7 íslenskar stöðvar skiluðu inn keppnisgögnum
Alls skiluðu sjö TF-stöðvar fjarskiptadagbókum til keppnisnefndar CQ tímaritsins vegna þátttöku
í CQ World-Wide SSB DX keppninni sem haldin var helgina 27.-28. október s.l. Áttunda stöðin
sendi inn “check-log”. Íslensku stöðvarnar sendu að þessu sinni inn gögn vegna þátttöku í fimm
mismunandi keppnisflokkum. Heldur meiri þátttaka var í keppninni í fyrra (2011) en þá sendu 11
TF-stöðvar gögn til keppnisnefndar tímaritsins.
Kallmerki |
Keppnisflokkur |
---|---|
TF3AM |
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl |
TF3IG |
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl |
TF8GX |
Einmenningsflokkur, öll bönd, háafl |
TF3CW |
Einmenningsflokkur, 20 metrar, háafl |
TF3AO |
Einmenningsflokkur, 15 metrar, háafl, aðstoð |
TF3SG |
Einmenningsflokkur, 80 metrar, háafl |
TF3W |
Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð |
Keppnisnefnd CQ, vefslóð: http://www.cqww.com/
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!