,

TF3HQ verður starfrækt í IARU keppninni um helgina

Yngvi Harðarson, TF3Y stillir Harris RF magnarann í félagsaðstöðunni í gærkvöldi.

Sigurður Jakobsson, TF3CW íhugull á svip við Yaesu FT-1000MP stöðina.

Allt gekk á afturfótunum um tíma í fjarskiptaherbergi félagsins í gærkvöldi (fimmtudagskvöldið 8. júlí) þegar menn mættu til að yfirfara fjarskiptabúnað félagsins fyrir þátttöku í IARU HF World Championship keppninni um helgina. Myndirnar hér að ofan voru einmitt teknar áður en málin voru leyst og menn voru frekar þungbúnir á svip… En með sameiginlegu átaki þeirra Sigurðar Jakobssonar TF3CW, Yngva Harðarsonar TF3Y og Sveins Braga Sveinssonar, TF3SNN stöðvarstjóra, voru málin farsællega leyst og er stöðin nú QRV fyrir keppnina.

Sigurður Jakobsson, TF3CW, mun starfrækja TF3HQ á morse í keppninni. Vart þarf að kynna Sigurð fyrir félagsmönnum, en hann er okkar reynslumesti keppnismaður (jafnt á CW sem PHONE). Hann hefur náð frábærum árangri og er margfaldur verðlaunahafi í alþjóðlegum keppnum í gegnum árin (t.d. í ARRL, CQWW, WPX og SAC keppnunum). Þá hefur hann verið hluti af keppnishópi Pekka Kolehmainen, OH1RY, (frá AO8A), auk þess að hafa tekið þátt í DX leiðöngrum til Kyrrahafsins.

Hugmyndin var upphaflega að stefna að fjöldaþátttöku félagsmanna í keppninni frá TF3HQ í félagsaðstöðunni og var tilkynning þess efnis kynnt á heimasíðu og póstlista félagsins með góðum fyrirvara í síðasta mánuði, en ekki náðist næg þátttaka. Hugmyndin er, að bjóða á ný til fjöldaþátttöku í keppnum frá félagsstöðinni í haust og í vetur sem e.t.v. er heppilegri tímasetning.

IARU HF World Championship keppnin fer fram 10. til 11. júlí. Þetta er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. júlí og lýkur kl. 12 á hádegi sunnudaginn 11. júlí. Flest landsfélög radíóamatöra í heiminum starfrækja klúbbstöðvar sínar með kallmerkjum sem hafa viðskeytið “HQ”. Í.R.A. fékk fyrir nokkru sérstaka heimild PFS til notkunar á kallmerkinu TF3HQ í keppninni.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − nine =