnd og PFS. Tillagan einróma samþykkt.

9. Dagsetning aðalfundar 2019.

Formaður, TF3JB, gerði að tillögu sinni að aðalfundur ÍRA verði haldinn laugardaginn 16. Febrúar n.k. Umræða varð um hugsanlegan fundarstað og var formanni falið að kanna kostnað og hvort hægt væri að fá sal undir fundinn t.d. á Hótel Sögu. Elín, TF2EQ, spurði hvort hægt væri að taka fundinn upp eða senda út og sáu stjórnarmenn engin tormerki á því, sbr. ákvæði í 16. gr. félagslaga þess efnis.

10. Lagabreytingar á aðalfundi.

Samkvæmt ákvæði í 29. gr. félagslaga, þurfa tillögur til lagabreytinga að berast stjórn félagsins eigi síðar en 15 janúar.

11. Önnur mál.

(a) Tölvutenging og nettenging í félagsaðstöðunni.
Elín, TF2EQ, skýrði frá því að núverandi nettenging félagsins sé hagkvæmasti kosturinn sem í boði sé. Jón Ingvar Óskarsson, TF1JI, kom í félagsaðstöðuna og gerði mælingar á nethraða og reyndist hann innan marka. Ekki er greitt línugjald eða önnur gjöld. Fram kom sú hugmynd, að bæta megi úr styrkleika á þráðlausu innanhússneti. Ritari, TF2LL, spurði hvort nettengingin væri nægilega öflug til að fjarstýra félagsstöðinni og mun svo vera.

(b) IARU Svæði 1: Desember er YOTA mánuður.
Formaður, TF3JB, tilkynnti að sótt hefði verið um og fengin úthlutun hjá Póst- og fjarskiptastofnun á kallmerkinu TF3YOTA. Viðskeytið gefur til kynna þátttöku ÍRA í verkefni IARU Svæðis 1: „Young People on the air, YOTA“. Formaður gat þess, að samkvæmt Lisu Leenders, PA2LS, ungmennafulltrúa IARU Svæðis 1 og YOTA stuðningsaðila, verður verkefnið rekið í desembermánuði ár hvert og er hugsað til að auka áhuga ungs fólks á amatör radíói. Kallmerki með viðskeytið YOTA verða því áberandi í loftinu í desembermánuði ár hvert, en 2018 er fyrsta árið sem það fer af stað. Flest landsfélög radíóamatöra í IARU Svæði 1 eru þátttakendur í verkefninu.

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ er frumkvöðull að þátttöku ÍRA og er tilnefnd YOTA verkefnisstjóri ÍRA. Þetta verður síðasta verkefnið sem hún tekur að sér fyrir hönd félagsins áður en hún flytur brott af landinu. Aðstoðarverkefnisstjóri ÍRA YOTA verkefnisins er tilnefndur Árni Freyr Rúnarsson, TF8RN, sem mun þannig taka við verkefninu um áramót.

Elín, TF2EQ, skýrði frá því að hún og Árni Freyr, TF8RN, hafi áhuga á að fá að nýta félagsstöðina og aðstöðuna í Skeljanesi þann 1. desember n.k. með kallmerkinu TF3YOTA. Áætlað er að 15 krakkar muni taka þátt í viðburðinum. Elín, TF2EQ, mun taka að sér í samráði við kortastjóra ÍRA TF3MH að útbúa QSL kort fyrir TF3YOTA. TF3MH mun einnig setja kallmerkið TF3YOTA inn á QRZ og LoTW. Stjórnarmönnum leist vel á framtakið og fagna áhuga og elju skátanna að uppfræða ungdóminn. Skipan þeirra TF2EQ og TF8RN í verkefnisstjórn YOTA samþykkt samhljóða.

(c) Breytingar í stjórn : Elín Sigurðardóttir, TF2EQ kvödd.
Fyrir liggur að Elín mun hætta sem varamaður í stjórn ÍRA um næstu áramót vegna búferlafluttninga erlendis. Formaður, TF3JB, þakkaði Elínu fyrir hönd stjórn ÍRA, vel unnin störf í þágu félagsins og færði henni kort og blómvönd. Að sögn formanns, TF3JB, mun Elín Sigurðardóttir, TF2EQ, að öllum líkindum vera fyrsta konan sem situr í stjórn ÍRA frá stofnun félagsins fyrir 72 árum. Elín þakkaði fyrir sig og færði félaginu forláta plöntu í postulínspotti að gjöf. Formaður tók við plöntunni fyrir hönd félagsins. Sú kvöð fylgir, að stjórn og félagsmenn hlúi vel að plöntunni um alla framtíð.

12. Næsti fundur stjórnar.

Samþykkt að næsti fundur stjórnar, sem jafnframt verður sá síðasti á starfsárinu, verði haldinn miðvikudaginn 16. janúar 2019.

13. Fundarslit.

Formaður, TF3JB, sleit fundi kl. 21:30.

