3. Stjórnarfundur ÍRA 2013
Fundargerð
Mættir: TF3JB, TF3UA, TF3EE, TF3WIN, TF3BJ, TF3AM, TF3CY, Fundur settur kl. 19:40.
miðvikudaginn 10. apríl 2013 kl. 19:30 að QTH TF3AM
1. Dagskrá samþykkt samhljóða
2. Fundargerð seinasta fundar samþykkt samhljóða
3. Innkomin/útsend erindi
(a) 25.2.2013; sent erindi frá PFS; upplýsingar um skipulag námskeiðs Í.R.A. til amatörprófs 2013.
(b) 17.2.2013; sent erindi til IARU Svæðis 1; stuðningur við frumvarp NRRL á fundi HF nefndar í apríl n.k. vegna JOTA.
(c) 27.2.2013; send jákvæð umsögn með annmarka um úthlutun kallmerkisins TF3JON í stað TF3LMN til Jóns Svavarssonar. Nokkuð var rætt um þessa umsögn en kallmerkið TF3JO tilheyrði látnum leyfishafa. Jón Svavarsson mun taka upp annað kallmerki óski hann að flytjast upp um leyfisflokk.
(d) 02.3.2013; innkomið erindi frá TF3OM; tillaga um gagnkvæmar heimsóknir félaga Í.R.A. og flugmódelfélaganna.
(e) 04.03.2013; innkomið erindi frá PFS um úthlutun kallmerkisins TF3HE í stað TF3HET til Halldórs Heiðars Sigurðssonar.
(f) 05.04.2013; sent erindi til PFS; beiðni um fund með fulltrúum Í.R.A., IARU og IARU Svæðis 1.
(g) 05.04.2013; innkomið jákvætt svar við beiðni um fund þann 7. maí n.k. í aðalstöðvum Póst- og fjarskiptastofnunar.
4. Yfirferð verkefna
Farið yfir verkefni í verkefnatöflu. Lítið er eftir af útistandandi verkefnum. Tölvumál félagsstöðvarinnar hafa nú fengið farsæla lausn undir styrkri forystu TF3CY.
5. Fundur um VHF/UHF mál 14. mars s.l.
Fundurinn tókst vel í alla staði. Aðsókn var all góð. Fundarstjóri var TF3BJ. Ágætar umræður urðu um málaflokkinn og m.a. samþykkt, að ekki væri ástæða til að setja endurvarpann TF3RPC upp á ný á sama stað, en hann var tekinn niður vegna byggingarframkvæmda í húsinu við Hagatorg þann 6. febrúar s.l. Hugmyndin er að finna honum betri stað. Þá var það almennt haft á orði, að ekki sé þörf á að setja aftur upp endurvarpann TF8RPH við Garðskagavita (en búnaður hans var fluttur í Bláfjöll í september s.l. eftir að elding skemmdi Zodiac stöð TF1RPB). Stjórn samþykkti þessar tillögur.
6. CQ TF
Lokadagur fyrir móttöku efnis í 2. tbl. 2013 var sunnudaginn 31. mars. TF3KX tók að sér að setja tilkynningu á heimasíðu og á póstlista svo og að taka á móti efni. TF3JB tók að sér að ritstýra blaðinu
sem aðstoðarmaður að þessu sinni. TF3VS setur blaðið upp og brýtur um. Stefnt er að útgáfu nýja blaðsins fimmtudaginn 11. apríl.
7. Námskeið til amatörprófs
Námskeið félagsins til amatörprófs gengur vel. Það hófst 12. febrúar s.l. og lýkur 3. maí n.k. Próf Póst- og fjarskiptastofnunar verður haldið degi síðar, 4. maí. Námskeiðið er haldið í HR og verður próf til amatörleyfis haldið á sama stað. 18 þátttakendur eru á námskeiðinu 9 leiðbeinendur. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, formaður prófnefndar Í.R.A. vann skipulag námskeiðsins. Umsjónarmaður f.h. Í.R.A. er Jónas Bjarnason TF3JB. Áætlaður hreinn rekstrarhagnaður félagssjóðs vegna verkefnisins nemur um 100 þúsund krónum, auk tekna af félagsgjöldum þeirra sem gerst hafa félagsmenn vegna námskeiðsins.
8. Tölvumál
Að frumkvæði TF3CY ákvað CCP að gefa félaginu tvær notaðar tölvur (fullkomlega í lagi) sem að mati Benedikts, eru vel nothæfar í fjarskiptaherbergi félagsins. Þann 14. mars mætti TF3CY í Skeljanes með fyrri tölvuna og hin kom skömmu síðar. Stjórn færir CCP innilegar þakkir félagsins. Ritara falið að koma þeim á framfæri í samráði við TF3CY.
