,

60 metrarnir – 5 MHz

Hér á Íslandi geta radíóamatörar fengið sérleyfi til að nota 60 metra bandið sem hefur reynst vel til fjarskipta innan lands. Leyfilegt tíðnisvið nær frá 5260 kHz að 5410 kHz. Ekki er einhlítt hvernig leyfi hafa verið veitt í öðrum löndum á þessu bandi. Sagt er frá því í frétt á hlaðvarpi sem nefnist Amateur Radio Newsline, vísun á þetta óháða hlaðvarp hefur um nokkurn tíma verið hér neðarlega til hægri á síðunni, að Spánverjar hafi fengið framlengingu á tilraunanotkun tíðna á bandinu. Spánverjar hafa leyfi til að nota tíðnirnar 5268, 5295, 5313, 5382, 5430 and 5439 kHz á 100 wöttum PEP. Þessar tíðnir falla ekki alveg saman við íslenska leyfið og Spánverjarnir sjá ástæðu til að vara amatöra við því að halda sig innan leyfðs tíðnisviðs í hverju landi. Rétt er að minna á að leyft hámarksafl er 100W og að heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi, verður að hætta sendingum strax. Hver og einn radíóamatör sækir sérstaklega um leyfi fyrir 60 metrunum. Upplýsingar um íslenska sérleyfið eru á: FLUTT Tíðnisvið radíóamatöra á Íslandi..

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three + five =