DAGBÓK VIÐBURÐA Á MILLI  STJÓRNARFUNDA 3. október – 13. nóvember

Það „helsta“ í starfsemi ÍRA á milli stjórnarfunda 3. október og þessa fundar (13. nóvember) er nefnt hér. Þetta er yfirlit yfir það helsta sem gerst hefur og snertir starfsemi félagsins á tímabilinu – stjórnarmönnum til upplýsingar. Í síðari töflunni er yfirlit yfir innsetningar á heimasíðu ÍRA á sama tíma.

1. Hefðbundin opnun í Skeljanesi. Philippe, HB9CPS kom í heimsókn. 4. október
2. Gerð ferð í Skeljanes á föstudegi ásamt TF1JI. Net tengt á ný og „upload“ mælt 7 MB/s. 5. október
3. CQ TF, 3. tbl. 2018 kom út; 57 bls. 7. október
4. Erindi barst frá PFS. Tíðniheimild á 70 MHz rýmkuð samkvæmt beiðni ÍRA. 9. október
5. Fréttatilkynning send í tölvupósti til systurfélaganna  í IARU Svæði 1 um nýja heimild á 70 MHz. 10. október
6. 6a Vetrardagskrá ÍRA hófst. Úrslit í TF útileikunum 2018 ; verðlaunaplattar og viðurkenningarskjöl afhent. Elísabeth, RA1UAW kom í heimsókn í Skeljanes. 11. október 11. október
7. 7a Vetrardagskrá: TF3VB flutti ferðasögu þeirra TF3VD með YL-hóp til Frakklands í ágúst 2018. Ethan, N1SOH kom í heimsókn í Skeljanes. 18. október 18. október
8. Gangvegur við inngang í Skeljanesi brúaður með gangstéttarhellum á föstudegi; TF3-Ø33 og TF3JB. 19. október
9. 9a JOTA/JOTI 2018 var haldið í Skeljanesi frá kl. 09-19 á laugardegi. Kallmerkið TF3JAM m.a. starfrækt. Formaður SRAL, systurfélags okkar í Finnlandi kom síðdegis í heimsókn í Skeljanes. 20. október 20. október
10. Vetrardagskrá: TF3LM flutti erindi um niðurstöður mælinga á VHF/UHF handstöðvum. 25. október
11. Vetrardagskrá: TF3AM flutti erindi um ferðaloftnet á HF og TF3WS færði félaginu notað radíódót. 1. nóvember
12. Uppfærsla hjá Kortastofu ÍRA á laugardegi. TF3MH og TF3JB. 3. nóvember
13. Vetrardagskrá: TF3JB leiddi sófaumræður á sunnudegi um reglugerðarumhverfi radíóamatöra í 70 ár. 4. nóvember
14. 14a Þrjár turneiningar ásamt grunnstykki fluttar frá QTH TF2LL í Borgarfirði í portið fyrir utan Skeljanes. Nýr Prosistel PST-61 rótor var tollafgreiddur sama dag. TF2LL og TF3DC  önnuðust framkvæmdir.  6. nóvember 6. nóvember
15. Vetrardagskrá: TF3UA flutti erindi um flutningslínur. 8. október
16. Gerð pöntun á merkjum til límingar innanvert á bílrúðu með ÍRA félagsmerkinu eftir TF3KB. 12. október

innsetningar EFNIS á heimasíðu ÍRA 3. október – 13. nóvemer.

1. 7. október TF3EK verður í Skeljanesi 11. október.
2. 7. október 3. tbl. CQ TF er komið út.
3. 9. október Rýmkun tíðniheimildar á 70 MHz í höfn.
4. 12. október Vetrardagskrá ÍRA hófst 11. október.
5. 15. október Ferðasaga frá Frakklandi – 18. október.
6. 19. október Laugardagur: Skátar koma í Skeljanes.
7. 20. október Frábær ferðasaga í fimmtudegi.
8. 21. október JOTA 2018 – Líf og fjör í Skeljanesi.
9. 22. október Formaður SRAL í heimasókn hjá ÍRA.
10. 23. október TF3LM í Skeljanesi á fimmtudag.
11. 24. október CQ World Wide SSB keppnin 2018 um helgina.
12. 26. október Áhugaverðar niðurstöður mælinga á VHF/UHF.
13. 29. október TF3AM í Skeljanesi á fimmtudagskvöld.
14. 2. nóvember Sófaumræður í Skeljanesi í sunnudegi.
15. 2. nóvember Ferðaloftnet á stuttbylgjuböndum.
16. 3. nóvember Uppfærsla hjá Kortastofu ÍRA.
17. 4. nóvember Sófaumræður á sólríkum sunnudegi vel heppnaðar.
18. 5. nóvember TF3UA verður í Skeljanesi á Fimmtudag.
19. 9. nóvember Erindi Sæmundar TF3UA um flutningslínu.
20. 12. nóvember TF1A verður í Skeljanesi á fimmtudag.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × five =