,

5. Stjórnarfundur ÍRA 2018

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 14. Febrúar 2018.

Fundur hófst kl. 17:20 og var slitið kl. 18:50.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EK og TF8KY

Fundarritari: TF3DC

Dagskrá

1. Fundargerðir yfirfarðar

Yfirferð og staðfesting á nokkrum fundargerðum stjórnar til birtingar á heimasíðu og fundargerð samráðsfundar með Prófnefnd. Þar sem ritari var fjarverandi var þessum lið frestað.

2. Vinnureglur stjórnar

Vinnureglur stjórnar vegna umsagna til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna kallmerkjaúthlutunar staðfestar með ákvæði um endurskoðun í ljósi reynslunnar innan árs.
Vinnureglurnar hafa þegar verið kynntar félagsmönnum á heimasíðu félagsins. Farið var yfir vinnureglurnar á fundi þann 30/1/2018 með breytingum á fundi þann 8/2/2018. TF3JA dregur breytingartillögu sína frá seinni fundinum (8/2/2018) til baka og vill að það komi sérstaklega fram í fundargerð. Vísað til vinnureglna skv. fylgiskjali með fundargerð þessari.

3. Aðalfundur ÍRA

Samþykkt að aðalfundur ÍRA verði fimmtudaginn 20. mars 2018 kl. 20:00 í sal TR í Fákafeni. Boða þarf fundinn með minnst þriggja vikna fyrirvara samkvæmt félagslögunum.

4. Félagsfundur

Rætt var um að halda félagsfund – en mat stjórnar var að engin knýjandi þörf væri fyrir slíkan fund.

5. Úrræði til amatörleyfis

TF3JA hafði framsögu skv. dagskrárlið um úrræði fyrir áhugasama einstaklinga um amatörleyfi sem hentar ekki að fara í próf. Umræður um málið þar sem meðal annars var vísað til upplýsinga frá Prófnefnd á samráðsfundi nýlega um að 95% – af þeim þreytt hafa í síðustu 5 próf sem haldin hafa verið – hafi staðist próf til amatörleyfis.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 − ten =