,

4. Stjórnarfundur ÍRA 2009

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2009.05.12 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru
TF3HR, TF3SG, TF3AO, TF3SNN, TF3HP og TF3PPN.

1. Ársreikningur

Gjaldkeri leggur fram ársreikning ÍRA. Gjaldkeri fór yfir fjárhagsstöðu félagsins og sagði frá tapi félagsins á peningabréfum. Tapið er tilkomið vegna bankahruns á síðasta ári. TF3AO fór yfir félagatal, félagsmenn eru 176. Rætt um fjölda þeirra sem greiddu félagsgjald. Um það bil 100 greiddu fullt gjald, 23 greiddu hálft gjald, 19% höfðu ekki greitt. Rætt um skoðunarmenn ársreiknings félagsins. Guðmundur lýsti þeirri skoðun sinni að stjórn félagsins áritaði ársreikning félagsins.

2. Aðalfundur

Rætt um fundarstjóra á aðalfundi. Stungið upp á að ræða við TF3KX. Rætt um dagskrá aðalfundar og að TF3HP geri grein fyrir ferð sinni til Norðurlanda í vetur. Rætt um einsstafstillögu og rétt að hún verði afgreidd á aðalfundi. Rétt að minna nefndarmenn að huga að úthlutun til keppnisstöðva. Þessu tengt var rætt um vinnureglur stjórnar varðandi endurúthlutun kallmerkja. Ekki hefur verið fjallað um málið í CQTF.

3. CQ TF

Rætt um ritstjórn CQTF. TF3JA er enn skráður á heimasíðu sem ritstjóri blaðsins þótt ritari TF3GL hafi haldið blaðinu úti. Fyrir liggur að TF3GL vill losna við þetta aukastarf.

4. Önnur mál

  • Rætt um lén IRA. TF3VS hefur verið tengiliður. Er nú tekinn af skrá sem tæknilegur tengiliður og Benedikt TF3BNT settur í staðinn.
  • Halli sagði frá endurvarpa sem félagið hefur þegið að gjöf, sem áður var í eigu Almannavarna.
  • Kjörseðill Kongo í Region 1. Stórn sammála um að merkja við já. TF3HR sér um að senda kjörseðilinn.

Fundi slitið kl 22.30

Fundargerð ritaði TF3SG

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen + 18 =