,

AÐGANGUR AÐ 2 METRA BANDINU

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Georg Kulp, TF3GZ settu upp fyrr í sumar svokallaðan „HT“ hugbúnað í tengslum við 2 metra bandið.

Hugbúnaðurinn gefur félagsmönnum sem eru með búsetu þar sem ekki næst samband við VHF endurvarpa eða eru á ferðalagi og ná ekki sambandi við endurvarpa á 2 metrum – en hafa aðgang að netinu – aðgang í gegnum TF3RPB (QRG 145.650 MHz) endurvarpann í Bláfjöllum með því að sækja forrit á heimasíðu HT:
ttps://play.google.com/store/apps/details?id=com.benshikj.ht&hl=en_US

Á heimasíðunni er í boði frítt „HT DWP“ „app“ til að tengjast Bláfjöllum yfir netið – t.d. í gegnum heimilistölvu eða GSM síma. Félagsmenn um allt land geta þannig fengið afnot af 2 metra bandinu. Notaður er UHF hlekkur í Bláfjöllum (QRG 439.975).

Eins og er fara fjarskiptin fram í gegnum búnað á heimili Georgs Kulp, TF3GZ í Reykjavík en fyrirhugað er að flytja búnaðurinn á endanlegt QTH innan tíðar. Það er félagssjóður ÍRA sem kostar verkefnið, samkvæmt samþykkt á fundi stjórnar ÍRA þan 19. október (2023).

Sérstakar þakkir til þeirra Ara og Georgs fyrir aðkomu þeirra að þessu mikilvæga verkefni.

Þakkir einnig til félagsmanna sem hafa lagt til búnað til verkefnisins: TF1EIN aflgjafa; TF3GZ Diamond loftnet og TF3JB Samsung GSM síma.

Vegna fjölda fyrirspurna eru þessar upplýsingar endurteknar, en þær voru fyrst settar á heimasíðu ÍRA og FB síður 31. maí s.l.

Stjórn ÍRA.

VGC VR-N7500 VHF/UHF stöð sem félagssjóður ÍRA festi kaup á til verkefnisins.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

9 − 8 =