,

8. Stjórnarfundur ÍRA 2016

Fundargerð stjórnar ÍRA – Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 13. ágúst 2016.

Fundur hófst kl. 12:00 og var slitið kl. 14:00.

Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3EO, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3WZN, varamaður TF8KY og varamaður TF3NE.

Mættir: TF3JA, TF3EO, TF3EK, og TF3DC.

Fundarritari: TF3EO

Dagskrá

1. Erindi P&F vegna TF3T

Stjórn ÍRA mælir með að að TF3CY fái kallmerkið TF3T eftir að sérstök nefnd hafði fundað um málið. Ummæli nenfdarinnar eru hér að neðan og hefur erindinu verið svarað:

Vegna umsóknar TF3T

Nefndin mælir með úthlutun til TF3CY vegna notkunnar TF3T enda hefur hann sýnt sérstakan árangur og virkni í öðrum fjarskiptum heldur en hefðbundum DX samskiptum á HF. Jafnframt beinir nefndin því til stjórnar ÍRA að endurskoða reglur varðandi úthlutun fjögurra stafa TF kallmerkja.

Fyrir hönd sérstakrar nefndar,

Egill Ibsen Óskarsson TF3EO

Einar Kjartansson TF3EK

2. Opið hús sunnudaginn 14. Ágúst

Opið hús verður í Skeljanesi frá og með kl 1400 sunnudaginn 14. ágúst í tilefni afmælisdags ÍRA. Haraldur Þórðarson TF8HP mun halda tölu kl 15:00 og fara lauslega yfir sögu ÍRA. Kökur og kræsingar verða í boði og eru allir velkomnir. TF70IRA verður virkjuð frá kl 12:00 og eitthvað fram á kvöld bæði CW og SSB og jafnvel DIGI ef menn vilja. Vonast er til að sem flestir félagar mæti og virki fjarskiptaherbergi ÍRA.

3. Kaup á þrifavörum fyrir ÍRA

Ölvir TF3WZN ásamt Jóni TF3JA hafa staðið í ströngu við tiltekt í fjarskiptaherbergi ÍRA og hafa komið góðu skipulagi á sjakkinn. Ölvir hefur einnig endurnýjað moppur o.þ.h. þrifa tól. Hann hefur einnig verið í sambandi við IKEA og getur fengið gefins 3 sófa (Nokkeby) sem vantar áklæði á og er að vinna í því að fá styrk frá IKEA fyrir áklæðum. Hann er einnig í sambandi við Smith & Norland vegna lagnastiga sem hugsaðir eru fyrir kóaxköplum og þ.h. lögnum í sjakk og er útlit fyrir að þeir fáist gefins. Stjórn ÍRA samþykkti að borga aðila til þess að skúra, þrífa veggi og glugga sem og að þurka af. Ölvir vill láta bóka að hann mæli með að Skeljanesið verði tekið í gegn á næsta ári (2017) og þá málað innanhús. Hann mun vinna að því að fá styrk frá Reykjavíkurborg til þess að mála Skeljanesið að utan sama ár.

4. Loftnetsmál

Stjórn ÍRA ræddi um loftnetsmál félagsins og óskar stjórnin eftir aðstoð félaga til þess að koma upp nokkrum loftnetum. Það þarf að setja upp net fyrir 160M, net fyrir Kiwi Webmaster (WebSDR) breiðband og einnig net fyrir 6M beaconinn. Yfirfara þarf önnur net fyrir veturinn.

5. Afmælishátíð í október

TF3JA hefur verið í sambandi við Jón Svavarsson, TF3JON, ljósmyndara vegna skipulags afmælishátíðar ÍRA í lok október. Hann mun vera okkur innan handar með stað til þess að halda veisluna og koma Korpúlfsstaðir vel til greina. Hörður Þorsteinsson vertinn á Korpúlfsstöðum mun gera tilboð í veitingar og mun kostnaður liggja fyrir fljótlega.

6. SOTA

TF3EK og TF3EO funduðu í framhaldi af stjórnarfundi um SOTA TF og liggur fyrir að Einar, TF3EK hefur unnið þrekvirki við að finna P150 tinda á Íslandi. Svo vel hefur Einar unnið að líkur eru á að TF komist á SOTA kortið 1. september. Munu þeir hittast aftur eftir tæpar 2 vikur aftur og fara yfir ARM fyrir TF.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + 16 =