,

2. Stjórnarfundur ÍRA 2017

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 20. febrúar 2017.

Fundur hófst kl. 12:00 og var slitið kl. 14:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZ, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK og TF3DC.

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Tímasetning Aðalfundar

TF3DC mótmælir tímasetningu Aðalfundar og leggur til að fundurinn verði haldin kl 14:00 en ekki kl 10:00 eins og stefnt er að. TF3JA ætlar að skoða málið en telur að auglýst tímasetning muni standa.

2. Málefni félagsaðstöðunnar

Tiltekt hefur staðið yfir í Skeljanesi. Þegar er búið að færa bókahillur og sófasett. Kjallarinn hefur verið í skoðun en þar liggja tæki undir skemdum vegna raka. Til stendur að koma gömlum tækjum fyrir á hillu við hlið eldhúsins í Skeljanesi og verða tækin ekki seld en sá leiði misskilningur fór af stað á meðal félagsmanna að það stæði til. Hins vegar eru önnur tæki og tól í kjallaranum sem gæti staðið félagsmönnum til boða ef áhugi er fyrir hendi. Rætt var um að fá áhugasaman félagsmann til þess að sjá um þau tæki sem sett yrðu í hilluna við eldhúsið og myndi sá aðili þá jafnframt setja þau upp á tillidögum í sjakk félagsins t.d. eða jafnvel hafa þau þar til frambúðar. Það er greinilegur áhugi á meðal félagsmanna um þessi eldri tæki og vonast stjórnin til að einhver þeirra gefi sig fram fljótlega. Stjórnin ræddi einnig um að fleiri félagsmenn mættu hjálpa til við að framkvæma það sem þyrfti að gera en nóg er af verkefnum í Skeljanesi.

3. Aðalfundurinn 2017

Tillaga kom frá formanni að halda Aðalfundinn í húsnæði í Garðabæ og tvískipta fundinum. Fyrri hlutinn yrði þá venjuleg Aðalfundarstörf, en seinni hlutinn yrði þá opið hús með fyrirlesurum og að tæki yrðu á staðnum. Matur og kaffi yrði á boðstólnum. Stjórnarmenn gerðu athugasemd við kostnað þessu samfara og var sættst á að halda fundinn í Skeljanesi. Fimmtudaginn 23. febrúar mun verða kynnt áætlun um þrif og málningarvinnu í Skeljanesi. Leitað verður til félagsmanna um aðstoð við framkvæmdir.

4. Lagabreytingar

Rætt var um fyrirhugaðar lagabreytingar og nokkur atriði rædd varðandi þær.

5. IARU erindi

Rætt var um erindi frá TF3VS vegna bréfs frá VK5EEE varðandi “Ethics and Operating Procedures for the Radio Amateur” sem barst félaginu. Þar kemur fram að form CW viðskipta er orðið heldur frjálslegt og var þar nefnt dæmi: CQ DX DX = LP ON4UN ON4UN DX DX = LP . Í bréfinu kemur fram áhugi á að fara yfir EOPRA. Málið er í skoðun.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 4 =