,

6. Stjórnarfundur ÍRA 2014

Stjórnarfundur 6                             28.08.2014   kl. 1700.

Mættir: TF3DC, TF3GW, TF3HP, TF3GB.

Mestur hluti fundartímans fór í að ræða boðaðan félagsfund og mál sem yrðu til umræðu þar og stöðu þeirra. Ekkert var ákveðið eða ályktað um þetta málefni.

Þá var tekinn fyrir tölvupóstur frá TF3SG, er varðaði verkefnisstyrk frá Reykjavíkurborg, efningu samnings um hann og fjármál þar að lútandi. TF3SG verði í sambandi við gjaldkera varðandi fjármálin en að öðru leyti vísast til fundargerðar stjórnar frá 22.05.2014, þar sem samþykkt var að TF3SG yrði ábyrgðarmaður verkefnisins með þeirri skyldu að halda stjórninni upplýstri í málinu. Væntanlega yrði um greinargerð að ræða, sem lögð yrði fyrir stjórnina.

Fundi slitið kl. 1930.

Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × five =