6-Metra Polar Es – Vannýtt fjarskiptaleið til Japan
Póst- og fjarskiptastofnun hefur í framhaldi af jákvæðri umsögn ÍRA um erindið, veitt Þorvaldi í Otradal, TF4M tímabundið leyfi til notkunar háafls (KW) á 6m í sumar en reglugerðin heimilar mest 100w á þessu tíðnisviði.
Vinur Þorvaldar og góðkunningi íslenskra DX amatöra JA1BK skrifar grein í júníhefti QST þar sem hann lýsir ævintýrum sínum og tækifærum á sex metrunum: „6-Meter Polar Es – An Underutilized Propagation Mode. This rare form of polar sporadic-E propagation can yield surprising results.“
Nánar er vísað til greinarinnar í QST sem félagar hafa m.a. aðgang að í blaða- og bókasafni ÍRA í Skeljanesi – en myndirnar eru birtar hér með góðfúslegu leyfi ARRL
Samkvæmt Facebook-síðu Óla TF3ML náði hann fyrsta QSO við Japan á 6m (JA7QVI) í lok maí 2015.
Stjórn ÍRA óskar Tobba velfarnaðar í tilraununum og hvetur félagana til að nota áfram öll bönd og útgeislunarhætti til fjarskipta og tilrauna.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!