,

8. Stjórnarfundur ÍRA 2014

Stjórnarfundur 02.10.2014.         kl. 1800.

Mættir: TF8HP, TF3DC, TF3TNT, TF3GB.

Ræddir möguleikar með heimasíðuna. Síðan er vistuð á sér tölvu í tölvukerfi Ármúlaskóla. TF3TNT óskaði eftir að fá að fara yfir tölvuna í því skyni að örva heimasíðuna og kanna hvort nokkuð væri á tölvunni, sem ekki ætti að vera þar. Eins hvort þörf væri á að skipta um hýsingu. Var þetta samþykkt.

Ómar Þórdórsson hjá Borginni hafði sent „óskalista“ á þá sem eru í húsnæði á vegum Borgarinnar, til þess að geta gert sér grein fyrir viðhaldsverkefnum hjá hverjum og einum. Nokkur atriði voru sett á listann af okkar hálfu, en óvíst er hve miklu er unnt að ná fram.

Ræddar mælingar sem í bígerð eru hjá nokkrum amatörum.

Loftnetamál. Bilaða stýriboxiðhefur verið sent út og er þess beðið að það komi til baka. Fella þarf niður turninn og athuga rótorinn, sem er fastur og fara yfir turninn sjálfan fyrir veturinn, kapla o. þh.. Þá kom til tals að svartur Tailtwister II rótor, sem vera átti í kjallarageymslunni, finnst ekki. Finna þarf út hver fékk hann lánaðan.

Fundi lauk kl. 2000.

TF3GB, ritari.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten − 10 =