,

2. Stjórnarfundur ÍRA 2009

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2009.02.03 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru
TF3HR, TF3SG, TF3AO, TF3GL og TF3SNN

1. Auknar tíðniheimildir

TF3GL setti sig í samband við Póst- og fjarskiptastofnun til að athuga með hvernig standa skyldi að beiðni um aukningu á heimildum á 40 metrunum skv. ákvörðun ITU. Hörður Harðarson hjá P&F svaraði því til að hægt væri að sækja um þetta og fá heimildina með bréfi, sem látið yrði gilda fram að næstu reglugerðarbreytingu. TF3HR og TF3GL munu semja og senda þetta bréf.

Varðandi 70 MHz-sviðið voru svör P&F þau, að líklega væri hægt að fá tilraunaleyfi einhvers staðar á sviðinu 70.0-70.5 MHz þrátt fyrir að tvær tíðniúthlutanir væru á sviðinu sem þó væru líklega lítið notaðar. TF3SG tekur saman efni í þetta bréf og semur í samráði við stjórnina. TF3GL sendir svo bréfið.

Einnig var spurt út í áframhaldandi heimildir til keppnisþátttöku á 1.850-1.900 kHz. Fram kom hjá P&F að ekkert fararsnið væri á skiparadíóinu en að öllum líkindum væri áfram hægt að fá áfram keppnisheimildir á sama grundvelli og verið hefur.

Ákveðið var að sækja ekki um heimildir á tíðnisviðinu kringum 500 kHz að sinni.

2. Útgáfumál

Ritstjóri CQTF TF3JA sagði af sér embætti í janúar eftir hlé á útgáfu blaðsins frá ágúst 2008. Í kjölfarið gaf stjórn út CQTF í janúarlok, og leitar nú að nýjum ritstjóra. Ákveðið var að næsta CQTF kæmi út kringum 15. apríl, og þá með aðalfundarboði og mögulegum lagabreytingartillögum.

3. Félagsfundur

Þar sem oft hefur verið haldið félagsfundur að áliðnum vetri var ákveðið að stjórn sendi út á vefspjall félagsins almenna fyrirspurn til félagsmanna um hvort menn teldu tilefni til að halda slíkan fund, og hver fundarefni ættu þá að vera. TF3HR mun senda tilkynninguna og taka saman svörin.

4. Flóamarkaður

Ákveðið var að halda flóamarkað í mars. Þar sem verið er að gera tilraunir með sunnudagsopnun í sjakknum í vetur var álitið upplagt að halda flóamarkaðinn við slíkt tækifæri. TF3SG sér um þetta í samráði við TF3SNN.

5. Aðstöðumál

Rætt var um möguleg prójekt í loftnetamálum í kjölfar opnunar nýja sjakksins. Fyrir utan nýjan turn sem verið hefur á stefnuskránni, var rætt um möguleikana á vírloftneti – t.d. 40 metra vír sem ynni sem hálfbylgja á 80 og kvartbylgja á 160 metrunum. Ákveðið var að gangast fyrir slíkum tilraunum einhvern sunnudagsmorguninn. TF3SG tímasetur og tilkynnir.

6. Námskeið

Örfáir hafa lýst áhuga á amatörnámskeiði í vetur. Ákveðið var að auglýsa námskeið á heimasíðunni og hugsanlega hafa samband við Ferðaklúbbinn 4×4 og Landsbjörgu varðandi auglýsingu á námskeiðinu og hugsanlega fjárhagslegan stuðning.

Fundi slitið kl 22.30

Fundargerð ritaði TF3GL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen + 4 =