,

22. ráðstefna IARU Svæðis 1

Framkvæmdanefnd IARU Svæðis 1 fyrir starfstímabilið 2011-2014.

22. ráðstefna IARU Svæðis 1 var haldin í Sun City í Suður-Afríku dagana 12.-19. ágúst s.l. Alls sóttu fulltrúar 54 landsfélaga viðburðinn og var þetta í fyrsta skipti sem hann er haldinn í Afríku. Landsfélag radíóamatöra í Suður-Afríku, SARL, hafði veg og vanda af undirbúningi ráðstefnunnar sem þótti heppnast vel. Í.R.A. sendi ekki fulltrúa á fundinn að þessu sinni (vegna kostnaðar) en stjórn félagsins veitti fulltrúum norska landsfélagsins, NRRL, umboð til að fara með atkvæði Í.R.A. á ráðstefnunni og annaðist Kristján Benediktsson, TF3KB, IARU tengiliður félagsins þau samskipti.

Eftirtaldir leyfishafar skipa framkvæmdanefnd IARU Svæðis 1 næstu þrjú ár (2011-2014): Hans Blondeel Timmerman, PB2T (formaður), Hani Raad, OD5TE (varaformaður), Dennis Green, ZS4BS (ritari), Andreas Thiemann, HB9JOE (gjaldkeri), Thilo Kootz, DL9KCE (meðstjórnandi), Colin Thomas, G3PSM (meðstjórnandi), Nikola Percin, 9A5W (meðstjórnandi), Anders Larsson, SM6CNN (meðstjórnandi) og Panayot Danev, LZ1US (meðstjórnandi. Hans Blondeel Timmerman, PB2T, formaður, er þriðji frá vinstri á meðfylgjandi ljósmynd. Næsta ráðstefna Svæðis 1 (nr. 23) verður haldin í Varna í Búlgaríu í september 2014.

Nánar verður fjallað um ráðstefnuna í 4. tbl. CQ TF sem kemur út í september n.k.

Fréttatilkynningu frá ráðstefnunni má lesa á meðfylgjandi hlekk: http://www.iaru-r1.org/index.php?option=com_content&view=article&id=826:iaru-region-1-22nd-general-conference-news-release&catid=1:latest-news&Itemid=50

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + 11 =