,

9. Stjórnarfundur ÍRA 2009

Stjórnarfundur ÍRA

Haldinn 2009.10.29 kl 18.00 í Skeljanesi

Mættir: TF2JB, TF3SG, TF3SNN og TF3BJ. TF3GL, TF3JI og TF3EE höfðu boðað forföll.

1. Fundarsetning

Formaður setti fund kl. 18:10 og lagði fram tillögu að dagskrá sem var samþykkt.

2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram til samþykktar

Uppkast að fundargerð fundar nr. 4/2009 frá 27. september 2009 var lögð fram til samþykktar. Fundargerðin var samþykkt með orðalagsbreytingu í lið 15.1.

3. Erindi sem borist hafa til félagsins frá síðasta stjórnarfundi

Engin önnur erindi hafa borist stjórn félagsins en almennar fyrirspurnir erlendra radíóamatöra á tölvupósti.

4. Staða félagssjóðs

Gjaldkeri TF3EE gerði grein fyrir stöðu félagssjóðs pr. 29/10 2009:

  • Hlaupareikningur: 827.205
  • Fyrirtækjabréf Landsbankans: 203.000

Um 140 manns hafa greitt árgjald, og einnig eru inni í tölunni námskeiðsgjöld 132.000.

5. 4. tbl. CQ TF 2009; forútgáfa 19. október og endanleg útgáfa 27. október

Rætt var um hvort bæri að hafa félagsblaðið á opnu eða lokuðu svæði á spjallvef félagsins. Frekari umræðum var frestað.

6. Námskeið til amatörprófs

Yfir 20 manns hafa skráð sig á námskeiðið sem hófst 22. október, og lýkur með prófi 19. desember. Lagði formaður TF2JB til að fært yrði til bókar sérstakar þakkir til Hrafnkels TF3HR fyrir að taka að sér starf skólastjóra.

7. Morsenámskeið

Moresenámskeið hófst á ný eftir hlé 29. október og verður nú tvo daga í viku

8. Fundur með PFS á næstunni

Formaður TF2JB hyggst koma á almennum samráðsfundi með Póst- og fjarskiptastofnun á næstunni.

9. Framleiðsla á gólffána með merki félagsins (staða verkefnisins)

Til eru í fánasjóði 96 þúsund krónur, en tilboð í gólffána var 78 þúsund. TF3SNN lagði til að bætt yrði í pöntunina venjulegum fána (útifána) og var það samþykkt.

10. Skráning upplýsinga úr radíódagbókum klúbbstöðvar félagsins á “Club Log”

Yngvi TF3Y og Jón Þóroddur TF3JA höfðu sent stjórninni tillögu um skráningu upplýsinga úr radíódagbókum klúbbstöðvar félagsins á “Club Log”. TF2JB lagði til að erindinu yrði hafnað fyrir félagsins hönd sakir umsýslu og viðhalds, og var það samþykkt.

11. Tillaga um gerð skilagreina og umslaga fyrir notendur QSL Bureau-s félagsins

Formaður TF2JB skýrði frá tillögu sinni um að gera grein fyrir fjölda korta og greiðslum í sérstöku umslagi. Þannig væri bæði hægt að halda utan um hver borgar hvað og fá auk þess gagnlegar upplýsingar um starfsemi QSL-þjónustunnar. Bauðst TF2JB til að sjá um að koma þessu í kring. Tillagan var samþykkt.

12. www.ira.is

Benedikt Sveinsson TF3CY (áður TF3BNT) mætti á stjórnarfundinn kl 18:50 til að ræða virkni heimasíðu félagsins www.ira.is. Rætt var um uppfærslu á Confluence í nýjustu útgáfu sem myndi gera kleift að vinna betur með útlit, fá síðuna til að vinna hraðar og auka öryggi. Ákveðið var að TF3CY og TF3GL færu í þessa vinnu.

13. Önnur mál

  • TF3SG greindi frá því að TF3KB hefði áframsent honum tilmæli frá IARU þess efnis að aðildarfélög finni leið til að koma QSL-kortum áfram til viðtakanda, jafnvel þótt þeir séu ekki félagsmenn. Samhljóða álit stjórnar var að QSL-kortum til utanaðkomandi yrði ekki fargað í bureay-inu, en ekki fékkst niðurstaða í hvernig haldið yrði utan um að koma þeim áfram til viðtakenda og var umræðu um það frestað.
  • Stöðvarstjóri TF3SNN talaði um þrifamál og lagði til að haldinn yrði þrifnaðardagur. Mun TF3SNN hafa forgöngu um að senda út auglýsingu þessa efnis til félagsmanna.
  • TF3SNN greindi einnig frá því að þyrfti að koma nýjum vír út í turninn. Tók hann að sér að auglýsa eftir þátttöku í því verki meðal félagsmanna, einhverja helgi þegar spá væri góð.
  • TF3SG nefndi að svar hefði borist frá RSGB um persónulegri fyrirspurn sinni um skráningu Grímseyjar sem IOTA-einingar, en sem stendur hefur Ísland sjálft númerið EU021, Vestmannaeyjar hafa EU071 en allar aðrar eyjar EU168. Svar barst þess efnis að ekki væri vilji til að auka fjölda eyja umfram 1200.

14. Ákvörðun um dagsetningu næsta stjórnarfundar

Endanleg dagsetning var ekki ákveðin en miðað er við næsta næsta stjórnarfund í viku __.

17. Fundarslit

Fundi var slitið kl. 19.45.

Fundargerð ritaði TF3GL

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 + 12 =