,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3JA

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. flutti erindi um neyðarfjarskipti radíóamatöra.

Fimmtudagserindið þann 1. desember var í höndum Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóra félagsins.
Umræðuefni kvöldisins var neyðarfjarskipti radíóamatöra. Sérstakur gestur fundarins var Víðir Reynisson, deildarstjóri
hjá Almannavarnadeild RLR og kynnti hann afstöðu embættisins til neyðarfjarskipta.

Víðir Reynisson deildarstjóri hjá Almannavarnadeild RLR flutti erindi um neyðarfjarskipti frá sjónarmiði embættisins.


Jón Þóroddur fjallaði almennt um þá auðlind sem radíóamatörar eru og vísaði m.a. til þeirra tíðnisviða sem þeir hafa til
afnota, leikni í fjarskiptum (á mismunandi tegundum útgeislunar), getu til að leysa tæknilega sem samskiptalega hnökra,
auk almennrar og víðtækrar þekkingar á fjarskiptum sem áhugamáli. Í ljósi þessa mætti hugsa sér aðkomu radíóamatöra
að neyðarfjarskiptum á breiðum grundvelli.

Víðir fjallaði um afstöðu almannavarnadeildar RLR til neyðarfjarskipta og flutti fróðlegt yfirlit í því sambandi. Hann skýrði
m.a. frá helstu hnökrum í kerfinu og sagði menn meðvitaða um að bæta megi neyðarfjarskipti á landinu enda þurfi þau
ætíð að vera til endurskoðunar. Í þessu sambandi ræddi hann m.a. hin þrjú kerfi sem neyðarfjarskiptum stæðu nú til boða,
þ.e. Tetra, VHF og GSM. Hann ræddi m.a. um reynsluna frá gosinu í Eyjafjallajökli. Hann sagðist telja radíóamatöra eiga
aðkomu að málaflokknum hvatti félagið til að skoða þau mál frekar.

Bæði erindin voru mjög fróðleg og spurðu félagsmenn margra spurninga. Í umræðum komu fram ýmsar hugmyndir um
aðkomu íslenskra leyfishafa að viðfangsefninu og gæti hún í raun verið allt frá því að annast sérhæfða fræðslu, til beinnar
þátttöku í aðgerðum. Alls sóttu 25 félagar erindið þrátt fyrir snjókomu og vetrarfærð.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Jóni Þóroddi og Víði áhugaverð erindi, svo og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.

Flærur má finna undir ítarefni.

Í kaffihléi. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX sagðist lengi hafa haft áhuga á neyðarfjarskiptum.

Í kaffihléi. Heimir Konráðsson TF1EIN og Ársæll Óskarsson TF3AO sögðu umfjöllunarefni kvöldsins áhugavert.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × five =