,

18. apríl er alþjóðadagur radíóamatöra

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl ár hvert og ber að þessu sinni upp á miðvikudag. Það var þann mánaðardag árið 1925 sem alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, International Radio Amateur Union, I.A.R.U., voru stofnuð fyrir 87 árum.

Einkunnarorðin eru að þessu sinni: Gervitungl radíóamatöra: 50 árum fagnað í geimnum (Amateur Radio Satellites: Celebrating 50 Years in Space). Fyrstu gervitungl radíóamatöra voru OSCAR 1 og OSCAR 2 sem send voru á braut umhverfis jörðu þann 12. desember 1961 annarsvegar, og 2. júní 1962 hinsvegar.

Aðildarfélög I.A.R.U. eru í dag starfandi í 166 löndum heims með nær 4 milljónir leyfishafa.

Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum til hamingju með daginn!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 + eighteen =