9. Söfnun TF3SA fyrir RF magnara
Söfnunin er á tvennan máta; annars vegar frjáls framlög félagsmanna og hins vegar laun TF3VS fyrir umbrot CQ TF, en hann tók við uppsetningu CQ TF frá og með 3. tbl. 2012. Skilyrt var frá hans hendi, að hann fengi ekki féð í hendur, heldur yrði andvirði vinnu hans lagt í tækjasjóð ÍRA. Í erindi frá Vilhjálmi dags. 14.2.2013 fer hann þess á leit, að uppsafnað andvirði vinnu hans við undangengin þrjú tölublöð CQ TF verði nú greitt út í söfnunarsjóð TF3SA vegna fyrirhugaðra kaupa á RF magnara fyrir TF3IRA. Andvirðið er nú kr. 104.568. Gjaldkera var falið að koma þessum peningum til skila í sjóðinn.
10. Stjórnarfundur IARU Svæðis 1 í Reykjavík
Árlegur fundur stjórnarnefndar IARU Svæðis 1 fyrir árið 2013 verður haldinn í Reykjavík helgina 4.-5. maí n.k. Samkvæmt upplýsingum frá TF3KB, IARU tengilið félagsins, eru vætanlegir um 25 gestir til landsins vegna fundarins (þ.m.t. makar). Sérstakir gestir stjórnarfundarins verða m.a. forseti IARU, Timothy S. Ellam, VE6SH og varaforsetinn, Ole Garpestad, LA2RR. Óskað hefur verið eftir samráðsfundi með íslenskum stjórnvöldum um málefni radíóamatöra, með sérstakri áherslu á undirbúning WRC-15. Fyrir liggur ósk framkvæmdanefndar þess efnis að haldið verði opið hús í Skeljanesi, sunnudaginn 5. maí kl. 15-17, til að framkvæmdanefndarmenn geti hitt félagsmenn ÍRA.
11. Aðalfundur
Aðalfundur Í.R.A. 2013 verður haldinn laugardaginn 18. maí kl. 13:00 í Snæfelli, fundarsal Radisson SAS hótels Sögu, í Reykjavík. Fyrst var boðað til fundarins 27. mars s.l. og voru tilkynningar settar bæði á heimasíðu og póstlista. Ásamt tilkynningunni fylgdi ábending til félagsmanna þess efnis, að skv. ákvæði í 27. gr. félagslaga þurfi tillögur að lagabreytingum að berast stjórn félagsins fyrir 15. apríl n.k. Eiginlegt fundarboð aðalfundarins verður sent í tölvpósti til félagsmanna og sett á heimasíðu og póstlista þann 26. apríl n.k. í samræmi við ákvæði í 16. gr. félagslaga. Berist frumvarp um lagabreytingar sem uppfyllir ákvæði 27. gr. félagslaga, fyrir 15. apríl n.k., verður það sent með fundarboði. Miðað er við að skýrsla stjórnar 2012-2013 verði lögð fram á síðasta stjórnarfundi fyrir aðalfund þ. 12. maí n.k. Miðað er við að ársreikningur 2012-2013 verði lagður fram á þeim stjórnarfundi. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, hefur boðist til að setja reikninginn upp eins og hann hefur gert undanfarin ár. Stjórn er sammála um að leggja til að árgjald verði 6500 kr.
12. Önnur mál
Engin önnur mál voru rædd að þessu sinni.
13. Fundarslit
Fundi var slitið um kl. 21:30. Stjórn færir þeim hjónum Ástu og Andrési bestu þakkir fyrir höfðinglegar veitingar og gott atlæti á heimili þeirra.
Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA
Ritari ÍRA
Óunnin verkefni sem ákveðin voru á fundinum og fyrri fundum:
Verkefni | Dags. | Ábyrgð | Verkefnislok |
Ljúka við eignaskrá | TF3G, TF3EE, TF3SG | ||
Fundargerðir í Google Docs | 30.5.2012 | TF3UA | |
Finna keppnisstjóra ÍRA | 27.12.2012 | Allir | |
Vinna að námsefnismálum | 27.12.2012 | JB, UA, BJ | |
Finna nýjan ritstjóra CQ TF | 27.12.2012 | Allir | |
Svara könnun IARU | 15.2.2012 | TF3UA | |
Úrlausn tölvumála félagsstöðvarinnar | 15.2.2012 | TF3CY og fl. | 10.4.2013 |
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!