20 ÁR Í SKELJANESI
Félagið Íslenskir radíóamatörar (ÍRA) flutti í Skeljanes í mars 2003. Um páskana 2023 voru því liðin 20 ár frá því flutt var í núverandi húsnæði.
Dvölin í Skeljanesi hefur verið farsæl í þessi 20 ár. Félagið var áður til húsa á eftirtöldum stöðum: Að Fríkirkjuvegi 11 (1964-69), Vesturgötu 68 (1969-78), Dugguvogi 1b (1978-86), 1 götu 4 í Árbæ (1986-95) og á Holtavegi 11 (1995-2003). Félagið hafði ekkert fast húsnæði á árabilinu 1946-1964.
Lýsingin á húsnæðinu er eftirfarandi: „Húsnæðið er á 1. hæð hússins. Gengið upp nokkrar tröppur og þá til vinstri í sal sem gagnast sem almennur samkomu- og fundarsalur. Inn af salnum er eldhús. Félagið deilir þessum vistarverum með öðrum í húsinu. Á efri hæð hefur félagið til afnota tvö sérherbergi. Annars vegar fyrir félagsstöðina TF3IRA og hins vegar minna herbergi fyrir QSL stofu og vísi að smíðaaðstöðu. Þessu til viðbótar hefur félagið geymslu í kjallara“.
Þakkir til forsvarsmanna aðila sem félagið deilir með húsnæði í Skeljanesi. Og síðast, en ekki síst þakkir til ÍTR fyrir framúrskarandi gott samstarf.
Stjórn ÍRA.
Myndin að ofan er af þeim Haraldi Þórðarsyni TF3HP þáverandi formanni ÍRA og Jóhannesi Óla stöðvarstjóra ÍTR þar sem þeir handsala húsnæðissamning ÍRA við Íþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur í janúar 2003. Ljósmynd: Haraldur Haraldsson.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!