,

2. Stjórnarfundur ÍRA 2016

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 16. mars 2016.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3FIN, ritari TF3GB, gjaldkeri TF3DC, meðstjórnandi TF3EK, varamaður TF3SG og varamaður TF8KY.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF8KY, TF3EK og TF3SG.

Fundarritari: TF8KY

Dagskrá

1. Fundargerð 1. stójrnarfundar.

Fundargerð 1. stjórnarfundar 2016 lögð fram og samþykkt. Fundargerðir eru á heimasíðu ÍRA undir „Fundargerðir stjórnar ÍRA“

2. Fjármál og innkaup

Að sögn gjaldkera hafa xx félagsmenn greitt félagsgjaldið fyrir yfirstandandi starfsár. Til að koma SteppIR loftnetinu í lag þarf að panta íhluti fyrir um 100 þkr. ákveðið að bíða með þau kaup. Frá því í haust hefur félagið haft Alfa Spid rótor að láni frá TF3JA. Ákveðið að kaupa rótorinn og gjaldkera falið að semja um verðið við eigandann.

3. Prófnefnd

Samþykkt að skipa Einar Kjartansson, TF3EK í Prófnefnd í stað Smára, TF8SM. Formanni falið að tilkynna formanni prófnefndar þessa ákvörðun og koma á framfæri þakklæti til Smára fyrir hans störf í Prófnefnd.

4. Kosovo

Samþykkt að fela formanni að senda stjórn amtörfélagsins í Kosovo hamingju óskir í tilefni af aðild þeirra að IARU.

5. NRAU samstarf

Formaður hefur verið í samskiptum við NRAU um loftnetamál amatöra og komin er fram tillaga um að vinna sameiginlega að tillögu að reglum sem yrðu lagðar fyrir yfirvöld í hverju landi fyrir sig. Samþykkt að fela formanni að skerpa á því samstarfi og samræmingu atkvæðagreiðslu í ýmsum málum innan IARU.

6. Námskeið 2016

Námskeiðið sem hófst 1. febrúar gengur vel og áætlað að próf verði haldið daginn fyrir sumardaginn fyrsta 20. apríl. Þáttakendur hafa verið 13.

7. Félagsfundur um starfssemi félagsins

Ákveðið að boða til félagsfundar laugardaginn 2. apríl klukkan 13 þar sem fjallað verður almennt um starf ÍRA á afmælisárinu og óskað verður eftir að laganefnd mæti og kynni sínar hugmyndir um breytingu á lögum félagsins.

Ákveðið að minna á í fundarboði að tillögur um lagabreytingar eiga að berast til stjórnar fyrir 15. apríl: – “enda hafi frumvarp að nýjum eða breyttum greinum borist stjórn félagsins fyrir 15. apríl”

Einnig ákveðið að minna á í fundarboði eftirfarandi skriflega dagskrártillögu frá síðasta aðalfundi:

„Undirritaður leggur til að framkomnum breytingartillögum á lögum ÍRA verði vísað til 3 manna nefndar sem aðalfundur kýs sér. Nefndin hafi starfstíma til 15. apríl 2016. Nefndin taki við ábendingum og athugasemdum á starfstímanum. Móti tillögur sem verði sendar út með aðalfundarboði 2016. Bjarni Sverrisson TF3GB“ Tillagan samþykkt með 25 atkvæðum.

Samþykkt að senda Lagabreytingarnefnd ÍRA eftirfarandi tillögu stjórnar ÍRA: „Stjórn ÍRA 2015 – 2016 gerir það að tillögu sinni til Lagabreytinganefndar ÍRA að hún taki inn í tillögu sína að nýjum lögum/samþykktum fyrir félagið að fjárhagsár félagsins verði framvegis almanaksárið og athugi með heppilega tímasetningu aðalfundar í því sambandi. Hugnast okkur vel að hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags þessara mála hjá félaginu hér áður fyrr – þegar fjárhagsárið var almanaksárið og aðalfundur haldinn í febrúar eða mars.“

8. Fjarstýrð stöð hjá ÍRA

TF3EK ætlar að leggja fram tillögu um búnað og kostnaðaráætlun.

10. Önnur mál rifðjuð uppfrá 1. stjórnarfundi 2016

Gögn félagsins frá upphafi; Frekar lítið er til af gögnum í aðstöðu félagsins í Skeljanesi en vitað að um aldamótin var safnað saman því sem til var þá og komið fyrir á Borgarskjalasafni. Listi yfir þau gögn er á heimasíðu félagsins. Ákveðið að TF3JA sendi öllum núlifandi formönnum félagsins bréf og kanni hvort þeir viti hvar gögn og gamlar fundargerðarbækur geti verið niðurkomnar.

Afmælisár ÍRA: Ákveðið að TF3JA kanni vilja fyrrverandi formanna ÍRA til að taka þátt í afmælisnefnd. Rætt um á hvern hátt skuli afmælisins minnst: Komið er leyfi fyrir að allar íslenskar amatörstöðvar geti notað 70 í sínu kallmerki í stað svæðistölunnar. TF70W og TF70IRA hafa þegar komið í loftið. Rætt um að gefa út afmælisblað, halda afmælishátíð og sýna getu radíóamatöra til að halda uppi fjarskiptum um alla jörð óháð innviðum samfélagsins og hefðbundnum fjarskiptakerfum. Stjórnarmenn ætla að setja fram tillögur hver fyrir sig um hverju félagið gæti staðið fyrir í tilefni afmælisársins og senda til formanns sem fyrst.

Viðburðir á vegum ÍRA fram að aðalfundi: Stjórn vill hitta lagabreytinganefnd, halda félagsfund, halda fræðslufundi um SDR o.fl., vísindaleiðangur til TF2LL, TF3EK ætlar að setja upp tillögu. Stjórnin hefur ennþá von um að takist að opna fyrir aðgengi félagsmanna að stöð félagsins.

Stöð félagsins: Loftnet, eftir er að ljúka viðgerð á SteppIR loftnetunum, yfirfara Fritzel fyrir sumarið, setja vindu á turn, ganga frá löngum vírum og setj upp 160 metra loftnet a la TF3EK.

Aðalfundur: Aðalfundur ÍRA 2016 verður……. Aðalfundurinn verður boðaður með tilkynningum á heimasíðu og póstlista fyrir lok mars með ábendingu til félagsmanna um að skv. 27. gr. félagslaga verða tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl. Fundarboð aðalfundar verður sent í tölvupósti til félagsmanna og birt á heimasíðu og póstlista í lok apríl. Tillögur að lagabreytingum verða sendar með fundarboði. Skýrsla stjórnar 2015-2016 og ársreikningur verða lagðar fram á síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund.

CQ TF – blað og upplýsingaleiðir til félagsmanna: Stefnt að útgáfu fyrir félagsfund og síðan öðru blaði fyrir aðalfund.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − 11 =