3. Stjórnarfundur ÍRA 2017
Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar
Skeljanesi, 9. mars 2017.
Fundur hófst kl. 16:00 og var slitið kl. 19:00.
Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZ, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.
Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EO, TF3EK, TF3WZ, TF8KY og TF3NE.
Fundarritari: TF3EO
Dagskrá
1. Aðalfundargerð og stjórnarfundagerðir
Farið var yfir Aðalfundarritgerð 2016. Verður fundagerðin birt á nýjum vef ÍRA. Einnig var rætt um síðasta stjórnarfund og þær athugasemdir sem komu þar fram varðandi Aðalfund.
2. Gjaldkeri fer yfir reikninga
TF3EK fór yfir reikninga síðasta árs. Rætt var um að fráfarandi gjaldkeri síðustu stjórnar hafi mælt með niðurfellingu ársgjalds félagsins fyrir árið 2016. Aðalfundurinn árið 2016 samþykkti hinsvegar að rukka samt sem áður árgjaldið. Ómögulegt reyndist að framkvæma það eftir síðustu lagabreytingu nema rukka félaga tvisvar á liðnu ári, því var ákveðið að rukka ekki árgjaldið. TF3Ek eignfærði IC-7300 stöðina og leggur til að eignaskrá afskrifist um 20% á ári. Málið var rætt og nokkrir fletir skoðaðir í sambandi við það. Einnig var rætt um hvaða félagar teldust löglegir á Aðalfundi og hverjir ekki og var rætt um að 5-10 félagar myndu ekki hafa atkvæðisrétt að óbreyttu.
3. Reglugerðarbreytingar og samráð við PFS, truflanir o.fl.
TF3JA telur að áhugi sé fyrir því að leggja niður N-ið í kallmerkjum félaga. Rætt var um nýtt leyfisþrep fyrir nýliða en það kom fram að Sænska Amatörfélagið sóttist eftir slíku hjá Sænska PFS en því var hafnað. Því er líklegt að Íslenska PFS geri slíkt hið sama. Rætt var um að leggja niður íslensku kallmerkjasvæðin til þess að fjölga kostum við úthlutun íslenskra kallmerkja, þ.e. að halda númerunum en binda ekki kallmerki við svæðin. TF3EK mun undirbúa tillögur þess efnis sem lagt verður fyrir stjórnina og að lokum fyrir Aðalfund.
Rætt var um truflanamálið svokallaða og telur stjórnin að menn hafi lært af þessu og ólíklegt sé að þannig tilfelli komi upp aftur. Einnig kom fram að talið er að ALC hafi verið bilaður í umræddu máli og við því hafi lítið verið hægt að gera.
Rætt var um meðmæli stjórnar ÍRA fyrir kallmerki sem úthlutuð hafa verið og er stjórnin tilbúin að rökstyðja öll meðmæli við þá sem þess óska. Rætt var um að stjórn ÍRA ætti aldrei að standa í vegi fyrir óskum amatöra í áhugamálinu.
4. Aðalfundurinn 12. mars 2017
Aðalfundur ÍRA árið 2017 verður kl 10:00 að morgni í Skeljanesi sunnudaginn 12. mars. Leitað var til Haraldar Þórðarsonar, TF3HP, um fundarstjórn og tók hann beiðninni vel. Einnig var rætt við Andrés Þórarinsson, TF3AM, um að taka að sér starf ritara Aðalfundar og tók hann vel í þá ósk. Stjórnin bíður sig öll fram áfram en TF3EO mun ekki óska eftir ritarastarfinu en bíður sig fram sem varamaður í stjórn.
Rætt var um félagsgjaldið og var ákveðið að það verði óbreytt. Einnig var rætt um að félagar hafa lagt félaginu lið fjárhagslega á liðnum mánuðum með útvegun á tækjakosti svo sem tölvum og húsbúnaði sem og viðgerðum á búnaði félagsins.
Ríkisskattstjóri hefur óskað efttir því að bætt verði við lög félagsins ákvæði um slit þess ef til þess kæmi. Nauðsynlegt er að nefna til aðila eða félagasamtök sem fengu eigur félagsins ef til slita kæmi. Nokkrar tillögur voru ræddar og laganefnd verður endurvakin til þess að fjalla um málið sem að lokum verður lagt fyrir Aðalfund árið 2018.
Stjórnin samþykkti að ný heimasíða ÍRA verði sett í loftið 9. mars. Frétt verður skrifum um það og óskað verður eftir efni sem og ábendingum varðandi síðuna.
Rætt var um skýrslu formanns og verður skýrslan send stjórnarmönnum fyrir Aðalfund.
Rætt var um nefndir og embættismenn ÍRA. QSL manager, VHF manager, Ritstjóri CQTF, EMC nefnd, Prófnefnd, Neyðarfjarskiptastjóri, Rekstrarstjóri vefmiðla, VHF leikar, TF útileikar, Viðurkenningarstjóri, Stöðvarstjóri ÍRA, IARU tengiliður
5. Námskeið 2017
Nýtt amatör námskeið hefst föstudaginn 10. mars í húsakynnum ÍRA en þar hafa staðið yfir breytingar undanfarið. Ef hinsvegar fleiri sækja námskeiðið en húsnæðið leyfir verður námskeiðið flutt í HR. Talað var um að 15 hefðu sýnt áhuga og að tveir væru búnir að greiða fyrir námskeiðið. Einnig var rætt um að setja upp Skype fjarfundarbúnað og gefa þannig utanbæjarfólki möguleika á að stija námskeiðið. Stefnt er á próf 22. apríl 2017.
6. Skeljanes og tillögur Ölvis
Ölvir, TF3WZ, kynnti nýja heimasíðu félagsins og sýndi mönnum hvernig efni væri sett inn á vefinn. Hann sýndi einnig hvernig vefurinn kemur út á snjalltækjum og var allmenn ánægja á meðal stjórnarmanna með útkomuna. Hann kynnti einnig tillögur um húsbúnað og útlit Skeljaness. Legggur hann til að útbúin verði kennslustofa í öðru rýminu en setustofa hinu. Hefur honum tekist að fá góðan afslátt hjá IKEA varðandi húsbúnaðinn
Leist stjórnamönnum vel á hugmyndir hans og verða þær kynntar á Aðalfundi. Ölvir kynnti einnig fleiri hugmyndir varðandi önnur rými og eldhúsið. Ölvir hefur einnig útvegað skjávarpa sem ráðgert er að setja varanlega upp í loft kennslustofunnar.
Rætt var um sambúðina við Ættfræðisetrið, aðkomu Reykjavíkurborgar o.fl. tengt Skeljanesi. Ákveðið var að TF3JA og TF3NE myndu fara á fund Hrólfs hjá Reykjavíkurborg og ræða við hann um nokkur atriði og framtíð Skeljaness.
7. Alþjóðlegt samstarf NARU og IARU-R1
Alþjóðlegt samstarf NRAU og IARU-R1, þátttaka ÍRA í ráðstefnum 2017 og staðfesting aðalfundar ef við á, Misræmi í leyfisveitingum CEPT hjá Norska P&F og Íslenska P&F.
8. Önnur mál
Ekki voru tekin fyrir önnur mál.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!