,

1. stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 18. janúar 2017.

Fundur hófst kl. 19:00 og var slitið kl. 21:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZ, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EK, TF8KY og TF3WZ

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Leyfismál

TF3EK ætlar að búa til tillögu um að leyfa svokallað grunnleyfi (Entry Level). Skoða á hvernig önnur lönd haga svona málum. En hugmyndin yrði þá að 3 leyfi yrðu í boði. Grunnleyfi, N leyfi og G leyfi.

2. Aðalfundur

TF3JA setti fram tillögu um að aðalfundur verði haldinn 19. Febrúar 2017. Hugmynd um að láta fund hefjast klukkan 10:00 og enda klukkan 12:00. Klukkan 12:00 yrði matur reiddur fram og að mat loknum yrðu mögulega fyrirlestur o.fl. því tengt.

3. Félagsaðstaða

TF3EK og TF3JA koma með þá tillögu að settur verði á fót lítill hópur sem tæki að sér umsjá félagsaðstöðu ÍRA. TF3JA ætlaði að ræða við Svein Goða, TF3ID. Almennt samþykki var fyrir því að prófa þessa tillögu.

4. Námskeið

TF3JA setur þá tillögu um að halda námskeið á vorinu. Nokkrir hafa sýnt því mikinn áhuga. Fyrirkomulag námskeiðs er hinsvegar til umræðu, þ.e. lengd/hraði o.fl. því tengt. Vangaveltur eru um námskeiðsgjald, þ.e. upphæð. Fara þarf yfir kostnað er fylgir námskeiði

5. Námsgögn og tími

TF3WZ kom með þá tillögu að farið yrði yfir námskeiðsgögn. Þ.e. fara yfir kaflaskiptingu og tíma sem þarf til að kenna hvern kafla. Tíma sem þarf í verkefnavinnu o.fl. tengt lengd og skiptingu námskeiðs.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + ten =