,

4. Stjórnarfundur ÍRA 2016

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 14. júní 2016.

Fundur hófst kl. 16:30 og var slitið kl. 17:45.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, og TF3WZN

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Varðandi umsókn Reynis Smára Atlasonar (TF3CQN).

Samkvæmt tillögum Prófanefndar og samkvæmt öðru fyrirliggjandi efni leggur stjórn ÍRA til að Reynir Smári Atlason er búsettur er í Danmörku fái N-leyfi og einkennið TF3CQN. Erindið var sent til PFS.

2. Erindi frá Ríkisskattstjóra

Koma þarf upplýsingum til Ríkisskattsstjóra um nýja stjórn ÍRA til skila. Búið er að skila inn upplýsingum um stjórnarmeðlimi en það vantar að koma til hans undirritðum lögum félagsins. Getum vonandi klárað málið á næsta stjórnarfundi sem fyrirhugaður er 22. júní kl 16:30.

3. Útileikar 2016

TF3EK fór yfir stöðu útileikanna 2015 í stuttu máli og kvaðst hafa fengið 7 logga en enn væru 6 loggar útistandandi. Farið var yfir tillögur til breytinga á útileikunum og fjallað um tillögur TF2LL og TF3EK til úrbóta. Ákveðið var að stofna til pósthóps og virkja þá er hugsanlega hefðu áhuga á því að koma að Útileikunum 2016 og vinna að breytingum þeirra vegna. Ritari mun setja saman hópinn en TF3EK mun hafa í höndum verkstjórn með málefninu. Öllum félagsmönnum er velkomið að taka þátt við endurskipulagningu Útileikana. Áhugasamir hafi samband við ritara. Einnig verða ítrekuð skil á loggum vegna 2015 en það vantar logga frá TF8HP, TF8KY, TF3JA, TF3BM, TF1JI og TF5BY.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven − two =