,

3637 í stað 3633 á föstudag

Ágætu félagar!

Hugmyndin var núna eftir helgina að skipta innanlandstíðninni 3.633 MHz út fyrir 3.640 MHz, þ.e. í tíma fyrir Útileikana. Þá kom í ljós á síðustu stundu, að RSGB (þ.e. hið breska ígildi ÍRA) er með QTC sendingar á þessari tíðni alla sunnudagsmorgna fram yfir hádegi all árið um kring og þær sendingar heyrast mjög vel um allt land.

Nú er því til skoðunar tíðnin 3.637 kHz. Það reyndi verulega á hana í gærkvöldi þegar tónmótuðu truflanirnar (stundum kallaðar “kínverska pípuorgelið”) voru ítrekað mjög sterkar á 3633 – þá var 3637 t.d. hrein og truflanalaus miðað við 2.4 kHz bandbreidd viðtækis hér í Borgarfirði.

Ef ekkert kemur upp sem er andstætt þessari tíðni, er hugmyndin að 3.637 MHz taki við sem innanlandstíðni frá og með föstudeginum 24. júlí n.k.

73 de TF2JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

2 × 5 =