GÓÐ SKILYRÐI Á HF
Áhugaverð skilyrði hafa verið undanfarna daga á HF böndunum. Sólblettir hafa risið upp í 25 (en eru 15 þegar þetta er skrifað) . Flux‘inn hefur einnig farið upp, a.m.k. í 75. 20 metra bandið var t.d. opið fram yfir miðnætti í gærkvöldi.
TF stöðvar hafa haft mikið af samböndum niður í Kyrrahafið, mörg kallsvæði í VK og ZL og a.m.k. ein TF stöð, TF1OL, náði frábærum DX í morgun (13. október) þegar haft var QSO við KHØ/KCØW á 14 MHz í Saipan í Mariana eyjaklasanum í Kyrrahafinu.
Mariana eyjar eru í CQ svæði 27, IOTA númer er OC-086 og fjarlægð frá TF er um 11.150 km. Landið er nr. 170 á lista Club Log yfir eftirstóttustu DXCC einingarnar. Útlit er fyrir að þessi góðu skilyrði haldist eitthvað áfram.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!