,

6. Stjórnarfundur ÍRA 2015

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 16. júní 2015.

Fundur hófst kl. 19:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3FIN, TF3GB, TF3DC, TF3EK, TF3SG og TF8KY.

Fundarritari: TF3GB

Dagskrá

1. Stjórnarskipti

Sóttu fundinn fyrri stjórnarmenn, þar voru TF3DC, TF3GW og TF3GB úr fyrri stjórn og var því um stjórnarskiptafund að ræða.

Þegar 3GW hafði skilað af sér, yfirgaf því fundinn um 1930.

2. Frá aðalfundi

Farið var yfir þau mál sem voru í gangi fyrir síðasta aðalfund. Þau helstu voru t.d.70 ára afmælisnefnd, námskeiðspeningar og útgáfa íslensks námsefnis, málefni tengd 3GL, girðingarmál og fleira smálegt.

3. Loftnet

Þá hafði fyrri stjórn verið að íhuga kaup á nýjum rótor í stað Alpha-Spid rótorsins, sem er orðinn lélegur, þótt tekist hafi að koma honum til gangsins í bili. Spurningin er bara hvaða tegund af rótor sé best að kaupa. Ljóst er einnig að turninn undir stóru greiðunni þarf að laga

4. Fjaraðgangsmál og námskeið

3DC minntist á fjaraðgangsmálið og gang þess, námskeiðshald og það að sér þyki mjög mikill tími fara í stjórnunarstörf í ekki stærra félagi. 3JA taldi að námskeiðið hefði tekist mjög vel og hátt hlutfall staðið sig með ágætum. 3GB benti á að mestu máli skipti hve margir þeirra sem stæðust próf kæmu í loftið (tækju út leyfi). 3DC benti einnig á að það væru ekki endilega „glataðar sálir“, sem ekki kæmu strax í loftið, svo sem dæmi sanna.

5. Yfirferð á lögum félagsins

3GB minntist á tillögu sína á aðalfundinum um að kosin yrði nefnd til að fara yfir lög félagsins. Hann vildi taka fram að þetta hefði ekki verið gert í þeim tilgangi að kasta fram komnum lagabreytinga- tillögum fyrir róða. Hugsunin hefði verið að fá valinkunna menn til að fara yfir lögin, án þess að stjórn félagsins væri með puttana í málinu. Nefndin skyldi hafa fram komnar tillögur til meðferðar, auk þess að koma mætti ábendingum á framfæri við hana á starfstímanum. 3EK lagði til að félagsmenn fengju að hitta nefndina í haust.

6. Þáttaka í keppnum

Þá varð umræða um þáttöku ÍRA í alþjóðlegum keppnum keppnum, en bent var á að ástand klúbb- stöðvarinnar væri þannig, að varla væri raunhæft að taka þátt í bili. 3JA lagði til að stefnt yrði að þáttöku klúbbstöðvarinnar í SACkeppninni. Þá voru VHF og HF útileikar innanlands til umræðu. Engir skiluðu inn loggum í VHF leikunum í fyrra og tveir skiluðu inn loggum í HF leikunum, en það þótti ekki tilefni til verðlaunaafhendinga. Veltu menn því fyrir sér, hvers vegna stöðvar sem voru í loftinu á HF leikunum skiluðu ekki inn loggum. 3SG sagði útileikana skemmtilega.

7. Tæknisafnið

Þá var til umræðu uppákoma í tengslum við Tæknisafnið á Seyðisfirði (27. júl. ?), vitahelgin og framkvæmd hennar.

8. Önnur mál

Umræða varð um nefndir og embætti á vegum félagsins á niðurstöðu. 8KY tók að sér að skoða heimasíðuna með breytingar í huga. Miðað er við að nota hýsinguna og hug- búnaðinn sem fyrir er. 3JA lagði til að fyrrverandi formenn félagsins myndi afmælisnefndina.

Breytt af TF8KY 25.08.2015 skv. ákvörðun 9. stjórnarfundar þann 21.07.2015.: Ummæli höfð eftir TF3SG tekin út sem hann taldi að rangt hefðu verið höfð eftir.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × five =