,

3. Stjórnarfundur ÍRA 2009

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2009.03.03 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru
TF3HR, TF3SG, TF3AO, TF3GL, TF3SNN og TF3HP

1. Vetrardagskrá

Flóamarkaður: Stöðvarstjóri TF3SNN og TF3AO fóru yfir gripi í eigu félagsins m.t.t. að leggja til á flóamarkað. Ýmislegt er til sem gott væri að koma út fyrir lítinn pening. Stefnan er sett á sunnudaginn 15. mars. TF3SG stendur fyrir framkvæmdinni og kynningu á henni.

Sunnudagsopnun: Um var rætt að best væri að hafa yfirlýst markmið fyrir hvern sunnudag og að auglýsa þyrfti hvað gera ætti. Ákveðið var að halda sunnudagsopnun áfram út apríl.

Loks var farið yfir næstu fimmtudagsfyrirlestra en TF3SG heldur utan um þau mál að venju.

2. Aðalfundur

Ákveðið var að halda aðalfund félagsins laugardaginn 23. maí. TF3AO og TF3SNN ganga úr stjórn eftir 2 ára stjórnarsetu, og hyggst TF3AO ekki gefa kost á sér til endurkjörs að þessu sinni. Formaður TF3HR sendir út tilkynningu þessa efnis á vef félagsins.

3. Námskeið

Fjöldi áhugasamra þátttakenda hefur aukist verulega eftir að fyrirhugað námskeið var auglýst. Stefnt er að því að halda námskeið í vor, en vísir að fyrirlestraröð er kominn á wiki-vef félagsins ásamt námsefnis-gagnasafninu.

Fundi slitið kl 22.00

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × two =