,

2. Stjórnarfundur ÍRA 2015

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 5. febrúar 2015.

Fundur hófst kl. 18:00 og var slitið kl. 20:00.

Stjórn: Formaður TF8HP, varaformaður TF3GW, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3KX, varamaður TF3TNT.

Mættir: TF8HP, TF3GW, TF3DC, og TF3GB.

Fundarritari: TF3GB

Dagskrá

1. Loftnetsmál.

Hustler-net félagsins hefur verið hreinsaður og er tilbúinn til uppsetningar ef hugur stendur til þess. SteppIr greiðan er í lamasessi. Borði í reflektor slitinn, bóma orðin laus í reipunum. Veður og vindar hafa leikið netið grátt. Ákveðið að kanna hvort varahlutir fást í netið og hver kostnaðurinn yrði. Ákveðið að vinda bráðan bug að því að koma upp Fritzel netinu, sem Stefán, TF3SA, gaf félaginu á sextugsafmæli þess. Með því móti væri hægt að gera við SteppIr greiðuna í rólegheitum og setja hana upp aftur eða hafa til vara.

2. Styrkur Borgarinnar

Síðasta stjórn sótti um styrk til námskeiðshalds og kynningar í nafni félagsins. Vegna tímaskorts og mannfæðar hefur þetta því miður ekki komist af stað og óráðið hvað verður í náinni framtíð. Fannst mönnum því heiðarlegast að skila styrknum. Gjaldkeri var beðinn að ræða þetta við fulltrúa Borgarinnar.

3. Námsefni á Íslensku

Fundarmönnum fannst  tímabært að taka saman námsefni til amatörprófs á Íslensku. Var þá m.a. litið til nýútkominnar bókar norska félagsins og annars efnis sem systurfélög ÍRA á Norðurlöndunum og í Evrópu hafa gefið út.

Umræða um tilhögun radíóamatöraprófa.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

15 − seven =