,

15. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 29. Desember 2017.

Fundur hófst kl. 12:20 og var slitið kl. 13:20.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3WZ, TF3EK, og TF3DC

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Reglugerðarbreyting samþykkt

TF3JA tilkynnti að hjá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti hafi verið skrifað undir reglugerðarbreytingu um kallmerki og svæðaskiptingu fyrir jól.

Þegar formlegt svar hefur borist frá ráðuneyti munu þessar upplýsingar verða birtar á heimsíðu félagsins.

2. Breytingar á prófnefnd

TF3EK leggur til breytingar á Prófnefnd.

TF3GW kemur í stað TF3KB.

Eftir breytingu yrði prófnefnd skipuð: TF3DX, TF3KX, TF3VS, TF3EK og TF3GW.

Stjórn felur TF3WZ og TF3JA að ganga frá bréfi til prófnefndar.

Samþykkt einróma.

3. Námsefni og prófkröfur

TF3EK leggur til að próf og námsefni verði yfirfarið heilstætt. Þá með vísan til CEPT reglugerða. Leggur fram bréf með tilvísun í reglugerðar númer o.fl.

Það er skoðun stjórnar ÍRA að gera þurfi átak til að aðlaga námsefni og tilhögun prófa breyttu umhverfi. Hér er bæði um að ræða að ljúka vinnu sem hafin fyrir nokkum árum til að taka saman heildstætt kennsluefni fyrir amatör próf og að próf og námsefni verði í samræmi við tilmæli CEPT. Þessi tilmæli er að finna á slóðinni https://cept.org/ecc/topics/radio-amateurs. Í skjali T/R 61-02 er fjallað um námsefni til G leyfis og ERC Report 32 á við um námsefni til N leyfis. Í ECC Recommendation (05)06 er fjallað um próf fyrir einstaklinga með hamlanir. Ennfremur er það vilji stjórnar að unnið verði að því að innleiða nýjan leyfisflokk í samræmi við ECC Report 89.

Stjórn styður tillögu Einars og verður hún lögð fyrir Prófnefnd ÍRA.

4. Fræðslustjóri

TF3WZ leggur til að búið verði til embætti fræðslustjóra. Fræðslustjóri verði skipaður af stjórn ÍRA til þess að halda utan um almennt fræðslustarf og þar þá helst að halda námskeið  vegna prófs til radioamatörs. Vinnur þá fræðslustjóri að þeim verkefnum fyrir stjórn.

Hellstu verkefni fræðslustjóra yrðu:

  • Dagskrá námskeiðis
  • Samskipti við kennara
  • Samskipti við nemendur
  • Samskipti við Prófnefnd
  • Samskipti við PFS
  • Utanumhald á námskefni, prentun kennsluefnis o.fl.
  • Bókun / umsjón á húsnæði
  • Fréttaflutningur af námskeiði
5. Aðlögun prófs vegna aðstæðna.

TF3JA leggur til að Fræðslustjóra sé gefið það vald að geta gert tillögu til Póst- og fjarskiptastofnunar um að námsmaður fái aðlagað próf vegna sérstakra aðstæðna. TF3DC lagði fram það sjónarmið að þetta verkefni þ.e. framkvæmd prófa hvort sem það væri almenna prófið eða próf við sérstakar aðstæður yrði í höndum Prófnefndar eins og verið hefði. Ef menn teldu að þörf á að stofna til nýs embættis fræðslustjóra væri rétt að hann einbeitti sér að fræðslunni en kæmi ekki að framkvæmd prófanna. Heppilegast væri að halda þessum þáttum, kennsla vs. próf, aðskildum eins og rætt hefði verið áður í stjórninni og menn verið nokkuð sammála um.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − 3 =