5. Stjórnarfundur ÍRA 2014
Stjórnarfundur 5 20.08.2014 kl. 1700.
Fundurinn haldinn eftir heimkomu TF3DX frá NRAU fundinum í Finnlandi. Fundarstaður heima hjá TF3DX
Mættir: TF3DX, TF3KB, TF3VS, TF3HP, TF3GW og TF3GB.
Án þess að fara út í smáatrið, var spjallað vítt og breitt um stöðu félaganna á Norðurlöndundum. Sænskir leyfishafar eru á milli 13 og 14 þúsund. Ca. 70% þeirra eru í félaginu. Stjórn félagsins heldur fund þrisvar á ári. Sænska PTS sér um útgáfu leyfa og kallmerkja. Svíar hafa sett upp spurningabanka í tengslum við amatörpróf og gera kröfu um yfir 75% árangur í prófum. Sækja þarf um endurnýjun leyfa á þeim böndum þar sem um tímabundin leyfi er að ræða á hverju ári. Slík endurnýjun mun kosta ca. 1200,- SEK. Fjárhagur sænska félagsins er slakur . Utan dagskrár var spurt um starfrækslu SK9HQ, en sú stöð var rekin að hluta til með fjaraðgangi frá USA. Svörin sem fengust voru þau, að ekki var sótt um leyfitil PTS fyrir strafræksluna og jafnvel að stjórn SSA hefði ekki vitað af þessu (sem stangast reyndar á við það sem fram kemur á myndskeiði á contestsíðu sænska félagsins, þar sem sýndur er amatör á WRTC HQ í USA í fjaraðgangssamböndum gegnum SK9HQ og annar sem er kynnir segir á einum stað að „all legalities and formalities have been fulfilled“). Þetta hafi bara verið framkvæmt si svona. Í danska félaginu eru ca. 2000 félagar. Félagið heldur amatörpróf í umboði PTS og PTS gefur út leyfi og kallmerki. Fjárhagur félagsins er slæmur. 50% ca. af félagsgjöldunum fara í útgáfu blaðsins. Eftir því sem fram kom er blaðið enn gefið út á pappír til félaga innanlands, en aðrir fá það í rafrænni útgáfu. Í norska félaginu eru 2163 félagar. Fjárhagur er góður. Þeir eru styrktir af ríkinu um 5,7 millj. NOK vegna neyðarþjónustu. Norðmenn munu úthluta kallmerkjum með LB forskeyti framvegis. Í finnska félaginu eru um 4000 félagar, en það er um þriðjungur leyfishafa . Fjárhagur félagsins er slæmur. Félagsgjöld hinna Norðurlandafélaganna eru ívið hærri en hjá okkur án þess að á þeim sé mikill munur. Þess má svo geta að .islenska skjalið, sem fjallar um annmarka í á kennslu í Siðfræðibókinni í notkun ýmissa Morsetákna hlaut einróma samþykki hinna Norðurlandaþjóðanna til framlagningar á ráðstefnunni í Varna í september.
Fundi slitið kl. 1900. TF3GD þakkaðar góðar veitingar á fundinum.
Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!