,

4. Stjórnarfundur íRA 2014

Stjórnarfundur nr. 4                       14.08.2014. kl. 18.00

Mættir:  TF3HP, TF3GW, TF3GB, TF3DC og TF3TNT.

Gestir:  TF3DX og TF3KB.

Fyrirspurnir komið um útsendingu innheimtuseðla félagsgjalda. Gjaldkeri kvaðst hafa sent út á heimasíðuna skilaboð um að millifæra án seðils og hvatt menn til að nota þá aðferð og spara kostnað fyrir sjálfa sig og félagið.  Hver seðill hefur í för með sér kostnað og bætist sú upphæð við árgjaldið ef seðill er sendur út.

Rætt var við KB og DX um norræna fundinn og bjartsýni um að skjal DX um notkun Morse-skamm- stafana og athugasemdina við kaflann um það í siðfræðibókinni, hlyti einróma stuðnings norrænu fulltrúanna. Þar sem DX var á leið á fundinn var lagt að honum að komast að því á hvaða forsendu leyfi var gefið út  fyrir starfsemi SK9HQ, sem að hluta til var rekin á fjaraðgangi frá USA.

Rætt var um ástand tækja félagsins. Skoða þyrfti festingar á loftnetsturni og bilun í rótor/ rótor- kontróli. Einnig væri bilun í Yaesu stöðinni tengd S-mæli að því er talið er. Bilun er í stýringu á SteppIr vertikal félagsins. TF3DC  er í sambandi við framleiðendurna að reyna að lágmarka kostnað og sinnir málinu áfram.

Rætt var um að boða félagsfundinn ,sem TF3GL og fleiri fara fram á, í byrjun eða um miðjan september, ef nægur fjöldi meðmælenda fæst.

Heyrst hefur  af stofnun nýs amatörklúbbs. Fréttin er óstaðfest og ekki er vitað hverjir eru forsprakkar klúbbsins, en besta mál.

Fundi slitið kl.  20.00.

Bjarni Sverrisson, TF3GB, ritari ÍRA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four − 4 =