,

7. Stjórnarfundur ÍRA 2018

Fundargerð stjórnar ÍRA– Íslenskir radíóamatörar

Skeljanesi, 20. Mars 2018.

Fundur hófst kl. 20:00 og var slitið kl. 21:00.

Fráfarandi Stjórn: Formaður TF3JA, varaformaður TF3DC, ritari TF3WZ, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF8KY og varamaður TF3EO.

Stjórn: Formaður TF3JB, varaformaður TF3DC, ritari TF2LL, gjaldkeri TF3EK, meðstjórnandi TF3NE, varamaður TF3UA og varamaður TF3EQ.

Mættir: TF3JA, TF3DC, TF3EK, TF3WZ, TF8KY, TF3JB og TF2LL

Fundarritari: TF3WZ

Dagskrá

1. Útistandandi mál fráfarandi stjórnar

a) Húsnæðismál hafa verið í svolítilli upplausn varðandi afstöðu borgarinnar varðandi húsnæði Skeljanesi.

b) Geymsluna er verið að reyna að tæma.

c) Yfirferð á loftnetinum. Hugmyndir frá Benna, TF3T, liggja fyrir á ira pósthólfi.

d) Námskeið í gangi. TF3JA hefur látið námskeiðið í hendur TF3PW en býður sig fram til að koma að námskeiðinu.

e) Samningur er við ORG ætffræðiþjónustu er um þrif og rekstur á öryggiskerfi en sér ORG um þessi mál. Greiðir ÍRA 10 þúsund krónur á mánuði fyrir þá þjónustu.

2. Stjórnarskipti

Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig og kveður.

Fundur heldur áfram með nýkosinni stjórn.

3. Vefstjóri

TF3LL óstkar efrtir að TF3WZ héldi áfram sem vefstjóri. Samþykkt samhljóða.

4. Embættum skipt í nýrri stjórn.

TF3JB óskar eftir að TF3DC og TF3EK haldi áfram í þeim embættum sem þeir höfðu í fyrri stjórn. Samþykktu þeir það og gegnir TF3DC embætti varaformanns og TF3EK embætti gjaldkera.

TF3JB óskar eftir að TF3LL taki að sér embætti ritara. TF3LL samþykkir og tekur að sér emæbtti ritara. Meðstjórnandi, TF3NE. TF3JB tekur að sér að fá það staðfest þar sem Jóhannes er fjarverandi. Varamenn: TF3UA og TF2EQ.

5. Samskipti stjórnar

TF3EK kom með þá hugmynd að nota WatchApp.

TF3DC bendir á Facebook grúbbu.

Engin niðurstaða.

TF3JB mælir með að hefðbundinn tölvupóstur verði notaður til að byrja með.

Samþykkt.

6. Fundartími stjórnar

Fundartími stjórnar ræddur. Hentugur tími gæti verið um klukkan 20 í miðri viku.

7. Nýr félagi

Sigurbjörn Þór Bjarnason, TF3SB, óskar eftir inngöngu í ÍRA. Samþykkt.

8. Gamalt efni

TF2LL bendir á að mikið af efni gæti verið tapað af t.d. gamalli heimasíðu. Einnig sé mikið af myndum sem TF2LL óttast að geti verið tapað. TF3WZ ætlar að senda linka á nýja stjórn að þeim gömlu heimasíðum. TF3JB ætlar að athuga með myndir sem eiga að vera á diskum á vísum stað.

9. Næstu stjórnarfundur

TF3JB mælir með að næsti stjórnarfundur verði eftir Páska.

10. CQ TF

TF3JB bendir á að áhugi sé meðal félagsmanna að gefið sé út CQ TF. Nú þegar eru aðilar búnir að gefa sig fram til að standa að útgáfu blaðs. Blað yrði eingöngu gefið út á digital formati á netinu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 4 =