70 MHz HEIMILD ENDURNÝJUÐ
ÍRA barst jákvætt svar frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) í dag, 7. desember, við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 70.000-70.250 MHz. Tilraunaheimildin hefur nú verið endurnýjuð til næstu 2 ára, þ.e. til 31.12.2022.
Líkt og áður eru eftirfarandi skilyrði lögð til grundvallar:
(1) Hámarksbandbreidd er 16 kHz. Engin skilyrði hvað varðar mótun; (2) hámarks útgeislað afl er 100W; (3) heimildin er með þeim fyrirvara að komi til truflana á annarri fjarskiptastarfsemi verður að hætta sendingum strax og (4) kallmerki skal notast í upphafi og lok fjarskiptasambands og með viðeigandi reglulegu millibili á meðan fjarskiptasamband varir.
Leyfishafar þurfa að sækja um heimild til PFS hrh@pfs.is eða pfs@pfs.is áður en sendingar eru hafnar í tíðnisviðinu. Tilgreina skal, að sótt sé um heimild fyrir nýtt tímabil, 1.1.2021.-31.12.2022.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!