,

Reglur fyrir TF-útileika 2017

Tillaga að nýjum eða breyttum reglum fyir TF-útileika voru kynntar 3. júlí. Ábendingar bárust frá þremur radíóamatörum og var að miklu leyti farið að þeim óskum sem bárust.

Reglur fyrir TF-útileika 2017 samþykktar á stjórnarfundi 11. júlí.

TF-útileikar eru haldnir um verslunarmannahelgi. Markmið er m.a. að auka færni amatöra í fjarskiptum innanlands og þekkingu á útbreiðslu á MF og HF bylgjum milli staða á Íslandi.
Radíóamatörar sem staddir eru á Íslandi geta tekið þátt.
Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Athugið að sækja má til Póst- og fjarskiptastofnunar um auknar heimildir á 60 m bandinu.

Tímabil:
17-19 laugardag
09-12 sunnudag
21-24 sunnudag
08-10 mánudag

Þó má hafa samband hvenær sem er um verslunarmannahelgina, enda fari heildar þátttökutími hverrar stöðvar ekki yfir 9 klst. miðað við höfð QSO. Sé stöð opnuð og samband haft, telst tíminn minnst 30 mínútur, jafnvel þótt aðeins sé um eitt samband að ræða. Hver byrjaður hálftími til viðbótar reiknast 30 mín. Samband við sömu stöð á sama bandi telst gilt svo fremi að a.m.k. 8 klst. séu liðnar frá fyrra sambandi. Þrjú sambönd er hámarks fjöldi sambanda við sömu stöð á sama bandi.

Lágmarks upplýsingar sem skipst er á eru hlaupandi númer sambands (QSO) og staðsetning, QTH. Viðbótar stig fæst ef einnig er skiptst á RS(T) og afli. QTH má gefa upp sem sem fjögurra eða sex stafa Maidenhead locator, t.d. HP94bc ( sjá t.d. http://www.arrl.org/grid-squares ) eða breidd og lengd, í heilum gráðum, t.d. 6421. RS(T) táknar læsileika, styrk og tón merkisins (tónn er aðeins notaður í Morse). Afl er frá sendi í wöttum.

Stigafjöldi fyrir hvert samband fer eftir staðsetningu í reitum sem skilgreindir eru með 4 stafa Maidenhead locator, t.d. HP94. Eitt eða tvö stig fást fyrir sambönd innan sama reits, fyrir sambönd milli reita bætist við samanlagður mismunur á númerum reita norður og austur, þannig gefur fullt samband milli HP83 og HP94 4 stig en samband milli HP94 og IP04 gefur 3 stig.

Einn margfaldari, sem fer eftir földa reita sem sent er frá, er notaður til að reikna endanlegan stigafjölda. Margfaldarinn er 3 ef öll sambönd eru frá sama reit, ef sent er frá fleiri reitum bætist einn við fyrir hvern reit, þó verður margaldarinn ekki hærri en 6.

Loggar innihalda dagsetningu, tíma, tíðni (kHz), kallmerki, QSO sent, QTH sent, RS(T) sent, afl sent, QSO móttekið, QTH, RS(T) móttekið og afl móttekið.

Loggum má skila með því að fylla út eyðublað á vefsíðunni www.ira.is. Einnig má senda logga í tölvupósti á ira@ira.is. Frestur til að ganga frá loggum rennur út á miðnætti næsta mánudag eftir verslunarmannahelgi.

Stjórn IRA, eða aðili sem hún tilnefnir, sker úr um vafaatriði varðandi túlkun á þessum reglum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 5 =