,

5. Stjórnarfundur ÍRA 2009

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2009.06.02 kl 21.00 í Skeljanesi

Mættir voru
TF2JB, TF3SG, TF3EE, TF3GL, TF3SNN og TF1JI. TF3BJ hafði boðað forföll.

1. Kynning á nýrri stjórn

Formaður TF2JB setti fundinn og bauð nýja stjórn velkomna til starfa. Allir tóku góðan tíma í að kynna sig, og þeir stjórnarmenn sem sátu frá fyrra ári kynntu embætti sín og önnur embætti, eins og haldið var á þeim í tíð fyrri stjórnar.

2. Stjórn skiptir með sér verkum

Stjórnin kom sér saman um eftirfarandi skipan embætta: TF3SG varaformaður, TF3EE gjaldkeri, TF3GL ritari og TF3SNN meðstjórnandi, auk TF2JB sem var kjörinn formaður á aðalfundi og TF1JI og TF3BJ sem kjörnir voru varamenn. Hefðbundin ábyrgðarsvið embætta haldast, nema hvað varaformaður og gjaldkeri munu saman vinna að gerð ársreiknings.

3. Aðrir embættismenn

Farið var yfir lista núverandi embættismanna og þeir nefndir “de facto”:

  • Prófnefnd:TF3KB, TF3KX, TF3DX, TF3VS og TF8SM
  • Spjaldskrárritari: TF3SNN
  • Ritstjóri CQ TF: TF3GL (starfandi, leitað að nýjum ritstjóra)
  • Vefstjóri: TF3GL (ritstjórnarlegur) og TF3BNT (tæknilegur)
  • Viðurkenningarstjóri: TF5B
  • QSL-stjóri: TF3PPN og TF3GB
  • Stöðvarstjóri: TF3SNN
  • Póst- og fjarskiptastofnunartengill: TF3GL
  • Endurvarpar: TF3GS (TF3GW)
  • IARU-tengill: TF3KB
  • Neyðarfjarskiptastjóri: TF3JA

Engar sérstakar óskir hafa komið fram um tilnefningu til annarra embætta (fyrir utan tilnefningu TF3JA sem var samþykktur í embætti neyðarsjarskiptastjóra) og óskaði TF2JB eftir því við núverandi embættismenn að þeir haldi embættum sínum áfram.

4. Aðalfundur ÍRA 23. maí 2009

Samþykkt var að fela fundarritara að ganga frá lokaútgáfu fundargerðar til birtingar í CQ TF, en einhverjar athugasemdir munu hafa borist honum við fyrstu drög, sem sett voru inn á vefinn.

Á fundinum var skipuð nefnd til að fjalla um og gera tillögur um hversu langur tími þarf að líða unz stjórnvöld geta endurúthlutað kallmerki. Nefndina skipa TF3JA, TF3KX, TF3HP og TF5B. Formaður TF2JB hefur með höndum samskipti við nefndina, sem á að skila af sér tillögum til næsta aðalfundar.

5. Útgáfumál CQ TF

Síðan ritari TF3GL tók við ritstjórn CQ TF hefur verið leitað að “varanlegum” ritstjóra að blaðinu. Samþykkt að leita til TF3KX í þessum efnum. Munu TF3GL og TF2JB ræða þetta við hann.

6. Önnur mál

Nettenging: Rætt var um möguleika á nettengingu í félagsheimilinu, en sömu vandamál og endranær standa í veginum: Einungis ein símalína er í húsinu, og er hún í notkun. Rætt var um hugsanlega 3G-tengingu, en kostnaður af því væri töluverður. Hægt væri að reyna að tengjast gegnum TF3SG, sem býr í nágrenninu. Afgreiðslu málsins var frestað.

Vetrardagskrá: TF3SG bryddaði upp á umræðu um sunnudagsopnanir í sambandi við vetrardagskrá. Var það mál manna að vel hefði tekist til í stórum dráttum, og ráð var fyrir gert að halda þessu í vetrardagskránni.

Eignalisti: Rætt var um eignalista félagsins og munu TF3SNN og TF1JI taka að sér að koma honum inn á Google Docs-skjalageymslu félagins.

Sýning radíótækja: TF1JI stakk upp á að sett verði upp sýning á gömlum tækjum í samráði við safn Ríkisútvarpsins. Mun hann hafa samband við TF3KB hjá RÚV til að skoða hvort fletir gætu verið á samstarfi við þá um þessi mál.

Smíðaaðstaða: TF2JB stakk upp á að sett verði upp smíðaaðstaða í QSL-herberginu. TF2JB og TF3SNN vinna saman í að móta tillögu um hvort eða hvernig þetta yrði gert.

Námskeiðsmál og nýliðun: TF3GL tók upp þráðinn með námskeiðshald sem staðið hefur til í vetur en ekki orðið af, og lagði til að málið yrði rætt við prófanefnd. TF2JB mun heyra í prófanefnd um stöðu mála.

Verkfæri: TF3SNN sagði vanta verkfæri í félagsaðstöðuna. Samþykkt var að veita TF3SNN innkaupaheimild upp á 20 þúsund krónur til verkfærakaupa.

Vitahelgin: Þótt vitahelgin sé ekki formlega á höndum félagsins var ákveðið að félagið muni áfram styðja við viðburðinn. TF3SNN tekur að sér að kanna með vilja félagsmanna með að leggja félaginu lið.

Neyðarfjarskipti: TF2JB sagði TF3JA hafa komið að máli við sig og lýst áhuga á málaflokknum. Mun TF2JB ræða þetta nánar við TF3JA og leggja tillögu um útfærslu fyrir komandi stjórnarfund. Skipan TF3JA í embættið að öðru leyti samþykkt.

Kallmerki með einum staf í viðskeyti: Ein umsókn liggur fyrir hjá Póst- og fjarskiptastofnun og bíður umsagnar ÍRA. Umsóknin barst í tíð fyrri stjórnar. Aðalfundur 2009 ályktaði um vinnureglur félagsins við úthlutun kallmerkja með einn staf í viðskeyti. Afgreiðsla bíður næsta stjórnarfundar.

Friedrichshafen: TF3SG mun mæta fyrir hönd Í.R.A. á 60. ársfund DARC sem haldinn er í tengslum við “Ham Radio 2009” sýninguna í Friedrichshafen í Þýzkalandi. Um er að ræða samkomu boðsgesta DARC frá landsfélögum IARU föstudaginn 26. júní n.k. kl. 16:00 til 17:30 í viðhafnarherbergi sýningarhallarinnar í Friedrichshafen “Room Bodensee”. Þar mun dr. Walter, DL3OAP m.a. flytja ávarp. TF3SG lætur félagsmenn vita á vefnum ef einhver vill benda á tiltekin erindi sem félagið ætti að koma á framfæri.

7. Næsti fundur

Rætt var um tímasetningu reglulegra stjórnarfunda og var ákveðið að hafa fundi kl 21.00 fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Samþykkt að stjórnin muni ekki taka sumarfrí að þessu sinni og að boðað verði til næsta stjórnarfundar þriðjudaginn 7. júlí n.k.

Fundi slitið kl 23.20

Fundargerð ritaði TF3GL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven − 3 =