,

LANGBYLGJUSENDIR Á VATNSENDAHÆÐ

Guðmundur Kristjánsson, fagstjóri rafmagns hjá Háskólanum í Reykjavík í iðn- og tæknifræðideild hafði samband við félagið, samanber eftirfarandi:

„Fyrir nokkru þá fór ég og Ágúst Valfells deildarforseti Verkfræðideildar HR, upp á Vatnsendahæð og sáum þar forlátan Marconi útvarpssendi frá 1938. Það er komin áætlum með að setja búnaðinn í gám til bráðabirgða en það eru áform um að finna sendinum varanlegt rými.

Til þess að þetta gangi upp þá vantar okkur sjálfboðaliða til að taka sendinn í sundur og því langar okkur til að leita á ykkar náðir og heyra hvort þið hefðuð tök á að aðstoða eða gætuð bent á einhverja sem væru reiðubúnir.

Tíminn er knappur og því þyrfti að ganga rösklega til verks. Það stendur nefnilega til að rífa húsið sem sendirinn stendur í eftir 2-3 vikur“.

Erindinu er hér með komið á framfæri við félagsmenn.

Hafa má samband við:

Guðmund Kristjánsson, Háskólanum í Reykjavík, GSM sími: 695-1327.
Bóas Eiríksson, rafmagnsverkfræðing, GSM sími: 898-1920.

Stjórn ÍRA.

Myndina tók Sigurður Harðarson TF3WS 11. ágúst s.l. af stöðvarhúsinu á Vatnsendahæð. Sigurður sagði eftirfarandi á FB síðu sinni þann dag: “Núna um hádegisbilið var seinna mastur gömlu Langbylgjunnar á Vatnsendahæð fellt því það er verið að rýma hæðina fyrir nýrri byggð. Þetta var tignaleg sjón og heppnaðist vel“.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − 12 =