,

30 ár liðin frá þátttöku TF3IRA í CQ WW DX keppninni 1980

Þrjátíu árum eftir góða útkomu í CQ WW DX Phone keppninni árið 1980 frá TF3IRA hittust fjórmenningarnir á ný í fjarskiptaherbergi Í.R.A.: Yngvi Harðarson, TF3Y, Jónas Bjarnason, TF2JB, Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Óskar Sverrisson, TF3DC. Ljósmynd: Jón Svavarsson, TF3MLN.

Fjórir félagsmenn, sem mönnuðu TF3IRA í CQ WW DX Phone keppninni árið 1980, færðu félaginu að gjöf, innrammaða ljósmynd af hópnum sem tekin var af TF3AC (sk) eftir keppnina í þáverandi fjarskiptaherbergi félagsins við Dugguvog í Reykjavík. Í grein um niðurstöður keppninnar, sem birtist í CQ tímaritinu árið 1981, birtist ljósmynd af fjórmenningunum á forsíðu. Ljósmyndin af hópnum hefur nú verið stækkuð og römmuð inn ásamt ljósriti af greininni í CQ tímaritinu og upplýsingum um heildarárangur TF3IRA í keppninni árið 1980, sem var: 2.778.117 punktar, þ.e. 3.642 QSO, 92 svæði og 301 DXCC eining.

Í tilefni þessa, hittust þeir TF3CW, TF3DC, TF2JB og TF3Y ásamt Jóni Svavarssyni, TF3LMN, ljósmyndara, í fjarskiptaherbergi Í.R.A. þann 16. desember og var tekin ljósmynd í tilefni þess að í október s.l. voru liðin 30 ár frá viðburðinum og að metið hefur staðið óhaggað (innan TF) í öll þessi ár. Gjöfinni var formlega veitt viðtaka á stjórnarfundi í Í.R.A. þann 17. desember og verður henni fundinn staður í fjarskiptaherbergi félagsins í samráði við stöðvarstjóra.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + twelve =