,

Skráning er opin til 16. mars n.k.

Á myndinni má sjá hluta nemenda sem mættu til prófs til amatörleyfis laugardaginn 28. maí 2011.

Líkt og verið hefur til kynningar hér á heimasíðunni s.l. tvær vikur, er hugmyndin að bjóða upp á að haldið verði próf til amatörleyfis þann 28. apríl n.k. án undanfarandi námskeiðs, að því tilskyldu að næg þátttaka fáist. Vakin er athygli á, að skráning er opin til og með 16. mars n.k. Áhugasamir geta skráð nafn sitt á “ira hjá ira.is”. Fyrirspurnum má jafnframt beina á sama töluvpóstfang.

Forsaga málsins er, að stjórn Í.R.A. samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar s.l., að fenginni jákvæðri umsögn prófnefndar félagsins, að kanna með áhuga á þátttöku í prófi til amatörleyfis án undanfarandi námskeiðs. Til viðmiðunar sem prófdagur, er áðurnefndur 28. apríl n.k.

Tilskilið er að næg þátttaka fáist. Verði svo, mun félagið bjóða upp á sérstakt kynningarkvöld námsefnis. Komi fram áhugi á þeim fundi, kemur til greina að boðið verði upp á dæmatíma og yfirferð eldri prófa, nemendum til undirbúnings.

Næsta reglulegt námskeið til amatörprófs verður haldið á hausti komanda og er miðað við að kennsla hefjist í þriðju viku september.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

4 × one =